Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.10.2016 22:39

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2016

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2016 var haldinn vestan girðingar 
hjá Heiðu og Júlla á Gaul. Lárus Birgisson og Jón Viðar Jónmundarson voru dómarar.
Þar voru mættir til leiks 17 mislitir , 9 kollóttir og 29 hyrndir.
Þessum hrútum var svo raðað upp eftir flokkum og úr þeim valdir 5 efstu í uppröðun
og svo keppa þeir við þá efstu sem verða sunnan girðingar.
Sýningin hófst klukkan 13:00 á Gaul og lauk um 16:30
Það var vel mætt og að uppröðun lokinni var boðið upp á súpu
frá Heiðu sem var alveg rosalega góð og vakti mikla lukku ásamt nýbökuðu brauði.
Þetta var skemmtileg sýning og frábær aðstaða í flottum fjárhúsum á Gaul.
Golsótti hrúturinn okkar vakti mikla eftirtekt vegna litarins því hann er ekki bara
golsóttur heldur er hann botnóttur líka svo hann er golsubotnóttur
hann fór í uppröðun af 5 mislitu hrútunum. 
Í hvítu hyrndu fór Saum sonurinn hans Sigga í 5 uppröðun.
Sunnan girðingar mættu 5 mislitir, 4 kollóttir og 15 hyrndir. 
Í heildina voru 22 mislitir, 13 kollóttir og 44 hyrndir.
Bæði vestan og sunnan girðingar.
Sýningin hófst kl 20:30 í Haukatungu Syðri 2 hjá Ásbyrni og Helgu.
Þar var byrjað á því að skoða hrútana og raða upp.
Að því loknu bauðu Ásbjörn og Helga upp á kaffi og kökur
í hlýlega og glæsilega fjárhúsinu þeirra.
Á meðan fóru Jón Viðar og Lárus afsíðis að bera saman hrútana og finna
nýjan héraðsmeistar 2016.
Ég fór með verðlaun fyrir hönd Fjárræktarfélagsins Búa á sýninguna en það var
mynd sem ég teiknaði af hrút og setti það í bleikt skraut í tilefni bleiku slaufunar.
Seinni sýningunni lauk svo um hálf 12. Þetta var mjög skemmtilegur dagur og 
frábær sýning á báðum stöðum. Ég tók stuttlega sögu af deginum saman
sem þið getið skoðað hér ásamt myndum sem eru í mynda albúmi.

Héraðsmeistarinn 2016 er Garra sonur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2.

Héraðsmeistarinn 2016.
Griðalega fallegt lamb og með frábæran blett á afturfót. Faðir Garri.

53 kg 112 fótl 37 ómv 2,7 ómf 5 lag

8 9 8,5 10 9 18,5 7,5 8 9 alls 87,5 stig

Í öðru sæti var hrútur frá Dalsmynni. Faðir Tangi

57 kg 111 fótl 34 ómv 4,3 ómf 4,5 lag

8 8,5 8,5 9,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig


Held að þetta sé hrúturinn frá Dalsmynni sem var í öðru sæti sem er með svarta teypið.

Í þriðja sæti var svo hrútur frá Helgu og Ásbyrni Haukatungu Syðri 2. Faðir Stefán

54 kg 108 fótl 33 ómv 4,3 ómf 5 lag

8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8,5 87 stig.


Hér er mynd af honum.


Hér má sjá hvitu hyrndu hrútana fyrir vestan girðingu.

Og hér eru fleiri í þeim hóp.

Þessi ungi framtíðarbóndi og ef ekki ráðanautur gaf dómurunum ekkert eftir í að 
skoða hrútana. Þetta er hann Baldur sonur Arnars og Elísabetu Kálfárvöllum.

Þessir fjórir voru í uppröðun ásamt Sigga hrút sem er Saum sonur.

Hér er hann á endanum sem Eyberg heldur í . Sem sagt það var hérna vestan girðingar
voru 5 í uppröðun og það var frá Heiðu á Gaul, Arnari á Kálfárvöllum, Fáskrúðabakka
og ég veit ekki alveg hver hinn er.

Flottur Kölska sonur frá Arnari og Elísarbetu Kálfárvöllum.

Þessi var í uppröðun líka og er frá Fáskrúðarbakka. Flottur hrútur.

Þessi var gríðarlega fallegur hann er frá Heiðu á Gaul og er undan Kalda.

Hvítu hyrndu sunnan girðingar.

Hvítu hyrndu sunnan girðingar.

Fimm efstu í uppröðun sunnan girðingar.

Besti kollótti hrúturinn 2016 var frá Dalsmynni. Faðir Stöðvar

54 kg 107 fótl 33 ómv 5,4 ómf 4,5 lag

8 8,5 8,5 9 8,5 18 9 8 8,5 alls 86 stig


Hér er hann mjög fallegur hrútur frá Dalsmynni.

Í öðru sæti var hrútur frá Bjarnarhöfn. Faðir Deddi

54 kg 110 fótl 30 ómv 4,8 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 8 alls 87 stig.

Í þriðja sæti var hrútur frá Hraunhálsi. Faðir Kópur

44 kg 107 fótl 34 ómv 3,5 ómf 4 lag

8 9 9 9 9 18,5 7,5 8 8 alls 86 stig.


Kollóttu fyrir vestan girðingu á Gaul.

