Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
23.07.2015 03:25Rollu rúntur 2015Já sæll það er sko hafinn rollu rúntur á þessum bæ ...... Ekki seinna vænna að fara þrusa því hér inn og auðvitað fylgir alltaf afföll á sumrin á lömbum og rollum. Við misstum eina rollu í vor hana Heklu hans Bóa og hennar verður saknað hún var góð rolla. Lömbin hennar eru búnað vera móðurlaus inn í Mávahlíðar túni síðan snemma í júní. Ég hef tekið eftir að það vantar annað lambið hjá Flekku, Ísey,Loppu og Eygló sem er leiðinlega mikið. Svo í dag kom ég að ömurlegu að það var búið að keyra á rollu og lamb frá mér og auðvitað var það mórauð rolla sem ég vildi engan veginn missa en það er aldrei spurt af því. Elding var það og gimbrin hennar sem var svarbotnótt. Svo ég hringdi í Sigga og hann aðstoðaði mig við að jarða þær því Emil og Bói eru á fullu að heyja inn í Bug. Það er samt að gott að engin slasaðist það er alltaf leiðinlegt að lenda í svona. Við heyjuðum hjá Sigga í seinustu viku og það er miki minna hey núna enn í fyrra en það er miklu betra hey og kraftmeira. Þeir eiga eftir að heyja inn í Bug og Klettakoti svo förum við inn í Mávahlíð,Tungu og Fögruhlíð og klárum þar. Ég vona bara að við náum þessu öllu áður en það fer að rigna og rigna maður er svo hræddur við það þegar það er búið að vera svona rosalega lengi þurrkur. ![]() Dóra með Hitler undan Hæng sæðishrút. ![]() Skvísa með æðislegu þrílembingana sína allar gimbrar og engin sama lit. Svarflekkótt, Botnuflekkótt og Botnubíldótt þetta verður vandamál í haust held ég verði að setja þær allar á ![]() ![]() Svo sætar. ![]() Svana með sín undan Jóker sæðishrút. ![]() Botnleðja með hrút og gimbur svona fallega botnuflekkótt með hvítan kraga. ![]() Heyskapur í Tungu. Emil er á rúlluvélinni í ár vegna veikinda Steina. ![]() Lulla gemlingur hans Bóa með gimbrina sína. ![]() Gugga með sín lömb. ![]() Ísafold gemlingur undan Garra með tvílembingana sína undan Tvinna Saum syni. Hún bar í endað maí frekar smá hjá henni. ![]() Held að þetta verði einhver dreki þetta er Hæng sonur undan Hriflu Hriflonsdóttur. Hún var með 3 í fyrra öll geggjað góð og svo sæddi ég hana of daufa og hún hélt og auðvitað kom hún bara með eitt ég dauðsá eftir að hafa sætt hana svona daufa því þetta er án efa besta rollan mín og ég hefði viljað fá hana með tveimur lömbum. ![]() Hulda hans Emils hana þarf nú ekki að kynna he he aðal karekterinn okkar og hér er hún komin til mín með gimbrina sína og ég lék heldur á hana lét skrjáfa í poka en var ekki með neitt og hún var frekar fúl við mig og húrraði í burtu í fýlu allveg yndisleg rolla. ![]() Krútturnar okkar með í sveitinni. ![]() Perla hennar Jóhönnu með hrútinn sinn. ![]() Hrúturinn hennar Skuggadís undan Marel Guffa syni. ![]() Ísey bara með annað lambið sitt. ![]() Gimbranar hennar Rauðhettu svo fallegar hlakka svo ógó mikið til að sjá þær í haust. ![]() Lömbin undan Kápu og Myrkva sæðishrút. ![]() Mjallhvít með boltana sína. ![]() Stóru pungarnir Glaumur og Fróði. ![]() Gloppa hans Sigga með sæðis gimbranar sínar. ![]() Forrystu hrúturinn hennar Mirröndu er alltaf að villast undan henni en ég sá hann var svo kominn aftur til hennar. ![]() Hér eru sæðislömb undan Bekra og Myrkva. ![]() Hér er Frigg með boltana sína undan Glaum sem ég var að gera tilraun til að fá gráa gimbur en það misheppnaðist eitthvað he he þetta er þvílíkur ólitur á þeim ljós grá botnóttir. Frigg er nefla undan Herkúles sem var gráflekkóttur svo ég var að vonast eftir að fá almennilega grátt. Jæja það eru svo fullt af fleiri lamba myndum hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is