Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
28.08.2016 23:51Rollu og lamba rúntur 18 ágúst![]() Emil að bera á túnin. Emil, Siggi og Bói kláruðu að dæla út úr fjárhúsunum. ![]() Frá Gumma Óla Ólafsvík. ![]() Frá Sigga. ![]() Hrúturinn á móti. ![]() Tvær fallegar gimbrar frá Gumma undan veturgamalli kind og ganga saman undir. ![]() Tvær svaðalegir boltar frá Gumma held að þær verði án efa ásettningshæfar. ![]() Falleg gimbur frá Gumma. ![]() Þessi hrútur er tvílembingur undan Kolfinnu gemling/veturgömul og sílið litla sem er graslamb villtist undan snemma í vor er bróðir hans. Þeir eru undan Máv. ![]() Álft með lömbin sín undan Ísak. ![]() Dúfa hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Skara. ![]() Skvísa með þrílembingana sína sem ganga tveir undir og eru undan Styrmi mórauða hrútnum hans Eiríks Helgasonar. ![]() Gimbrin hennar. ![]() Pæja gemlingur/veturgömul er þrílembingur undan Skvísu í fyrra og hér er hún með gimbrina sína. ![]() Æsa með hrútinn sinn. Hún er þrílembings systir hennar Pæju. Þær eru undan Glaum hans Sigga. ![]() Skálmöld veturgömul með hrútinn sinn undan Drjóla hans Sigga sem er Hæng sonur. ![]() Orðin falleg kind ég vona að hún standi fyrir sínu. Ég setti hana á því ég hafði trú á henni og ekki skemmdi liturinn fyrir því hann er svo sérstakur. En hún var alls ekki góður kostur til ásettnings en það á eftir að koma í ljós hverju hún skilar allavega lítur hrúturinn hennar mjög vel út. ![]() Eik með lamba kóngana sína. ![]() Undan Saum og Skrýtlu. ![]() Ákváðum að smala Mávahlíðar rifið þvi þær eru svo skævar á veginum. Hér er hrútur undan Mjallhvíti og Máv. ![]() Fallega Mávahlíðin sem er ei lengur okkar. Það er mér með sorg í hjarta að segja ykkur frá því að það er búið að selja Mávahlíð og Kötluholt. Það er mjög erfitt að sjá æskuheimilið sitt og jörð sem hefur alltaf verið til staðar fara í hendur annarra. Sorglegast af öllu finnst mér þó að þetta sé farið út úr okkar fjölskyldu ég hef alltaf litið á þetta sem ættaróðal og stað sem væri alltaf innan okkar ættar. Ég fer að jafnaði tvisvar á dag inn í sveit hvort sem það er rollu rúntur eða að veiða silung í vaðlinum. Krökkunum finnst líka æði að koma með mér að veiða síli og fara niður í fjöru svo þetta verður svakaleg viðbrigði fyrir mig og mína fjölskyldu en vonandi er þetta sóma fólk sem keypti og vonandi hægt að hafa góð samskipti við þau upp á að rollurnar mínar. Þær ganga náttúrulega á þessu landi og allt í kring. Svo nú er bara vera jákvæður og vona það besta ![]() ![]() Skvísurnar mínar voru svo duglegar að hjálpa mömmu sinni að smala á Rifinu að þær löbbuðu alla leið frá Mávahlíð að fjörunni í Tungu. Elska þetta útsýni með fallegustu stelpunum og flottasta Jöklinum. ![]() Þessi hrútur er þrílembingur undan Skvísu og gengur undir Viggu. ![]() Vigga með hinn hrútinn. Þeir eru orðnir mjög stórir og vænir. Hún hlýtur að mjólka vel. ![]() Berjabláu börnin mín. ![]() Þennan fann Siggi út á túni upp blásinn og á hliðinni. Hann tók hann upp í fjárhús og stakk á hann og gaf honum parafine olíu og hann lét samt lítið á bera að hann væri að fara lagast. Ég þrjóskaðist áfram að gefa honum olíu og Siggi las að það væri gott að gefa kakó að það myndi drekka í sig eiturefni svo við gáfum honum það. Ég fékk líka pensilín fyrir hann og við héldum þessu öllu áfram í 8 daga. Á 5 degi var hann en liggjandi og reyndi ekkert að standa upp svo ég ákvað að gefa honum hafraseiði og hélt kakóinu áfram og við vorum alltaf að skipta um hlíð hjá honum og reyna láta hann standa en það gekk hægt. Bættum svo við Ab mjólk og ég gaf honum smá build up sem er uppbyggjadi og fullt af vitamínum og reittum gras fyrir hann og gáfum honum reglulega og á 8 degi var hann loks farinn að standa og aðeins brölta um svo á níunda degi sprautaði ég hann einu sinni en og sleppti honum svo út og viti menn hann er allur að koma til byrjaður að borða og jórtra svo þetta hafðist við náðum að bjarga honum. ![]() Þetta er sæðishrútur undan Ýr og Vetur. Haldiði að eftir að þessi mynd var tekinn hafi hann verið afvelta daginn eftir í túninu og ég fann hann steindauðan. Alveg ömulegt og auðvitað eru það alltaf lömbin sem við höfum áhuga á og erum með væntingar til sem þurfa að drepast. ![]() Hér er einn rosalegur undan Gló veturgömul og Máv. Gló er Saums dóttir. ![]() Þrílembingur undan Sölku sem gengur undir Frenju. ![]() Undan Frenju og Zorró . Fæddur tvílembingur hitt kom dautt. ![]() Freyja og Eldibrandur hans Sigga svo góðir vinir. ![]() Hænurnar hjá Freyju og Bóa. Þetta er haninn Marteinn. ![]() Gersemi með gimbur unda Dóru og Saum og svo sína undan Kalda sæðishrút. ![]() Tala með gimbrina sína undan Ísak. ![]() Hosa með lömbin sín. ![]() Hér sést Mávahlíðar fjaran. Það er orðið svo vinsælt meðal túrrista að stoppa þarna niður í fjöru að það er alltaf stappað þarna af bílum og mikil traffic. ![]() Við erum búnað vera mjög dugleg að fara á hestbak og fórum með hestana inn í Tröð hjá Herði. Ég er mjög ánægð því mér finnst æðislegt að fara í reiðtúr inn í sveit það eru svo margar leiðir í boði. jæja það er svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is