Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
07.02.2017 20:14Gamlar greinar úr Morgunblaðinu um sveitalífið í MávahlíðSvona birtist greinin í heild sinni inn á Mbl og ég fékk sendan textan í tölvupósti hjá Magga bróðir einu sinni og langaði til að koma þessu fallega fyrir hér inn á síðunni. Mér þykir óskaplega vænt um þessa grein og gaman er að lesa hana. Hún er síðan 1984. Heimsins mesta hnossgæti Þessi vísa er orðin yfir 300 ára gömul og var ort vegna heimasætu sem þá var í Mávahlíð í Fróðárhreppi. Þessari stúlku kvæntist síðar maður að nafni Gísli Jónsson. Margrét þessi lést árið 1710. Til minningar um hana gaf Gísli Fróðárkirkju prédikunarstól. Fróðárkirkja var lögð niður árið 1892. Þá var stólinn settur upp í kirkjunni í Ólafsvík. Er hann nú í nýlegri kirkju Ólafsvíkinga og þykir hinn merkasti gripur. Hér
fær þvotturinn á snúrunni að kenna á rebba.
Þarna og á fjallinu uppaf,
gengur Mávahlíðarféð. Skammt niður af bænum, í átt til
vesturs er stórt vatn, Mávahlíðarvaðall. Í hann fellur Holtsá og síðar Hrísá
áður en vaðalinn tengist sjó í Tunguósi. Þar er Ábótapollur. Þar drukknaði
Gísli Jónsson sá er forðum hlaut Margréti og Mávahlíð. Nafnið ber pytturinn
vegna þess að þar drukknaði fyrr Ögmundur Kálfsson fyrsti ábóti
Helgafellsklausturs. Þjóðleiðin utan af nesinu lá yfir Tunguósinn og yfir
Mávahlíðarrif til Búlandshöfða. Utan við rifið er Breiðafjörður og ör skammt
til gjöfulla miða. Velja má báta á grynnstu miðum af veginum ofan við
Mávahlíðarbæinn Í Mávahlíð búa bræðurnir Þorsteinn
og Leifur Ágústssynir ásamt Huldu Magnúsdóttur, konu Leifs og þrem börnum
þeirra. Að auki eiga þeir bræður jarðirnar Fögruhlíð og Kötluholt og hafa á
jörðunum á fimmta hundrað fjár. Og þetta eru ekki neinar skjátur eins og áður sagði. Kynbætur fjárins hafa þeir stundað af kappi . Kunnugir telja að í Mávahlíð sé nú eitt allra besta fjárbú á landinu. Hver einasta ær er hof sem hrútsmóðir. Allmargir hrútar hafa verið keyptir frá Mávahlíð á sæðingarstöðvar víða um land og margir eru seldir árlega til bænda á Snæfellsnesi. Ýmsir frammámanna í sauðfjárrækt, bændur og áhugamenn gera sér ferð hingað til að skoða hjörðina. Í stofu hangir verðlaunaskjöldur Búnaðarsambandsins, farandgripur veittur eiganda besta hrúts á héraðssýningu. Hlutu þeir gripinn haustið 1980 fyrir hrútinn Þorra sem síðar fór á sæðingarstöð. Gárungarnir segja að þeir hafi hlotið skjöldinn þrátt fyrir þá meginnáttúru þess grips að lenda hjá trúföstum framsóknarmönnum. Nú á, eftir fáeinar vikur að keppa um skjöldinn að nýju.
meðal þeirra allra bestu á búinu.
Leifur á Mávahlíð er
"náttúrubarn" eins og sagt er um þá sem næmir eru fyrir umhverfinu og lesa
táknmál úr hverju hljóði, þögn og hreyfingu dýralífsins. Hann er snjall
veiðimaður á allt það sem hann fýsir og er refaskytta góð. Við Björn
Guðmundsson höfum séð tófuyrðling á vappi í Mávahlíð. Við ákváðum að skreppa í
heimsókn og fá að taka myndir. Af þessu varð í byrjun september. Vegna
verkfalla erum við svona seint á ferð með árangurinn. Týra og Rebbi það er aldrei friður Týra og rebbi Augnabliks hlé.
Ágúst hefir engar vöflur á. Ágúst litli losar bleikju úr netinu. Handan Vaðalsins er Kötluhol. Næstu bæir fjær eru Tunga og Hrísar. Í Hrísum býr Þorgils Þorgilsson, landsþekktur áhugamaður um veðurfar, ásamt Hermanni bróður sínum. Hrútarnir hafa dreift sér og eru fáir þeirra nálægt bæ. Ég spyr Leif um höldin í vor. Hann segir höldin hafa verið góð en stundum fleira tvílembt. Það voru um 75%. Undanfarin ár hafa fengið 26-27 kg eftir fóðraða kind en væri meira ef gemlingar væru látnir fá fang. Fóðrið er fyrst og fremst taða en kjarnfóðurgjöf er lítil sem engin nema rétt á vorin. Það er vorgott í hlíðinni og ánum því sleppt fljótt eftir burð í sæmilegu tíðarfari. Varðandi ræktunina segir Leifur að með endurteknum sæðingum og rækilegu vali hafi þetta þróast. Menn mega ekki halda að nú þurfi þeir ekki að fá meira að því féð sé það gott. Afturkippurinn sé fljótur að koma ef þessa sé ekki gætt. Valið verði líka að vera strangt. " Þar höfum við nú ekki staðið einir" segir Leifur. "Leifur Jóhannesson fyrrum héraðsráðunautur nú nýráðin forstöðumaður Stofnlánadeildar landbúnaðarins vann hér gott starf og var óþreytandi að koma að velja lömbin með bændunum. Við söknum hans héðan úr héraðinu. Hann er sennilega einn sá gleggsti á landinu" Við rekum fáeina hrúta á undan
okkur. Björn ljósmyndari tapar af þegar rebbi hoppar á bak einum hrútnum og
sest þar . Hrissi lætur sér vel líka og stansar. Leifur segir að rebbi geri
þetta stundum við hrútana og lömbin. Ærnar kæra sig ekki um þetta. Þær eru
varar um sig. Við höldum nú til bæjar og þiggjum kaffi. Lengi megum við ekki
dvelja við það því við ætlum að koma við í Fögruhlíð, en þar segir Leifur besta
hrútinn þeirra vera á túni. Það fer að bregða birtu þegar Björn
tekur myndir af síðasta hrútnum, Vini Vinssyni. Hann leyfir okkur að ganga að
sér þukla og skoða en er hálferfiður við að sitja vel fyrir. Þessi Hrútur er
ekkert nema vöðvar. Jafnvel Jón Páll gæti verið montinn af þessum vöðvum. Vinur
er fjögurra vetra og gefur afbragðs afkvæmi segja þeir bræður. Þegar hann var
tveggja vetra vó hann 125 kg. Brjóstmál mældist þá 120 sm, spjald 27 sm og
fótleggur 125 mm. Við þuklum og strjúkum. Birtu
bregður enn frekar. Mál er að þakka fyrir og halda heim. Vinur þuklaður einu
sinni enn og í hug kemur hrútsvísa Háks: Flettingar í dag: 490 Gestir í dag: 42 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188679 Samtals gestir: 69645 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:17:20 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is