Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
31.12.2016 03:26Gleðileg jól og farsælt komandi ár.![]() Kæru vinir Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum kærlega fyrir heimsóknirnar og kommenntin á liðnu ári og vonum að þið haldið áfram samfylgninni á nýju ári. Mér finnst líka bara svo frábært að fá heimsóknir og kommennt inn á síðuna það gerir bloggið svo miklu meira spennandi og skemmtilegra og gefur manni innblástur að blogga meira. Takk kærlega fyrir það kæru vinir og megi gleði og hamingja umvefja ykkur yfir hátíðarnar. Við höfum haft það frábært yfir jólin haft nóg að gera í fjárhúsunum. Ég sá mest megnis um að hleypa til sjálf og við gerum það upp á gamla mátann og leitum með hrút og svo leiðum við ærnar í einn og einn hrút. 3 daga í röð voru 10 til 12 að ganga og það tók dágóðan tíma og ég nota líka svolítið mikið af hrútum miðað við fjölda he he en það er bara svo gaman að sjá hvað þeir gefa og spá og speklura í ræktuninni og hvað passar best saman. En ég þakka þó fyrir að það var vont veður og bræla hjá Emil manninum mínum og þá gat ég notið nærveru hans og hjálpar við tilhleypingarnar því áður en hann kom til hjálpar voru dagarnir langir og erfiðir. Því mikið átti eftir að gera heima líka í undirbúning fyrir jólin og sinna 3 orkuboltum sem vilja alla athygli þegar maður kemur heim. ![]() En þau bræða mann alveg með brosinu og góðmennskunni sinni þessir englar og hafa alveg ótrúlega þolinmæði fyrir að mamma sé alltaf í fjárhúsunum. ![]() Áttum æðislegan aðfangadag í faðmi fjölskyldunnar. Það eru svo fleiri myndir af jólunum hér inn í albúmi. Jólakveðja fjölskyldan Stekkjarholti 6 Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is