Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
03.09.2015 21:59Rúntur 2 septJæja nú magnast spennan það er orðið svo stutt þanga til við förum að sækja lömbin okkar. Ég er svo óþolinmóð að ég er farin að þjálfa mig í að ganga upp á fjall og ekki sakar að taka myndavélina með og reyna ná myndum af því sem ég sé. Rollurnar sem voru niðri á túni í Tungu og Hrísum eru búnar að færa sig upp á fjall núna og er það bara mjög fínt ekki veitir af að bæta gerðina sem best fyrir stigun ![]() ![]() Hér er fyrirsætan mín undan Hæng sæðishrút og er kallaður Hitler. ![]() ![]() Fallega flekkóttur hrútur undan Myrkva sæðishrút og Kápu Topps dóttir. ![]() Frenja veturgömul með tvö undir sér og hefur stækkað vel enda búnað vera inn í túni inn i Tungu í allt sumar. ![]() Gimbrin undan Myrkva og Kápu svo flott á litinn. ![]() Fórum í fjallgöngu og rákumst á Huldu huldukonu hana mömmu hún var í berjamó. ![]() Svakalega flottur hrútur undan Soffíu hans Sigga í Tungu. ![]() Flottar gimbrar frá Sigga undan Danna sæðishrút og Gloppu. ![]() Skessa hans Sigga með hrútinn sinn. ![]() Ýr veturgömul með gimbrina sína. Ýr er undan Garra sæðishrút. ![]() Hér er Álft veturgömul með hrútinn sinn sem var annar seinastur að fæðast í vor hún bar ekki fyrr en í byrjun júní. ![]() Lamb frá Sigga búið að koma sér vel fyrir fannst þetta allveg æðislegt myndefni. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi hér. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is