Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

08.02.2017 08:46

Ótitlað

MORGUNBLAÐIÐ'17 október 1998

LANDIÐ



FJALLIÐ Mýrarhyrna gnæfír yfír bæínn Mýrar við 
Grundarfjörð. Stallarnir í fjallinu sjást vel

Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson

SUMARIÐ 1997 lentu all-

margar kindur í dauða-

gildrum þeim sem eru í

hamrastöllum         fjallsins

Mýrarhyrnu við Grundarfjörð.

Þeirra á meðal var ærin Gletta frá

Mávahlíð með lömbin sín tvö, hrút

og gimbur, sem voru frekar síðbor-

in. Svo hagar til, að auðvelt er að

fylgjast með í sjónauka hvað kind-

unum líður þótt ógerlegt sé talið að

koma þeim til bjargar.

Hillurnar í fjallinu eru allstórar

og grasi vaxnar og eru í 3^400 m

hæð. Sú skæðasta þeirra heitir

Sauðgirðingar og hefur fjöldi fjár

borið þar beinin eða hrapað fram af

hengifluginu. Hér verður reynt að

segja sögu Glettu og lamba hennar

eins og hún kom fyrir augu manna

neðan af jafnsléttu.

Gletta kemur í fjallið

Hún hafði komið bítandi austur

yfir fjöllin og fór fram Mýrarhyrn-

una ofanverða eftir að hún var

komin fyrir Lárdalsbotninn. Þarna

var allgóður nýgræðingur og fór

vaxandi þegar kom yfir koll fjalls-

isn og í Mýrarhyrnuna austan-

verða. Það var svo einn fagran

sumardag að Gletta kom auga á

hinn girnilega gróður á stallinum

Sauðgirðingum. Það þurfti ekki

annað en að hoppa dáh'tið niðurávið

til þess að fara niður á gróðurhill-

una. Ærin lét sig "gossa" niður og

lömbin fylgdu á eftir. Var nú um

alllangan tíma nóg til beitar af safa-

ríkum nýgræðingi. Ekki grunaði

Glettu að dauðinn væri glottandi á

næsta leiti.

Það voru fleiri ær en Gletta sem

féllu fyrir freistingunni og lentu

niður í Sauðgirðingarnar. Fyrr en

varði voru þær orðnar á annan tug.

Lengi vel var þó næg beit, því

Sauðgirðingarnar eru nokkur

hundruð metrar á lengd. Þó var svo

komið í byrjun september, að búið

var að velja allt það besta. Þá fóru

kindurnar að teygja sig í gróður-

toppana sem voru á ystu brúnun-

um, Hröpuðu þær þá, ein og ein.

Leið svo fram eftir hausti.

Gletta hrapar

í nóvemberlok var mjög farið að

sneiðast um beit þar sem kindurnar

voru. Þær voru þó ekki farnar að

tapa holdum neitt að ráði, því beitin

var kjarnmikil, sú er var. En einn

kaldan morgun, fyrir birtingu, þeg-

ar féð var komið á beit, teygði

Gletta gamla sig of langt eftir gras-

toppi á klettabrúninni. Hún missti

jafnvægið og hrapaði. Fallið var

tugir metra. Þar með var hún dauð.

Saga af

systkinum

í sjálfheldu

Víða háttar svo til í sveitum að kindur

geta lent í sjálfheldu í fjalllendi. Oft

verður engri aðstoð við komið. Hér segir

Helgi Kristjánsson, fréttaritari Morgun-

blaðsins í Ólafsvík, sögu af þeim systkinum

Utigöngukollu og Harðakolli og dvöl

þeirra í Mýrarhyrnu við Grundarfjörð.

RAGNAR og Leifur Ágústssynir með Útigöngukollu,

Harðakoll og lambið.

Lömbin sáu ekki þegar ærin

steyptist fram af, en þegar þau

söknuðu hennar, þá trylltist

gimbrin. Hún var mikil "mömmu-

stelpa". Hún æddi nú um klettahill-

una, jarmandi með hrússa bróður á

eftir sér. Þær fáu kindur aðrar sem

eftir voru þarna virtu lömbin ekki

viðhts en héldu áfram að krafsa

gróður upp úr nýföllnum snjó. En

þá kom gimbrin auga á einstigi sem

lá upp úr Sauðgirðingunum. Hún

tók undir sig stökk og fetaði sig

upp á brúnina fyrir ofan. Hrússi

litli fylgdi á eftir. Nú voru þau laus

úr mestu sjálfheldunni en voru orð-

in móðurlaus. Hinar kindurnar í

Sauðgirðingunum veittu fór þeira

enga athygli. Þær biðu því áfram

dauða síns.

