Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
29.07.2017 01:24Heyskapur og rollurJæja eftir marga daga í spáar rugli kom loksins að því við fengum góða veðrið til okkar og gátum slegið það sem eftir var sem sagt Mávahlíðina, Kötluholt, Hrísar og eitt tún í Tungu. Það byrjaði þó ekki vel það bilaði stóri traktorinn okkar og rúlluvélin stíflaðist svo hrikalega að þeir voru 2 og hálfan tíma að losa stífluna. Svo eftir 5 tíma verk daginn eftir að gera við traktorinn var byrjað aftur og allt gekk vel þangað til næsta ógæfa dundi yfir þá bilaði múavélin. Svo aftur varð að stoppa og sækja aðra gamla rakstravél til að geta haldið áfram daginn eftir. En þetta hafðist þó allta saman og ég afrekaði það að fara og tætla grasið og meira segja í brekkunni í Mávahlíð en það er þó varla segjandi manni frá því að traktorinn var bremsulaus og Dísa panikar svo að hún stigur á kúplinguna og rífur í handbremsuna og ekkert gerist og traktorinn húrrar með mig niður og ég hélt ég myndi deyja úr hræðslu en fattaði fljótt að stiga af kúplingunni og halda áfram í handbremsuna og jæks ég lifði þetta af he he en fór þó ekki aftur í brekkuna og sagði ekki frá þessu fyrr en eftir á he he og fékk svo Sigga til að tætla restina af brekkunni. Ég er auðvitað ekki sú sjóaðasta í þessum traktor málum og hvað þá á bremsulausum í anskotans brekkunum í Mávahlíð ![]() gírnum niður en mér fannst það bara of hratt............ Ég fór svo á plastarann og það gekk smá erfiðlega fyrst að hitta á rúllurnar en hafðist og ég var orðin svo montin að ná þessu og meira segja að geta plastað eina og tekið aðra upp í leiðinni alveg orðin próf í þessu og ætlaði að reyna vera aðeins fljótari og gaf aðeins of mikið í og vá þetta svín virkar, flott held áfram en nei þá skaut ég rúllunni af he he og ég hló svo mikið að ég alveg hugsaði Nei ertu að djóka þú ert hálfviti og ætlaði að vera nógu snögg að redda henni upp aftur svo Emil og Bói myndu ekki sjá hvað ég væri búnað gera he he en nei þeir sáu það og hlógu bara af mér. Siggi kom svo eftir vinnu og leysti mig af enda skotfljótur og reyndur á honum. Svo þetta gat gengið hraðara fyrir sig eftir baslið hjá mér ![]() Ég var svo líka látin raka saman á gömlu rakstrarvélinni og það gekk fínt hjá mér svo ég er búnað fá heil mikla reynslu og æfingu á vélunum loksins og það var bara mjög gaman. ![]() Verið að slá inn í Mávahlíð. Bói er hér á græna traktornum. ![]() Emil er svo á bláa. ![]() Jóhanna að snúa. Svo dugleg í brekkunum í Mávahlíðinni. ![]() Bói að slá í Kötluholti. ![]() Verið að rúlla í Mávahlíðinni og veðrið var dýrlegt logn og 17 stiga hiti. ![]() Jóhanna að snú inn í Hrísum. ![]() Íssól með 2 hrúta undan Ísak. ![]() Hestarnir hafa það gott í Tröð hjá Herði. Þetta er Máni hesturinn minn. ![]() Æsa hans Bóa. ![]() Annar hrúturinn hennar Æsu virðist vera miki minni en Æsa er reyndar einspena og það kom í ljós á sauðburði. ![]() Hinn á móti virkar miklu vænni. Þeir eru undan Ísak. ![]() Elsa með hrút og gimbur undan Zorró. ![]() Hrifla með gimbrar undan Grettir. ![]() Þessi er frá Sigga. ![]() Flottir á litinn hrútarnir hennar Jóhönnu undan Flekk hans Bárðar. ![]() Hérna er Móri hans Sigga veturgamal. ![]() Kaldnasi veturgamall undan Magna. ![]() Zorró og Grettir. Grettir er undan Svört og Máv og er veturgamal. ![]() Askur veturgamal. ![]() Grettir betri mynd af honum. ![]() Drjóli hans Sigga stillti sér svo einstaklega vel upp fyrir mig. Hann er undan Hæng. ![]() Svört hans Sigga var þrílembd í vor en gengur bara með eitt því hún er einspena. ![]() Hér er gimbrin sem gengur undir henni og hún er undan Máv. ![]() Dollý hans Sigga. ![]() Svana með hrútana sína undan Máv. ![]() Hér er svo Skuld dóttir Svönu og Kölska veturgömul með lömbin sín undan Ask. ![]() Siggi að plasta í Mávahlíð. ![]() Við nutum okkar í botn í góða veðrinu sem var á miðvikudaginn alveg logn inn í sveit að degi til það gerist ekki oft. Við vorum líka svo heppin að fá að eyða því í Mávahlíð því eigendurnir voru ekki viðstaddir svo við vorum aðeins frjálsari. ![]() Krakkarnir að vaða í vaðlinum. ![]() Elska þetta útsýni og já ég veit ég er búnað segja þetta hundrað sinnum en fæ aldrei nóg af því. ![]() Embla Marína. ![]() Fengum okkur fjallgöngu upp á Hofatjörn sem er fyrir ofan Kötluholt og fórum að veiða síli það var alveg yndislegt það var svo hlýtt og gott veður. ![]() Ef vel er að gáð sjáiði sílin það var allt fullt af þeim og þau voru líka svo spök að það var leikur einn fyrir krakkana að ná þeim. ![]() Á leiðinni til baka. ![]() Á leiðinni niður tekið smá pásu. ![]() Splæst í pizzu í annríki dagsins í heyskap. Það skall svo á þessi svaðalega þoka í endann á þessum fallega degi. Jæja það eru svo fleiri myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi. Heyskapur mun svo væntanlega klárast í dag laugardaginn 29 júlí og þá á bara eftir að keyra rúllurnar upp í Tungu. Flettingar í dag: 233 Gestir í dag: 7 Flettingar í gær: 7323 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 1570135 Samtals gestir: 77986 Tölur uppfærðar: 5.4.2025 13:45:16 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is