Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
25.08.2015 17:06Mánudags rollu rúnturJæja það kom loksins að því að ég kæmist smá rollu rúnt en það er bara búnað vera endalaus rigning til að geta farið og tekið myndir. En það stytti upp í dag og sólin skein og það var 17 stiga hiti í sveitinni og ég var föst inni að hreinsa grindurnar. Það dróst allt of lengi að þrífa eftir sauðburð og núna fær maður það í hausinn allt pikk fast á grindunum en það hefst með tímanum. Emil sló svo í Hrísum eitt tún sem Bárður og Jón Bjarni ætla að rúlla. Rosalega fínt því við ætluðum bara hreinsa það svo við gætu heyjað það næsta sumar svo það er frábært að einhver geti nýtt heyjið. ![]() Þegar það var keyrt á Eldingu og gimbrina vantaði mig þennan hrút og hér er hann kominn í leitirnar og fylgir Loppu Doppu og hennar gimbur. ![]() Eyrún með hrútinn sinn undan Saum sæðishrút. ![]() Skvísa mín er svo spök hér kemur hún röltandi til mín og ég er ekki einu sinni með brauð handa henni svo gæf er hún. Hér er hún með þílembingana sína. ![]() Smá selfie af okkur skvísunum saman . ![]() Held að þetta sé Dropa hans Sigga með sæðinga undan Saum. ![]() Gimbranar hennar Sessu og þær eru undan Myrkva sæðishrút. ![]() Eygló með hrútinn sinn undan Glaum. ![]() Hrúturinn hennar Rán og Glaums það var keyrt á bróðir hans um daginn. ![]() Hér er Hlussu gengið hans Gumma Óla. ![]() Frá Gumma Óla. ![]() Frá Gumma Óla held þau séu undan Myrkva sæðishrút. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is