Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
28.07.2016 02:51Rollu rúntur 27 júlí![]() Eik með lamba kóngana sína. ![]() Þessi gimbur er undan Elsu og hefur vonandi villst undan frekar en að Elsa og hrúturinn á móti séu horfinn. Enda hefur mikið verið að villast undan eitthvað núna hjá rollunum finnst mér. ![]() Zelda með hrút sem gengur undir henni þrílembing undan Drífu og svo er þessi fyrir framan hana hennar og er undan Drjóla. ![]() Sumarrós með hrútinn sinn undan Marel. ![]() Rauðhetta með hrútana sína undan Styrmi. ![]() Undan Gaga og Ísak. Fæddur tvílembingur en bróðirinn drapst í fæðingu. ![]() Móheiður með lömbin sín. ![]() Kríu ungarnir virðast komast vel á legg inn í Mávahlíð í ár. ![]() Snælda með lömbin sín á harða hlaupum undan brjálaðri kríunni. ![]() Hrútur undan Frenju og Zorró og golsótta gimbrin er þrílembingur undan Sölku. ![]() Mjallhvít með hrút og gimbur undan Máv. ![]() Þota Garra dóttir með boltana sína hrút og gimbur undan Máv. ![]() Ég er svo spennt fyrir lömbunum hennar Þotu finnst þau æðisleg. Það bjargaði deginum í dag að detta svona rosalega í lukkupottinn og ná öllum þessum flottu myndum og auðvitað hjálpaði Donna hundurinn minn til við að nálgast þær. Þær sækja svo rosalega í að koma hlaupandi til hennar þegar ég er með hana með mér. ![]() Gimbur tvílembingur undan Djásn gemling og Korra. ![]() Ein önnur af hrútnum hennar Þotu. Sjáið þetta rassgat þetta verður gaman að sjá hvernig hann stigast. ![]() Undan Viggu og Styrmi. ![]() Undan Nælu gemling og Máv. Hann hefur misst merkið sitt. ![]() Lukka bar seinust í byrjun júní og hér er hún með krúttið sitt. ![]() Gemlingur frá Sigga. ![]() Flottir sæðingar undan Vetur hjá Gloppu hans Sigga. ![]() Ýr frá mér er líka með sæðinga hrút og gimbur undan Vetur. ![]() Hrútarnir hennar Frigg undan Máv. ![]() Snót með gimbranar sínar undan Máv. Lömbin undan Máv virðast í fljótu ætla verða mjög falleg á velli. ![]() Vofa með sín lömb undan Korra. ![]() Hrúturinn hennar Vofu. ![]() Gló undan Eyrúnu og Saum svo fallegur gemlingur. ![]() Hér er hrúturinn hennar undan Máv. Svo það eru komnir ansi margir fallegir gripir undan Máv sem ég er búnað ná myndum af. Ég er full tilhlökkunar yfir hverjum rúntinum sem ég fer inn í sveit núna í von um að sjá ný lömb sem ég hef ekki séð ![]() á einhvað nýtt til að mynda í næstu viku eftir verslunarmannahelgi. Auðvitað eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Kveðja Dísa Flettingar í dag: 5602 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1562245 Samtals gestir: 77959 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:55:28 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is