Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
06.08.2016 01:54Verslunarmannahelgin![]() Áttum frábæra verslunarmannahelgi í Reykjavík. Við fengum lánaða íbúðina hjá Magga bróðir og Erlu því þau voru út í útlöndum. Við fórum auðvitað í sund á hverjum degi fyrst var það Laugardalslaugin svo kíktum við í fyrsta sinn í Nauthólsvík með Steinari og Unni og krökkunum og það var mjög gaman við grilluðum svo öll saman með Dagbjörtu, Kjartani og krökkunum þeirra heima hjá Steinari og Unni. ![]() Fjör í Nauthólsvíkinni. ![]() Kíktum á Suðurnesið og fórum á Garðskaga og kíktum á lítið kaffihús sem er inn í Vitanum ekkert smá flott. ![]() Næst á óskalistanum hjá Benóný var að fara í sund í Garðinum og það var æðisleg sundlaug og Benóný fannst rennibrautin æði og talaði um að þetta væri skemmtilegasta rennibraut í heimi he he. Það eru súper meðmæli hjá honum sem hefur prófað þær mjög margar hér á landi sem og í Tenerife. ![]() Fórum svo í heimsókn í Vogana í leiðinni til Júlíu systir mömmu og Helga og þau eiga rosalega skemmtilegan Ævintýragarð eins og sjá má og krakkarnir voru svo ánægðir að fá að setjast á þennan flotta hest. ![]() Hér er svo strákurinn sem er alltaf í fýlu á bekknum og var fundinn upp hjá Helga af syni þeirra sem alltaf var í fýlu og auðvitað skelltu krakkarnir sér á bekkinn og fóru í fýlu með fýlupokanum. ![]() Hér er svo karlinn sem fylgist með hverfinu og hreyfir hausinn framm og aftur. ![]() Hérna erum við svo komin í Húsdýragarðinn. ![]() Þau fengu öll að prófa fara í boltana og fljóta á vatninu. ![]() Benóný og Embla. ![]() Freyja ![]() Steinar og Birgitta. ![]() Unnur og Alexander. Það var svo farið í sund í Mosfellsbæ og Kópavogi hina dagana. Veðrið var frábært hjá okkur allann tímann 19 til 20 stiga hiti og sól alveg geggjað. Ég og Emil fengum svo að skella okkur í bíó og Dagbjört og Kjartan pössuðu fyrir okkur svo góð. Það var mjög gaman að komast aðeins tvö út. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 927 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557570 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:31:45 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is