Ekki höfðu lömbin lengi verið á

betri haga þegar þau tóku bata-

kipp, enda voru nú um sinn góð

veður. Þá gerðist það í einni tungl-

fyllingunni að frumhvatirnar losn-

uðu úr læðingi svo að gimbrin

beiddi. Hrússi gerði eins og eðlið

bauð. I heila tvo sólarhringa sinntu

þau varla öðru en þessari nýju upp-

götvun. Samband þeirra og tengsl

voru nú orðin órjúfanleg.

Að lifa af vetur

Tíðarfarið var fremur gott og

snjóa festi ekki að ráði. Það voru

þó nokkrar umhleypingar með

bleytu og éljum á víxl. En lömbin

fundu sér skjól. Þau komust líka

upp á lag með að fara fyrir

fjallsöxlina eftir því hvernig vindur

blés. Skammdegið leið vandræða-

lítið og beitin var ennþá nokkuð

kjarngóð. Einu lífverurnar sem

þau urðu vör við þessar vikurnar

voru hrafnar og refir sem sóttu í

hræ kindanna sem áður voru félag-

ar þeirra í Sauðgirðingunum en

voru nú fallnar eða hrapaðar. Vest-

an við fjallsöxina höfðu þau sólskin

stund úr degi þegar bjart var í

veðri.

En nú var beitin að léttast,

einmitt þegar gimbrin þarfnaðist

meira fóðurs vegna þess að hún var

lambfull. Oft var líka erfitt að ná til

jarðar vegna snjóa og ísingar enda

voru þau í 3-400 m hæð og veðra-

samt þar uppi. Þau voru því orðin

fremur kviðlítil og farin að þynnast

á bakið. Því var dýrmætt fyrir þau

að geta fært sig vel til eftir veðri.

Dagarnir lengdust og þrátt fyrir

allt fór nú að ganga betur.

Nýtt líf fæðist á fjallinu

Nú var komið fram undir páska

sem voru um 10. apríl. Það voru

góð veður og þörf á. í dymbilvik-

unni vildi hún vera meira ein, enda

tók hún þá sóttina og bar. Þetta var

erfiður burður fyrir hana því hún

var ekki þroskamikil eins og gefur

að skUja. En snjóhvítur hrútur

fæddist, nauðalíkur foreldrum sín-

um, enda afkvæmi tvíburasystkina.

Lambið brölti strax á fætur og

komst á spenann. Veðrið var gott

þegar gimbrin bar og lambið var

orðið vel sprækt þegar páskahretið

kom. Þá gerði kaldan byl og varð

alsnjóa á fjallinu. Lífið nýja var

hinsvegar harðgert og hrússi litli

lék sér í snjónum. Hann fékk næga

mjólk og umhýggju þó móðirinn

væri hvorki stór né holdug.

Hretin liðu hjá og vorið gekk í

garð. Beitin var orðin mjög léleg en

bót var í máli að það varð vel heitt á

fjallinu þegar sólin skein. Það var

greinilegt að kindurnar myndu lifa

af ásamt nýja lambinu. Allan vetur-

inn höfðu menn fylgst með þeim á

fjallinu dag frá degi með sjónauka.

Þeir höfðu meira að segja getað séð

lambið leika sér. Það var þó allt

ófært til að nálgast þær. Það varð

að bíða lengur fram á vorið. Það

þurfti líka að sæta lagi með hvar

þær væru, því við styggð færu þær

líklega aftur niður í stallana til að

forðast mennina. Brátt var þó

skipulagður leiðangur.

Tvær ferðir misheppnast

Dag einn í lok maí virtust kind-

urnar liggja vel við höggi. Gerður

var út leiðangur fjögurra manna.

Þeir voru Ólafur á Mýrum, Leifur í

Mávahlíð og svo tveir menn frá

Morgunblaðinu, blaðamaður og

ljósmyndari. Vetrarvist kindanna á

fjallinu þótti fréttnæm og menn

vildu fylgjast með og ná góðum

myndum. Farið var í blíðskapar-

veðri, gengið inn Lárdalinn og upp

úr dalbotninum upp í fjallið og svo

fram Mýrarhyrnuna. Þetta er

meira en klukkustundar ganga.

