Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
29.07.2017 00:51Útilega í VarmalandUm seinustu helgi gáfumst við upp á að bíða eftir þurrki til að geta farið að heyja og skelltum okkur í útilegu með hjólhýsið upp í Borgarfjörð. Varmaland varð fyrir valinu og Steinar bróðir Emils og fjölskylda hans fóru líka með fellhýsi þangað. Freyja og Bói slóust svo líka með í hópinn og þetta varð frábær helgi. Við fórum upp í Húsafell á laugardeginum og þar fengum við aðeins smjörþefinn af veðrinu sem er búið að vera fyrir norðan og austan, 20 stiga hiti og sól alveg æðislegt. Maður var næstum búnað gleyma að það væri sumar svo leiðinlegt er veðrið búnað vera hjá okkur. Ekki tók svo betra við fyrir vestan það var stormur á laugardag og rigning og allt að fjúka um koll inn í bústað hjá Maju systir í Fróðarhreppnum og það er hásumar júlí hvað er eiginlega að frétta... En jæja það var allvega hárrétt ákvörðun að hætta skoða spánna og bíða eftir þurrk og skella sér burt frá stigvéla nesinu. ![]() Í Varmalandi Freyja, Benóný og Embla gullin okkar. ![]() Skemmtilegur skógur hjá þeim í Varmalandi. ![]() Og fín leiktæki líka. ![]() Embla í skóginum. ![]() Flottar frænkurnar saman Embla og Birgitta. ![]() Kósý í hjólhýsinu að borða og horfa á mynd. ![]() Upp í Húsafelli á hoppu dýnunni. ![]() Skemmtilegt grjót með gati í Húsafelli. ![]() Benóný að prófa. ![]() Og Freyja líka. ![]() Bói að njóta blíðunnar í Húsafelli. ![]() Freyja líka að njóta veðurblíðunar og fylgjast með börnunum leika sér. ![]() Það bættust svo fleiri barnabörn í hópinn dætur Önnu Dísar Sesselja og Vígdís og það var mikil fögnuður hjá þeim að hittast og hér eru þær í skóginum á Varmalandi. ![]() Hér er Birgitta upp í tré það var mjög vinsælt að klifra. ![]() Freyja Naómí. ![]() Alexander töffari mátti ekkert vera að því að horfa í myndavélina he he en náði þessari. ![]() Þessi mynd er alveg æðisleg af þeim. ![]() Fjör á leikvellinum í Húsafelli. Jæja það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is