Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
07.08.2015 01:25Lamba rúntur 5 og 6 ágústJæja það er daglegur rúntur hjá mér þessa dagana að reyna að sjá einhverjar nýjar rollur og lömb. Það eru oftast þessar sömu en svo dettur ein og ein ný inn. Í gær og í dag sá ég nýjar sem bættust í hópinn. Við erum svo að fara á Akureyri í viku í íbúð og er ég viss um að ég á eftir að fá fráhvarfs einkenni að fara ekki inn eftir og taka rollu mynda rúnt. Svo ég hugga mig við það að það verði enn meira spennandi að sjá þau þá eftir svo langan tíma og þá verða örugglegar einhverjar nýjar farnar að koma niður og láta sjá sig. ![]() Þessi lét sjá sig hún heitir Þota og er veturgömul með hrút undan Tvinna Saum syni. Þota er Garra dóttir og undan Aþenu sem er af Hlussu kyninu okkar. ![]() Veturgömul Þorsta dóttir einnig með móðurætt í Hlussu kynið. Hún er með gimbur undan Marel Guffa syni. ![]() Hosa í fjarlægð með gimbranar sínar undan Korra hans Sigga sem er Garra sonur. Hosa er undan Topp. ![]() Hrútur undan Maístjörnu sem er móðir Marels. Þessi hrútur er undan Tvinna Saum sonar. ![]() Salka með lömbin sín undan Marel. Salka er undan Depil og Mús sem eru frá Bárði og Dóru á Hömrum. ![]() Hyrna með lömbin sín undan Tvinna. Hyrna er undan Hrímu og Snævari sæðishrút. ![]() Hríma hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Glaum. ![]() Gimbur frá Jóhönnu undan Svört og Blika. Mér finnst hún svo falleg. ![]() Botnleðja með gullin sín mér finnst þau svo æðisleg á litinn. Botnleðja er undan Grábotna og nafnlausri rollu frá Fáskrúðarbakka. ![]() Snælda með sínar gimbrar undan Tvinna. Snælda er undan Topp og Hrímu. ![]() Hrifla með hrútinn sinn undan Hæng. Hrifla er undan Hlussu og Hriflon. ![]() Gimbranar hjá Sigga í Tungu undan Gloppu og ég held Danna sæðishrút. ![]() Flottur hann Fróði veturgamall sem ég keypti af Ströndunum í fyrra af Ragnari á Heydalsá hann er undan Stera. Ég er rosalega spennt að sjá hvernig lömbin koma út undan honum því þau voru öll rosalega þroskamikill þegar þau fæddust og virka vel væn núna sem ég hef séð. ![]() Hópurinn hans Gumma Óla sem er inn í Mávahlíð. Ég er svo rosalega hrifinn af botnótta og höttótta hrútnum sem eru þarna í miðjunni. Mjög væn og falleg lömb að sjá. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 5747 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1562390 Samtals gestir: 77959 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:18:17 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is