Ferð þessi varð þó til einskis, því

kindurnar urðu varar við mennina.

Fóru þær óðara fyrir fjallsöxina og

létu sig hverfa niður í stallana svo

ekki var hægt neitt við að eiga.

Viku síðar voru þær aftur komnar

vesturfyrir og í færi. Enn fóru þeir

Olafur og Leifur en allt fór á sömu

leið. Það eitt sáu þeir að kindurnar

voru prýðilega haldnar.

Utigöngukolla og

Harðikollur nást

Dag einn um miðjan júní sáu

menn að kindurnar voru komnar úr

sjálfri Mýrarhyrnunni og voru í

fjallinu upp af Lárdalsbotninum.

Var nú gerð úrslitatilraunin til að

handsama villingana. Eftir miklar

eltingar tókst að koma þeim niður á

láglendið og beina þeim í aðhald.

Kom þá í ljós hvaða kindur þetta

voru, lömb ærinnar Glettu frá fyrra

ári ásamt afkvæmi sínu. Ástand

þeirra var mjög gott. Ekki þótti

ráðlegt að sleppa þeim að nýju, því

öruggt mátti telja að þau færu aftur

í sjálfhelduna. Voru þau sett í girð-

ingu í Fögruhlíð til sumardvalar.

Sögulok

Girðingin sem kindurnar voru

settar í er rúmgóð og grasmikil og

þar er aðgangur að túni. Þar voru

nokkrar kindur fyrir. Þau Harði-

kollur og fjölskylda létu hinar kind-

urnar sig lítt varða en héldu sig al-

veg sér efst í girðingunni, næst

fjallinu og komu aldrei á túnið. Það

þótti við hæfi að ná þeim inn til

rúnings og taka um leið myndir af

þessum útlögum. Voru kindurnar

rúnar skömmu eftir að þær náðust

en ver fór með myndatökuna í það

skiptið. Þær voru nefnilega ekki á

því að fylgja hinum kindunum í hús.

Náðust þau systkinin ekki fyrr en

ofan í ófærum skurði og útlitið

þannig að myndatakan var óhugs-

andi og því geymd þar til nú á dög-

unum þegar fé var rekið inn og tek-

ið úr því til fórgunar. Þá voru þess-

ar söguhetjur okkar vigtaðar.

Harðikollur reyndist vera 73 kg,

Útigöngukolla 51 kg og lambið 31

kg. Það má raunar fullyrða að væn-

leiki þeirra hefði verið mun meiri ef

þau hefðu gengið frjáls í fjalli en

ekki verið þvinguð til að vera á beit

sem þau nýttu sér heldur ekki að

fullu.

Allt tekur enda og svo er líka

með ævintýri systkinanna. Lambið

hlaut algengustu örlög sem sé þau

að vera sent til förgunar enda dálít-

ið bæklað á fótum, líklega vegna

skyldleika foreldranna.  Skrokk-

þungi þess var 17,1 kg. Útigöngu-

kolla fær annað tækifæri og verður

sett á vetur, einnig Harðikollur sem

hefur verið pantaður til notkunar

annarsstaðar. Eru þau bæði hinar

fallegustu kindur eins og sjá má af

myndum þeim sem sögu þessari

fylgja.
Er þá aðeins eftir að geta þess í

sögulok að enn eru komnar kindur í

hinar illræmdu Sauðgirðingar í

Mýrarhyrnu - og byrjaðar að

hrapa.



Rakst hér á aðra grein um að Gylfi í Tungu faðir Sigga hafi einu sinni verið í viðtali yfir
að hafa átt kindur fastar í Mýrarhyrnu. Fannst alveg tilvalið að skrifa þetta upp svo
Siggi gæti lesið þetta ef hann hefur ekki séð þetta áður.

Morgunblaðið þriðjud 18 des 1984 Grundarfjörður.

Sauðfé í sjálfheldu í klettum í Mýrarhyrnu fimm kindur , að minnsta kosti, eru í sjálfheldu
í klettabeltum Mýrarhyrnu við Grundarfjörð.
Þetta er tvílembd ær og veturgömul kind og lamb að auki og talið að sjötta kindin hafi nú bæst við. Óvíst er hvort féð er í hreinu sveltim en nær því öruggt að það fer ekki úr klettunum af sjálfsdáðum. Gylfi Sigurðsson, bóni í Tungu Fróðahreppi, er talinn eiga fjórar kindanna. Hann sagði við fréttaritara að hann hefði fyrst frétt af þessu eftir aðrar göngur.

