Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
12.09.2016 23:52Biðin senn á endaJæja það er nú farið að vera mikill fiðringur í maganum núna að bíða eftir að fara smala og nú styttist þetta óðum bara 3 til 4 dagar til stefnu að fara smala Höfðann og hlíðina svo verður farið upp á Mávahlíð,Fögruhlið og upp í Svarbakafell á laugardaginn. Ú get ekki beðið en vona að veðurguðirnir verði með okkur og gefi okkur smá af þessu góða veðri sem hefur verið núna undan farið það væri æðislegt ![]() ![]() Jæja fór loksins rúnt í dag og sá hér sömu og seinast Fíónu og Vofu með lömbin sín. Ég er nefnilega búnað vera inni lokuð að þrífa fjárhúsin og svo mála og fékk svo heiftarlegt mígreniskast út frá vöðvabólgu frá því að mála og allt og lá í 3 daga veik. Núna er ég svo þakklát fyrir að vera með heilsu að ég svíf og þetta verður til þess að við eigum öll að hugsa þegar við vöknum að við eigum að vera óskaplega þakklát fyrir að vera heilbrigð og getað notið þess að lifa verkjalaust ef við getum það þá þurfum við ekkert að vera ergja okkur á öðru í lífinu sem getur farið í taugarnar á okkur því nú er að fara koma réttir og þá verða allir glaðir ![]() gleymi stundum hvað heilsan skiptir miklu máli og þá er gott að fá svona spark með veikindum og minna sig á hvað skiptir máli í lífinu. En allavega þá er það rollur og lömb sem er mjög spennandi núna og þetta er alveg að fara bresta á. Svo nú er bara rúnta og skoða og bíða eftir að dagarnir líði. ![]() Ísbrá hennar Jóhönnu með gimbrina sína. ![]() Þrílembingar undan Drífu og Zorró en ganga 2 undir. ![]() Hrúturinn. ![]() Rauðhetta með hrútana sína. ![]() Hexía var geld gemlingur og hér er hún orðin svo flott kind. Hún er unda Hosu og Korra. ![]() Fallegur hrúturinn hjá Æsu undan Drjóla. ![]() Hrúturinn hennar Brimkló hann var tekinn heim sem lamb því hann var svo svakalega stór að hann ætlaði aldrei að geta komist á lappir. Gimbrin á móti honum var griðalega stór og var afturfótafæðing og lifði ekki af. Það verður spennandi að sjá hvort hann haldi þessum sverleika sem hann hafði sem lamb. Hann er undan Ísak. ![]() Eik með hrútana sína. ![]() Dalrós með lömbin sín undan Saum sæðishrút. ![]() Hef ekki séð þessar fyrr en núna í allt sumar. Þetta er Magga Lóa með svarflekkóttan hrút undan Mugison og Möna Lísa með svörtu lömbin sín undan Drjóla. Úff svo spennandi þetta verður svo gaman við erum búnað fá tíma í stigun það verður stigað hjá okkur Mánudaginn 19 sept. Svo það er pressa að ná öllu um helgina heim. Hrútasýning veturgamla verður svo á föstudaginn seinni partinn á Hömrum hjá Bárði og Dóru þann 23 sept tímasetning ekki alveg komin á hreint. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum rúnti. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is