
Flotta stúlkan okkar hún Embla er orðin 5 ára. Hún er svo frábær í alla staði.
Mikil sveita stelpa og elskar að fá að fara í fjárhúsin og hesthúsin með mömmu sinni.
Helstu leikföng hennar eru líka hestar og fara í feluleik finnst henni mjög gaman.
Kakan hennar var keypt í Okkar bakarí og auðvitað valdi hún hestaköku.
Að opna pakkana.
Svo gaman að fá Emelíu frænku í afmælið.
Flotta prinsessan búnað fá glingur og geimsteina í andlitið og kórónu allveg alsæl
með gjöfina sína frá Sigga í Tungu.
Það eru svo fleiri myndir af þessu hérna inn í albúmi.