Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
04.12.2016 09:43Rollurnar teknar inn og rúningur.![]() Við erum löngu búnað smala rollunum heim en það vantaði 5 stykki sem við erum búnað vera leita af á hverjum degi. Við erum búnað vera gefa þessum á kvöldin og hafðar inni en svo settar út yfir daginn þangað til það verður tekið af þeim. ![]() Okkur til allra hamingju þá fundum við þessar fimm sem okkur vantaði. Eina frá Sigga og fjórar frá okkur. Þær voru að fela sig einhverstaðar inn í Búlandshöfða og ég var búnað keyra daglega að gá af þeim og við vorum að gera okkur klár að fara ganga upp á Höfða til að fara leita af þeim en þá sáum við þær fyrir neðan veg fyrir ofan Búlandið. Við vorum afskaplega fegin að finna þær og rákum þær út á Tungu. Hér er Siggi að ganga á eftir þeim í Búlandshöfðanum. ![]() Hér eru þær komnar áleiðis og eru að nálgast Mávahlíðarhelluna. Fjallið sem sést hér í fjarska er Ólafsvíkur Enni. ![]() Hér er ég búnað sortera litina fyrir rúninginn. ![]() Gummi klippari mættur til okkar að rýja. Ég var fyrst bara ein að draga í hann og ég átti fullt í fangi með að draga þessar stóru sem eru allar þyngri en ég en það hafðist á endanum. Svo sem betur fer kom Bói mér til aðstoðar. ![]() Það fer vel um þær í fanginu á Gumma. ![]() Jóhanna á hleranum. ![]() Bói mættur á svæðið. ![]() Hér er búið að snyrta allar og gefa þeim á garðann og þær alveg alsælar. Nú er spennandi tími framundan að fara dekra við þær og leggja höfuð í bleyti yfir að raða þeim í hrútana og velja sæðis hrútana. ![]() Hér eru stóru hrútanir okkar Zorró er að fara á annan vetur. ![]() Mávur Blika sonur er líka að fara á annan vetur og hann er að fara í afkvæmarannsókn hjá Heiðu á Gaul. ![]() Ísak Tvinna sonur er líka á öðrum vetri og er að fara í afkvæmarannsókn líka hjá Heiðu á Gaul. Það er mikill heiður og verður spennandi að sjá hvernig það kemur út. ![]() Þetta er nú alveg yndislegt veður sem er hjá okkur núna í desember. Ég man ekki eftir eins hlýjum vetri eins og er búið að vera núna í ár. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is