Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
20.10.2015 13:28Héraðssýning lambhrúta Snæfellsnesi 2015Héraðssýning lambhrúta fór fram á föstudaginn 16 október austan girðingar hjá Ásbyrni í Haukatungu Syðri 2. Ásbjörn og konan hans tóku á móti gestum og buðu upp á veitingar í glæsilegu fjárhúsunum sínum. Þar mættu 16 hrútar til keppni og þar hópuðust bændur og áhugamenn um sauðfjárrækt og fylgdust með þessum flottu gripum. Jón Viðar og Lárus Birgisson voru dómarar. ![]() Hér er verið að skoða hyrndu hrútana. ![]() Hér eru mislitu hrútarnir austan girðingar. ![]() Hér eru kollóttu hrútarnir. Þessir hrútar í öllum flokkum keppa svo við hrútana vestan girðingar. Sýningin vestan girðingar fór framm í Hraunhálsi hjá Eybergi og Laugu. Þau lánuðu sauðfjárræktafélögunum fjárhúsin sín og voru þau allveg stórkostleg held að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem mér hafi ekki verið kalt á hrútasýningu þetta var svo kósý og flott. Þar voru mættir 11 kollóttir,12 mislitir og 23 hyrndir sem sagt alls 62 hrútar með hrútunum 16 sem voru á föstudaginn á Haukatungu Syðri 2. Sýningin var aðeins með óhefðbundnari sniði heldur en venjulega því við vorum með lambahappdrætti sem fólki var boðið upp á að kaupa ef þau vildu. Við vorum svo með súpu,kaffi og kökur til sölu til styrktar sýningunni og þetta gekk allt saman svo vel upp og það var mjög góð þátttaka í happdrættinu. Happdrættið var líka hugsað til að fá upp i kostnað á sýningunni og var svo góð þátttaka í því að við sjáum fram á að geta dekkað kostnaðinn. Við vorum með mórauða gimbur sem Eiríkur gaf í happdrættið og svo fengum við líka forrystu gimbur hjá Svein á Fossi. Happdrættið var háttað þannig að fólk skrifaði nafnið sitt á miða og setti í pott og svo var einhver fengin til að koma upp og draga miða um vinnigshafa og það myndaðist rosalega skemmtileg stemming og spenna eftir hver myndi vinna. Eiríkur Helgason hjá Sauðfjárræktarfélagi Eyrasveitar stjórnaði sýningunni og ég sá um að taka við greiðslu á happdrætti og kaffi. Við sáum svo um kaffið í sameiningu og Borghildur dóttir Eiríks sá um að hræra í súpunni og halda henni heitri. Gummi Óla sá um að prenta út afrit af stigunum á öllum hrútunum sem tóku þátt vestan girðingar og held ég að menn hafi almennt haft mjög gaman af því að fá að lesa það og fylgjast með. ![]() Hér er verið að skoða mislitu hrútana. ![]() Hér eru svo 5 efstu mislitu hrútarnir. ![]() Hér eru svo vinningshafarnir í mislita flokknum. Fyrsta sæti Gísli á Álftavatni Annað sæti Lauga Hraunhálsi Þriðja sæti Dísa Mávahlíð ![]() Hér er besti misliti hrúturinn 2015 frá Álftavatni. Lamb nr 13 undan Grána Stigun: 53 kg fótl 114 ómv 35 ómf 3,0 lögun 5 8 9 9 9,5 9 18 8 8 8,5 alls 87 stig. ![]() Í öðru sæti frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi. Lamb númer 93 undan Keng 14-436 Stigun: 51kg fótl 112 ómv 32 ómf 3,0 lögun 4,5 8 9 8,5 9 