Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
02.10.2014 21:35Hrútasýning Veturgamla,lambhrúta og fegurðarsamkeppni gimbra á Mýrum 2014Hrútasýningin fór framm á Mýrum nú seinast liðinn þriðjudag og það er orðið langt síðan svona fáir hrútar mættu til leiks svo nú þurfa félagsmenn að vera duglegri að setja á he he svo við fáum fleiri á næsta ári. En sýningin fór vel framm og það mætti sama góða fólkið og áður. Dómarar voru Torfi og Eyjólfur og þeir dæmdu veturgömlu hrútana og svo var gætt sér á ljúffengri kjötsúpu sem Þorsteinn Bergþórsson bjó til fyrir mig og Jóhanna Bergþórs sá um að halda henni heitri og svo voru kökur og kaffi. Eiríkur Helgason kom svo og dæmdi Fegurðarsamkeppni gimbra og besta lambhrútinn en það var heldur slök keppni í því það mættu bara 3 gimbrar og 3 lambhrútar svo var ekki flókið að velja úr því en ég þakka Eiríki kærlega fyrir komuna og dómana. ![]() Gunnar á Kolgröfum með Besta veturgamla hrútinn 2014. Hann er undan Drífanda sem var á sæðingastöð. ![]() Hér er gripurinn svakalega fallegur hrútur. Þyngd 84 fótl 119 ómv 34 ómf 4,9 lag 4 8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig 2.sæti var Bárður og Dóra með hrút undan Blika Gosa syni frá Mávahlíð Þyngd 85 fótl 122 ómv 34 ómf 4,6 lag 4,5 8 8,5 9 8,5 9 18 8,5 8 8 alls 85,5 stig 3.sæti var Óskar í Bug með hrút undan Kjöl Klettssyni frá Tungu. Þyngd 97 fótl 126 ómv 38 ómf 8,8 lag 4 8 8 8,5 8,5 9 18 8,5 8 8,5 alls 85 stig ![]() Besti kollótti veturgamli var frá Guðfinnu og Ragnari á Kverná. Hann er undan Dal. Þyngd 87 fótl 124 ómv 34 ómf 6,3 lag 4,5 8 8 8,5 8,5 9 18 8 8 8 alls 84 stig Í öðru sæti var hrútur frá Óskari undan Brimil. Þyngd 92 fótl 119 ómv 29 ómf 10,9 lag 4 8 8,5 8,5 7,5 9 18 7,5 8 8 alls 83 stig Í þriðja sæti var Gunnar á Kolgröfum með hrút undan Stúf. Þyngd 75 fótl 118 ómv 31 ómf 5,9 lag 4 8 8 8,5 8 8 17,5 8,5 8 8,5 alls 83 stig. ![]() Í fyrsta sæti mislitra veturgamla var Siggi í Tungu með Glaum sem er undan Draum Toppsyni og Gloppu. Þyngd 84 fótl 120 ómv 35 ómf 7 lag 4 8 8,5 9 8,5 9 18 8 8 8 alls 85 stig. Í öðru sæti var Fóstri frá Bárði og Dóru og er undan Depil . Þyngd 80 fótl 118 ómv 29 ómf 3,1 lag 4 8 8 8,5 8 9 18,5 8 8 8 alls 84 stig. Í þriðja sæti var hrútur frá okkur hann Mugison sem er undan Soffa sæðishrút. Þyngd 106 fótl 128 ómv 37 ómf 6,2 lag 3,5 8 9 9 9 8,5 17 8 8 8,5 alls 85 stig Jæja þá er komið af gimbrunum og lambhrútunum sem Eiríkur Helgason kom og dæmdi fyrir okkur. ![]() Þessi gimbur er heimalingur frá Kvíarbryggju og hún var valin fegursta gimbrin af Eiríki Helgasyni. ![]() Ég bjó til þessa verðlaunagripi fyrir sýninguna og eru þeir úr Mávahlíðar grjóti og grjóti úr Höfðanum svo málaði ég á þá og skreytti með mosa og berjalyngi. ![]() Þessi er frá Kverná og var valin best gerða gimbrin. ![]() Þessi er frá okkur og var valin best skreytta gimbrin. ![]() Þessi var valinn besti lambhrútur Búa 2014 og er hann í eigu Sigga í Tungu og er þrílembingur sem gengu undir 3. Systur hans voru báðar með 31 í vöðva og 18,5 í læri og hann með 29 í vöðva og 18,5 í læri. Þetta er allveg glæsileg systkyni og verður spennandi að sjá hverning kemur undan þessum gullmola. ![]() Það átti svo líka vera kollóttir lambhrútar en það mættu engir svo þessi verðlauna steinn verður að bíða til næsta árs og mála yfir ártalið :) vonandi verður betri þátttaka þá og þá verðum við líka að muna að auglýsa þetta fyrr það var svolítið klúður hvað við gerðum þetta núna með stuttum fyrirvara og býðst ég enn og aftur afsökunar á því. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi. Skrifað af Dísu Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is