Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
29.05.2016 23:09Sauðburði alveg að ljúka![]() Við erum aldeilis búnað fá að kenna á því með rigningu og roki alla seinsustu viku. Hér er Ljósbrá gemlingur með lambið sitt undan Máv. Við erum búnað taka rúnt núna á hverjum degi til að athuga hvort allar ær séu ekki örugglega með lömbin sín allavega þær sem við sjáum og hingað til höfum við ekki séð að það vanti neitt og vonandi helst það þannig. ![]() Framtíðar bóndakonan mín hún Embla að horfa á eftir kindunum fara til haga. ![]() Embla Marína að hjálpa okkur að reka út úr túninu. ![]() Hrifla og Dröfn tvær af mínum bestu kindum fengu með Máv og Ísak bestu lambhrútunum sem eru ættaðir í sitthvora kindina og því notaðir á víxl í þær svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Hrifla er með 2 hrúta undan Máv og Dröfn er með hrút og gimbur undan Ísak. ![]() Hnota hennar Jóhönnu með gimbur og hrút undan Zorró. Við fáum 12 lömb undan honum. ![]() Mírranda vígaleg með lömbin sín. ![]() Snædís með gimbur undan Ísak. Hrúturinn á móti drapst á burði. ![]() Það var borið á túnin seinustu helgi fyrir rigninguna miklu. ![]() Þessi eru öll afkvæmi undan Ísak. ![]() Djásn gemlingur með sin tvö undan Korra. ![]() Mjöll hans Sigga sónaðist með eitt en kom með 2 flotta hrúta svo nú eru rollurnar hjá honum allar með 2 og 3 ekkert smá flott. ![]() Vofa með fallega hosótta gimbur undan Korra. ![]() Hjá Sigga undan Ísak og Skessu. Held að þetta sé fyrsta sinn sem Siggi fær flekkótt og það gimbur. ![]() Þrílembingar undan Mjallhvíti sem er móðir Ísaks. Hrúturinn er stærstur og virkar mjög þykkur og stór ein gimbrin var vanin undir hjá Sigga svo Mjallhvít verður með 2 undir. Það verður gaman að sjá hvort þessi verði föðurbetrungur þó ólíklegt sé því það verður erfitt að toppa hann Ísak. ![]() Mórauðu lömbin hjá Sigga orðin mjög stór við tókum allt sem var inn í girðingu og hleyptum því inn meðan veður ofsinn gekk yfir. ![]() Þessi lokaði sauðburði hjá Sigga. ![]() Þessi bar næst seinust hjá Sigga og því miður hefur lambið ekki komist alveg á spena og bar engin merki um það svo við vorum ekkert að pæla í því og þegar Siggi tók eftir því var það sár svangt og hann gaf því pela og náði að láta það sjúga en daginn eftir var það svo steindautt hefur örugglega fengið slefsýki greyjið. Þetta var grá gimbur undan Ísak. ![]() Salka kom með þrjú golsótt undan Zorró og okkur tókst að venja eitt undan henni. Hún kom með 2 gimbrar og einn hrút. ![]() Freyja að klappa Hosu. ![]() Sauðburður hófst hjá mér og mun enda hjá mér því gemlingarnir gengu svolítið upp hjá okkur og fengu þeir sem gengu upp með Drjóla hans Sigga sem er Hæng sonur. Við fáum 9 lömb undan honum og vonandi 10 með þessari sem verður seinust að bera þetta vorið hjá okkur. Þetta er hún Lukka vínkona hennar Emblu. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Látum nú þetta duga í bili. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is