Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
24.07.2016 01:08Meira af Akureyrarferðinni.![]() Ferðin okkar hófst með því að fara í sund á Hvammstanga það er búið að vera langþráður draumur hjá Benóný Ísak syni okkar sem er sundlauga og rennibrauta áhugamaður af svo miklum áhuga að það finnst ekki þó víða væri leitað af eins miklari maníu. Svo það er takmarkið hans að prófa allar rennibrautir á Íslandi og við erum kominn þó nokkuð langt með það og Hvammstangi var mikið möst að geta strikað út af listanum. ![]() Akureyri var næst hann vildi ekki prófa hana í fyrra og skoðaði hana bak og fyrir en þorði ekki út af myrkrinu en núna þorði hann og fannst hún vera æðisleg og það var alveg unun að sjá hann og systur hans fara margar ferðir í rennibrautina. ![]() Í bílabrautinni hjá Sundlauginni á Akureyri. ![]() Freyja að keyra. ![]() Embla að keyra. ![]() Fórum á kaffihúsið Kaffi Kú og það var alveg frábært. Krökkunum fannst það æði að fá sér kakó og pönnuköku og fá svo að kíkja niður og klappa kálfunum og beljunum. Mæli hiklaust með því að kíkja þangað. ![]() Komin í fjósið á Kaffi Kú. ![]() Embla sveitastelpan okkar var alveg að elska þetta. ![]() Freyja herforingi he he það voru svo líka baggar sem krakkarnir máttu hoppa á og fara í feluleik rosalega sniðugt. ![]() Það fer auðvitað engin til Akureyrar án þess að kíkja á Jólahúsið. ![]() Næsta sundlaug á dagskrá var Ólafsfjörður og Birgitta og strákarnir komu með okkur það var rosalega gaman og þetta er mögnuð rennibraut okkur fannst hún æði hún fer svo hratt. Benóný var mjög ánægður með hana. ![]() Fórum aftur í Kjarnaskóg og fundum nýjar leiðir sem voru ævintýrum líkastar og þau upplifðu sig eins og í Álfaævintýri að fara í þrönga stiga alþakkta þessu græna skrítna grasi og svo tré allt í kring. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is