Þá hefðu aðstæður strax verið orðnar erfiðar. Hann kvaðst hafa rætt við landhelgis-
gæsluna um að skjóta fénu niður úr þyrlu, en vegna mikils kostnaðar hefði hann neyðst til að hverfa frá því ráði um sinn að minnsta kosti.
Hann taldi ekki óhugsandi að síga niður á vaði á mannbroddum að fénu, en ekki treysta menn sér til að skjóta féð frá jafnsléttu. Gylfi sagði að það taki sig sárt að vita af fénu
þarna í bjargarleysi og sjá ekki nein ráð til að leysa úr málinu.

Fréttaritari veit, Gylfi mælir heilt, því að hann er góður fjárhirðir og fer vel með allar skepnur. Ég tek það upp hjá ér að benda á , að ef einhver veit góð ráð, þá er síminn
hjá Gylfa 93-6453.

Mýrarhyrna er alþekkt hættusvæði fyrir fé. Fyrir nokkrum árum var aðalhættusvæðið
girt af, en girðingunni hefur ekki verið haldið við síðan og því er nú svo komið sem raun ber vitni. Helgi.


Hér rakst ég á aðra frá Morgunblaðinu sem Helgi Kristjáns hafði sent inn grein um
Útigangs koll frá Mávahlíð. 28 september 1999.

Á myndinni er Leifur Ágústsson Mávahlíð ásamt sonum sínum Ágústi Óla og
Magnúsi Már með útigöngu koll.

Ólafsvík-Nýlega var smalað úr fjallinu Mýrarhyrnu hópi kinda sem þóttu líklegar til að fara í hin illræmdu klettabelti sem hafa yfirleitt reynst dauðagröf því fé er í þau hefur farið.

Kom þá fram í þessum hópi veturgamall hrútur frá Mávahlíð í Snæfellsbæ í tveimur
reyfum. Við skoðun reyndist þetta vera gemlingur frá fyrra ári og hafði bæði móðurina
og lambið vantað af fjalli og var talið að þau hefðu farist í Mýrarhyrnu ásamt fleira fé.

Þetta er annað árið í röð sem Mávahlíðarbændur heimta útigöngu fé því í fyrra fengu þeir úr Mýrarhyrnu tvær veturgamlar kindur ásamt lambi þeirra.

Það þótti rétt að þessi væni hrútur fengi að taka þátt í hrútasýningu, þar var hann veginn
og mældur svo sem vera ber. Fylgja hér málin á hrútnum svo menn geti séð að hér var
engin skjáta á ferð: Útigöngukollur 1.v.
Þungi 91, brjóstmál 110 cm, spjald 25 cm, leggur 123 mm, vöðvi 32, lögun 4, fita 9.
Samtals gaf þetta 81 stig og 1.verðlaun A.

Kollur stóð sig se sagt með prýði á sýningunni. Engu að síður voru þarna aðrir hrútar betri
og varð það því hlutskipti Kolls að vera leiddur til slátrunar.
Telja verður að hann hafi fallið með sæmd.
Helgi Kristjánsson.

Hér er önnur sem ég rakst á um fé í Mýrarhyrnu. Þetta hefur verið alveg skelfilegt
að rollurnar skildu sækja svona í að fara þarna. Sem betur fer glímum við ekki við
þetta vandamál í dag hjá okkar kindum, þær fara aðeins inn í Búlandshöfða og að
bænum þar og niður í fjöru, sem betur fer hafa þær ekki fikrað sig lengra inneftir.

Rosalega hef ég gaman að því að skoða þessar gömlu greinar og mér finnst alveg
frábært að það sé hægt að fá aðgang að skoða þetta inn á Timarit.is þar fer maður
bara inn og sláir nafn á því sem maður vill finna og fær þá allt upp sem til er af því
efni þar inn á. Vona að þið hafið haft jafn gaman af því að skoða þetta eins og ég.

Spennan orðið magnþrungin hjá mér hann Guðbrandur kemur að sóna á morgun
laugardaginn 11 febrúar.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar