Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
18.08.2015 10:17Ferðalag á AkureyriVið fórum norður 7 ágúst og vorum í viku á Akureyri. Það var allveg rosalega gaman við fengum yndislegt veður og við tókum rúnt um Skagafjörðinn þegar við vorum á leiðinni á Akureyri og ég fékk loksins að sjá hvar Ytri Hofdalir eru og fleiri staðir og mér fannst það mjög gaman að sjá það loksins. Við fórum í sund á hverjum degi fyrir krakkana og Benóný fékk að velja sundlaugarnar því hann er allveg með sundlaugar dellu og það var farið í allar sundlaugar sem voru þarna nálægt. Akureyri, Hrafnagil, Dalvík, Húsavík og Þelamörk. Þelamörk er allveg æðisleg sundlaug og mæli ég eindregið með henni fyrir barnafólk þar er hugsað einstaklega vel um barnalaugarnar þær eru vel heitar og þar sem rennibrautin er , er líka mjög heitt. Því sá sem fer mikið með börnin sín í sund og rennibrautir kannast vel við hvað það er alltaf kalt þar sem rennibrautirnar eru. Á Hrafnagil er samt uppáhalds rennibrautin hans Benónýs og meira segja fór Freyja litla okkar í hana líka eins há og hún er fannst henni þetta allveg æði. Sundlaugin á Akureyri er líka rosalega fín en þar er líka smá kalt þar sem rennibrautirnar eru. Á heimleiðinni fórum við í sundlaugina á Blöndósi en Benóný þorði ekki í rennibrautirnar þar því það er mjög erfitt fyrir hann að fara í lokaðar sem er myrkur í hann er nefla einhverfur og eru rennibrautir hans þráhyggja núna og heltekur hann allveg á sumrin. Honum langaði svo á Hvammstanga en við héldum að það væri ekki rennibraut þar því ferðabæklingurinn segir að svo sé ekki og eins heimasíðan hjá sundlauginni en Benóný hélt því framm að það væri rennibraut en við trúðum honum ekki en svo þegar við komum heim sáum við á N4 stöðinni af norðan að það er rennibraut sem er nýkomin þangað og hann hefur séð það á netinu einhvers staðar svo ég mæli með þvi að þeir á Hvammstanga leiðrétti þetta á heima síðu sundlaugarinnar því margir fara eftir síðunum hvort rennibraut sé eða ekki. Nú á bara eftir að þræða sundlaugarnar á suðurlandi draumurinn hans Benónýs er að fara í sundlaugina á Hellu og verðum við að reyna láta þann draum rætast. Svo á hann eftir að fara á Höfn í Hornafirði annars erum við að vera búin með margar laugar á landinu og er stefnan tekin á að fara í allar sundlaugar á landinu sem eru með rennibrautir og verður því takmarki örugglega náð næsta sumar he he svo heillaður er hann af rennibrautunum og hann veit hvar þær eru allar hann er með ferðahandbókina sem er gefin út og skoðar nákvæmlega hvar þær eru á landakortinu og hann er kominn með það vel á minnið aðeins 5 ára gamall og verður reiður ef við getum ekki rétt þegar hann spyr hvað er rétt hjá sundlauginni á Akureyri þá eigum við að vita nákvæmlega að það er Þelamörk og Hrafnagil og þetta veit hann um flestar aðrar sundlaugar á landinu allveg magnaður áhugi hjá honum. ![]() Á handverkssýningunni í Hrafnagili. Þar var margt að skoða og gaman að sjá hvað margir eru í íslenskri hönnun. ![]() Við fórum í heimsókn til Birgittu og Þórðar á Möðruvöllum. Það var æðislegt að koma til þeirra í þessa fallegu sveit og auðvitað var tekið á móti okkur með kræsingum og við vorum í mat hjá þeim og ekkert smá dekrað við okkur. Ég náði nú ekki að fara með henni á rollu rúnt en mun stefna á það næst þegar ég á leið norður. Takk kærlega fyrir okkur kæru vinir. ![]() Auðvitað smellti ég mynd af fræga lambaveggnum hennar Birgittu sem er í eldhúsinu. Hann er allveg æði. Svo er hún með mynd af rollunum líka. Ekkert smá flott hjá henni. Þetta er draumurinn minn allavega að setja myndir af rollunum inn í fjárhús ég á mynd af þeim öllum en á bara eftir að koma mér í að prenta þær út. Magnað að hugsa til þess að við Birgitta kynntumst bara hérna í gegnum síðuna hún sá síðuna mína einn daginn að það var rollu rúntur og þá hafði hún samband við mig og síðan þá höfum við allveg smollið saman og tölum saman reglulega gegnum síðunar okkar og höfum heimsótt hvor aðra þegar við eigum leið hjá. Við erum líka með sömu rollu sóttina og er ég afar þakklát fyrir að hafa kynnst Birgittu hún er allveg yndisleg manneskja og gaman að tala við. ![]() Rakst á þetta svaðalega tún á leiðinni á Húsavík. Mér finnst þetta allveg geggjað ekkert smá stórt og allveg í brekku eins og hjá okkur í Mávahlíð nema ekki allveg eins bratt. Ef maður hefði eitt svona tún þyrfti maður bara að heyja eitt tún he he. Þetta var rosalega flott sveit með flottum túnum. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is