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig ![]() Þriðja sæti frá okkur frá Mávahlíð. Lamb númer 55 undan Glaum 13-447 frá Tungu Stigun: 47 kg 112 fótl, ómv 32 ómf 2,5 lögun 4,5 8 8,5 9 9 9 18 8 8 8,5 alls 86 stig. ![]() Vinningshafar í kollótta flokknum. Fyrsta sæti Guðbjartur á Hjarðafelli Annað sæti Lauga í Hraunhálsi Þriðja sæti Sigga í Bjarnarhöfn ![]() Besti kollótti hrúturinn 2015 frá Hjarðafelli. Lamb númer 405 undan Völlur 11-770 Stigun: 53 kg fótl 110 ómv 32 ómf 3,2 lögun 4,5 8 8,5 8,5 9 9 18 8,5 8 9 alls 86,5 stig ![]() Í öðru sæti frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi. Lamb númer 25 undan sprota 12-936. Stigun: 46 kg fótl 108 ómv 33 ómf 3,9 lögun 4,5 8 9 8,5 9 9 18,5 7,5 8 8 alls 85,5 stig ![]() Þriðja sæti var frá Siggu og Brynjari Bjarnarhöfn. Lamb númer 17 undan Hnallur 12-934. Stigun: 47 kg fótl 111 ómv 32 ómf 2,8 lögun 4,5 8 8 8,5 8,5 8,5 18 8,5 8 8,5 alls 84,5 stig. ![]() Vinningshafar í hvítu hyrndu hrútunum. Fyrsta sæti Dísa og Emil Mávahlíð Annað sæti Ásbjörn Haukatungu Syðri 2 Þriðja sæti Dísa og Emil Mávahlíð ![]() Besti hyrndi hvíti hrúturinn 2015 frá Mávahlíð. Lamb númer 852 undan Tvinna 14-001 Stigun: 63 kg fótl 112 ómv 36 ómf 2,3 lögun 4 8 9 9 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88 stig. ![]() Annað sæti kemur frá Ásbyrni Haukatungu Syðri 2. Lamb númer 5070 undan Saum. Stigun: 49 kg fótl 102 ómv 33 ómf 2,1 lögun 5 8 8,5 8,5 9 9,5 18,5 9 8 8 alls 87 stig. ![]() Í þriðja sæti frá Mávahlíð. Lamb númer 861 undan Blika 12-001. Stigun : 56 kg fótl 109 ómv 34 ómf 2,4 lögun 4,5 8 9 9 9 9 18,5 9 8 9 alls 88,5 stig. ![]() Lárus Birgisson afhenti svo Farandsskjöldinn sem fer til eiganda besta lambhrútsins til geymslu í 1 ár. ![]() Hér afhenti Lárus Birgisson mér Herdísi Leifsdóttur Farandsskjöldinn fyrir besta lambhrútinn 2015. Ég er enn í sjokki eins og sést á myndinni og allveg rosalega þakklát fyrir að fá þann mikla heiður að fá þennan mikla grip. Mér fannst líka æðislegt að fá þessa viðurkenningu frá Jón Viðari og Lárusi heiðursmönnum sem ég lít mjög upp til síðan ég var smá stelpa í Mávahlíð á hrútasýningum. Enda sagði Emil að ég hafi sofnað með bros á vör eftir daginn ![]() Takk kærlega fyrir mig. ![]() Hér er önnur mynd af skjaldhafanum 2015. ![]() Þetta er hann Bjarki Snær Snæbjörnsson sem vann happadrættið. Hann átti afmæli sama dag og hrútasýningin og fékk þessa frábæru afmælisgjöf og vann forrystu gimbur í lambahappdrættinu hjá okkur. ![]() Borghildur stóð vaktina á súpunni alla hrútasýninguna ekkert smá flott hjá henni og fiskisúpan bragðaðist svakalega vel. ![]() Bárður tekur við miðanum hjá Eiríki í lambahappdrættinu og vann mórauðu gimbrina sem Eiríkur gaf til vinnings. ![]() Hér er Happdrættisvinningurinn 2015 sem Bárður fékk í verðlaun. ![]() Hér má sjá flotta þáttöku í sýningunni og mikla stemmingu. Það eru svo fullt af myndum inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is