Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
24.07.2016 01:39Heyskapur og Rollu rúnturÞegar við komum heim að norðan var Siggi búnað slá og það var æðislegt að koma heim og sjá nýsleginn tún og lömbin sem stækka með hverjum deginum núna. ![]() Æðislegt útsýni í fallegu sveitina okkar fallegasti staður í heimi í okkar augum. ![]() Emil er á rúlluvélinni. ![]() Siggi á plastaranum og auðvitað fékk Benóný að sitja í . ![]() Bói á rakstravélinni. ![]() Heyskapur gekk frábærlega hjá okkur við fengum brakandi þurrk og aldrei gengið eins vel að heyja með Sigga túnum held ég að þetta hafi tekið um 6 daga og svo var tekin ein helgi í að keyra rúllurnar heim til Sigga og svo raðar hann inn í Hlöðu. Þeir voru svo duglegir Emil, Siggi og Bói að standa í heyskap frá morgni til kvölds. Jóhanna var búnað baka helling og ég sá um að koma því til þeirra og hella upp á kaffi inn í Tungu. Ég var með krakkana og svo var Freyja líka að hjálpa til að vera með krakkana meðan ég sneri eitt tún í fyrsta sinn he he og fleira ég er henni svo þakklát fyrir að vera alltaf tilbúin að hafa alla krakkana það er heilmikill vinna líka. Við bárum á allt áburð og heyjuðum Hrísar, Kötluholt, Mávahlíð, Tröð eitt tún og Fögruhlíð. Siggi er svo með Tungu svo við eigum með Sigga allt of mikið af heyji allavega skortir okkur ekki hey í ár svo nú verður Siggi að fara setja á og fylla húsið sín megin Við höfðum svo kjötsúpu fyrir þá eitt kvöldið og svo var loka kaffi heima hjá mér og Emil með kökum og kræsingum. ![]() Snæfellsjökull í allri sinni fegurð. ![]() Freyja að gæða sér á berjum en þau virðast vera snemma í ár og það lítur út fyrir að það verði mikið um ber í haust. ![]() Sætu krúttin okkar í yndislegu Mávahlíðinni með flottasta Jökulinn í baksýn þetta er svo æðislegt útsýni á svona fallegum sumardegi eins og hann getur best orðið í sveitinni. Það jafnast ekkert á við sléttan Vaðalinn með fiskana stökkvandi og maður yðar í skinninu að stökkva og ná í stöngina og fara veiða. Það er paradís á jörðu fyrir mér og heyra fuglasönginn og náttúruna allt í kringum sig og njóta útiverunar langt framm í sólsetur. ![]() Emil og Jóhanna að menja þakið á hesthúsinu svo máluðum við Emil þakið. ![]() Embla með veiði áhugann eins og mamma sín og systkini. ![]() Freyja að týna blóm. ![]() Legsteininn hans pabba hans Emils er kominn upp í Ólafsvíkur kirkjugarði. Við fórum suður og náðum í hann og steininn hans Steina frænda Emils. ![]() Hér er svo steininn hans Steina kominn. Mjög fallegir steinar hjá þeim báðum. Blessuð sé minning þeirra. Það eru svo fleiri myndir inn í albúmi af þessu öllu hér. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is