Fimm efstu í uppröðun vestan girðingar. 1 frá Eyberg og Laugu Hraunhálsi. 3 frá 
Hjarðafelli og einn frá Bjarnarhöfn.

Litli Baldur var orðinn ansi þreyttur á Gaul í restina og fékk sér smá lúr hjá afa sínum.

Kollóttu hrútarnir í uppröðun sunnan girðingar þeir voru alls 4 til keppni þar.
Þrír frá Ásbyrni og Helgu og einn frá Dalsmynni.

Þessi unga dama var yngsti bóndinn á sýningunni og stal alveg senunni með fallega
brosinu og gleðinni sem geislaði af henni á Haukatungu seinni hluta sýningarinnar.

Besti misliti lambhrútur 2016 var frá Haukatungu Syðri 2. Faðir Kúði

39 kg 106 fótl 32 ómv 2,0 ómf 5 lag

8 8,5 9 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 87,5 stig


Hér er hann besti misliti lambhrúturinn 2016 frá Helgu og Ásbyrni Haukatungu Syðri 2.

í öðru sæti var svarflekkóttur hrútur frá Eggjarti á Hofstöðum. Faðir Slutti

54 kg 112 fótl 35 ómv 3,3 ómf 4 lag

8 9 8,5 9 9,5 19 7,5 8 8,5 alls 87 stig

Í þriðja sæti var hrútur frá Hraunhálsi sem Ásbjörn keypti af þeim. Faðir Kópur

45 kg 107 fótl 30 ómv 4,5 ómf 4 lag

8 9 9 9 9,5 18 8,5 8 8 alls 87 stig.


Hér er sá sem var í þriðja sæti en ég náði ekki mynd af öðru sætinu.


Hérna sést í flekkótta hrútinn sem var í öðru sæti ásamt hinum mislitu vestan girðingar.

Allar útgáfur af litum.

Skemmtilega margir mislitir þeir voru 17 vestan girðingar.

Hérna eru 5 í uppröðun vestan girðingar. Svarflekkóttur frá Hofstöðum, Svartur frá
Óttari Blómsturvöllum. Botnugolsóttur frá Mávahlíð. Svartur frá Fáskrúðabakka og 
svartur frá Laugu Hraunhálsi.

Hér er svo mynd af honum botnugolsa mínum.

Mislitu sunnan girðingar. Þeir voru alls 5. Þrír frá Ásbyrni og einn frá Hraunhálsi og 
einn frá Kristbyrni.

Flottir hrútar hér á ferð.

Eyberg og Lauga komu með skemmtilegan grip í keppni með mislitu hrútunum en það
var ferhyrndur hrútur sem þið sjáið hér.

Vígalegur hrútur hér hjá þeim.

Aðeins meiri nærmynd af honum.

Það voru svo einnig veitt verðlaun fyrir afurðarhæðstu 5 vetra ærnar.

Í fyrsta sæti var ær nr 11-194 frá Hjarðarfelli með 114 í einkunn.

Gerð 104 fita 116 frjósemi 110 Mjólkurlagni 110

Móðir Stólpa sem vann héraðssýningu 2013 og verður á sæðingarstöð næsta vetur.

Í öðru sæti var ær nr 11-301 frá Mýrdal með 113,8 í einkunn.

Gerð 93 fita 112 frjósemi 121 Mjólkurlagni 118. 

Er undan Kára heimahrút sem var undan Kalda 03-989.

Í þriðja sæti var ær nr 11-302 frá Mýrdal með 113,2 í einkunn.

Gerð 102 fita 107 frjósemi 114 Mjólkurlagni 121. 

Er líka undan Kára heimahrút undan Kalda 03-989.


Hér eru þau vinningshafarnir fyrir afurðarhæðstu 5 vetra ærnar.

Hér er Ragnar á Kverná, Óttar Blómsturvöllum og Hallur á Naustum.

Elísabet með Bald sem var svo duglegur að mæta á báðar sýningarnar og var svo 
áhugasamur en leiddist að bíða eftir úrslitum og fékk sér lúr á báðum sýningunum
enda erfitt að vera svona lítill og vaka allann daginn.

Hér var hann Baldur í röð með mömmu sinni að fara skoða hrútana.

Svona endaði svo kvöldið hjá litla bóndanum alveg búin á því búnað dæma í allann dag.
Það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni hann verður örugglega
án efa stórkostlegur fjárbóndi.

Þessar mæðgur Hildur og Elva frá Hellissandi fylgdust spenntar með.

Mamma mætti með stelpurnar mínar að sjá hrútana á Gaul.

Stelpurnar skemmtu sér vel við að búa til engla í hlöðunni á Gaul.
Hér er Sveina dóttir Hlédísar og vínkona hennar.

Kristinn bæjarstjóri kom og kíkti en aðeins of seint þá var sýningin búinn á Gaul en
hann náði þó spjalli við Lárus.

Hér er Ásbjörn að veita Helgu verðlaunin fyrir besta mislita hrútinn 2016.

Hér veitir Lárus svo Ásbyrni Farandsskjöldinn fyrir besta lambhrút Snæfellinga 2016.

Hér eru þau hjónin Ásbjörn og Helga Haukatungu Syðri 2 með skjöldinn.
Ég óska þeim innilega til hamingju með alla flottu hrútana sína og öllum hinum
verðlaunahöfunum. Takk fyrir frábæra sýningu og skemmtilegan dag.

Það eru svo fleiri myndir sýningunni hér inn í albúmi.






Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar