Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
05.12.2014 10:27Rollurnar teknar inn og rúningurJæja aldeilis kominn tími á blogg á þessum bæ. Það er auðvitað svolítið langt síðan við tókum rollurnar á hús og svo kom hann Gummi úr Búðardal og tók af fyrir okkur. ![]() Hér sjást ærnar á fullu gasi á leið í húsin sín út á Tungu. Hér í baksýn má sjá tignarlegt Svartbakafellið í allri sinni fegurð. Ég veit ekki hvað það er en ég ber mjög sterkar tilfinningar til þessa fjals mér hefur alltaf fundið það svo göfugt eitthvað. ![]() Hér má sjá ef vel er að gáð að það glittir í hvita tófu í hlíðinni sem fylgdist með okkur þegar við vorum að reka af stað rollurnar inn í Mávahlíð. Hún hefði nú ekki verið svona róleg ef pabbi hefði verið til staðar hér, hann hefði sko ekki verið lengi að plaffa á hana. ![]() Emil og Jóhanna að gefa ásettningsgimbrunum ormalyf. ![]() Embla búnað eignast nýjar vínkonur. ![]() Emil og Siggi að taka innan úr hornunum á Blika. ![]() Jóhanna að gefa sínum brauð og búnað ná að fá Botnu hans Sigga líka til að fá sér brauð. ![]() Gummi að taka af fyrir okkur og þetta allveg leikur í höndunum á honum hann er svo snöggur að taka af. ![]() Gemlingarnir orðnir vel snyrtir og fínir. ![]() Siggi og Emil að vigta ærnar. Það má svo sjá fleiri myndir af þessu inn í albúmi hér. Elding átti vinningin hjá okkur og er 94 kg og Hrifla undan Hriflon sem verður tvævettla núna gekk með 3 undir sér í sumar veturgömul og skilaði allveg afburðar lömbum var 83 kg núna svo það virðist ekki há henni mikið að vera með 3 undir sér. Hjá Sigga var Svört líka með 3 undir sér allveg afburðar lömb líka var 96 kg. Það er allveg stórmerkileg kind og þvílík afurðarær. ![]() Fórum suður um daginn og Benóný hitti litla sæta uppáhalds frænda sinn hann Alexsander Ísar. ![]() Embla líka svo stolt að fá að halda á honum. ![]() Freyja dugleg að hjálpa mömmu sinni að gefa. ![]() Rakst á þennan fallega fálka inn í Mávahlíð. ![]() Skelltum okkur á fund um kynningu sæðingahrútana á Vegamótum og mér lýst bara vel á hrútana og það verða miklar pælingar nú næstu daga hvaða hrúta maður á að nota. ![]() Pabbi hefði átt afmæli 27 nóv og fórum við og kveiktum á friðakerti hjá honum í minningu dagsins. ![]() Embla ætlar að vera með sama áhugan og mamma sín hún elskar að koma með í fjárhúsin og gefa þeim brauð og hey. Er svo dugleg þessi elska. Ég ætlaði að byrja sæða í dag en það fór allt út um þúfur ég náði ekki að gá um morguninn hverjar væru nýjar að ganga svo ég pantaði mér Saum og Myrkva á morgun svo nú er bara krossa fingur og vona að það verði einhverjar að ganga. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is