Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
27.10.2015 09:58Hrútar og gimbrar teknar innVið tókum hrútana og lambhrútana fljótlega inn eftir Héraðssýningu. ![]() Hér er Mugison Soffa sonur svo fallegur hrútur og vel gerður en skilar því ekki vel í framræktun í gerð. Hann gefur þó góðar mjólkurær og frjósamar en hann er auðvitað bara notaður á mórauðu ærnar og þær sem gætu gefið mórautt og eru þær ær ekki eins vel gerðar og þær hvítu svo það er spurning um að prófa nota hann á vel gerða ær og sjá hvort maður nái þá gerðinni í gegn hjá honum. ![]() Fróði Stera sonur sá kollótti og svo Bliki Gosa sonur og eins og þið sjáið er hann eins og blaðra greyjið. Hann kom svona inn uppblásinn og við erum búnað gera alls kyns aðferðir stinga á hann hleypa lofti út, gefa honum parafin olíu, kalk og hvaðeina en hann lagast ekkert svo ég á allveg von á því að hann kveðji okkur í haust. ![]() Hér eru Jóker sonur frá Sigga, Glaum sonur frá okkur og Kollóttur hrútur sem við keyptum frá Óskari í Bug. ![]() Tvinni Saum sonur veturgamal hann er að gefa okkur svakalega flott lömb. Móðir hans er undan Hriflon sæðishrút. ![]() Þessi er undan Blika og Dröfn og hugsa ég að hann fái nafnið Mávur. Hann var i þriðja sæti á Héraðssýningunni. ![]() Þetta er gríðalega fallegur hrútur hjá Sigga undan Hæng og Soffíu. ![]() Tvinni og Glaumur hans Sigga. Glaumur fer til Marteins í Ólafsvík. ![]() Hér er svo flotti hrúturinn okkar sem fékk skjöldinn ég á eftir að reyna finna flott nafn á hann. ![]() Fórum í heimsókn til Arnars á Kálfárvöllum og náðum í meri sem hann er búnað vera temja fyrir mig og kíktum auðvitað í fjárhúsin hjá honum. Hann er að standsetja nýja aðstöððu á Bláfeldi og ætlar að vera þar með kindurnar í vetur og er að fjölga. Allveg glæsilegt hjá honum. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi af hrútunum og kindunum hjá Arnari hér. ![]() Við smöluðum gimbrunum inn 25 október. Þessar tvær eru þrílembingar undan Skvísu og Glaum. Svo nú kemur skemmtilegur tími að fara dekra við þær og þolinmæðisvinna í að spekja þær. ![]() Hér er þessi hvíta undan Tvinna og Sumarrós og svo sú flekkótta er undan Hosu og Korra Garra syni. ![]() Þessi er undan Eik og Glaum hans Sigga. ![]() Þessi er undan Rauðhettu og Glaum. ![]() Nýja gimbrin mín sem ég keypti af Kristjáni á Fáskrúðabakka. Mér finnst hún æði og gaman að eignast loksins móbotnótt. ![]() Hér er svo hin sem ég keypti líka rosalega flott allveg dökkmórauð. ![]() Þetta er ein besta gimbrin mín undan Tvinna og Guggu. ![]() Margir skemmtilegir litir í ásettninginum okkar í ár. Þetta var nú bara smá sýnishorn svo á ég eftir að koma með mynd af hverri og einni ásamt nöfnum og stigun þegar ég er búnað komast að hver er hvað. Hér eru svo fleiri myndir af þeim inn í albúmi. Flettingar í dag: 274 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 7323 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 1570176 Samtals gestir: 77987 Tölur uppfærðar: 5.4.2025 17:48:11 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is