Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
25.08.2017 20:55Lamba rúntur 21 ágúst![]() Þessi er frá Sigga hún er gemlingur eða veturgömul núna og hún á þetta flekkótta en hitt gengur undir henni. Held að þetta sé Gláma og hún er Saumsdóttir og virðist mjólka þeim mjög vel. ![]() Álft með hrút og gimbur undan Máv. ![]() Veturgömul frá Sigga með hrútinn sinn. ![]() Þessir tveir eru undan Nál og Zorró. ![]() Hér er Nál hún er tvævettla. ![]() Kvika með gimbrina sína undan Ask. ![]() Lukka með sínar sem ég hef sagt áður að eru undan Dóru og Part og Botnleðju og Zorró. Lukka fór í keisara og missti lambið sitt en fékk þessi í fóstur í staðinn og stendur sig vel. ![]() Litla Gul hans Sigga með lömbin sín undan Zorró. ![]() Hrútur frá Sigga og gimbur. ![]() Flott gráa gimbrin hans Sigga. ![]() Flottur hrútur frá Sigga. ![]() Hér er annar sem var að spóka sig í Mávahlíðinni. ![]() Skessa hans Sigga með hrútana sína undan Máv. ![]() Eldey með gimbrina sína. ![]() Hérna sjást gimbranar hennar betur þær eru undan Móra hans Sigga. ![]() Pæja með flottu lömbin sín undan Flekk. ![]() Er svo geggjað spennt yfir þessum tveim finnst þau æðisleg. ![]() Hér eru þau svo æðislega flott á litinn. ![]() Tunga í fegurð sinni með Snæfellsjökulinn í baksýn. ![]() Hosa er líka með hrikalega flotta hrúta undan Einbúa. Einbúi er undan Ísak og Tungu. ![]() Hér eru þeir aðeins nær. ![]() Svo Sóldögg með sín lömb líka svo flott á litinn ég hugsa þetta verði erfitt val í haust að velja líflömb úr öllum þessum flottu litum. ![]() Gláma orðin svo stór og flott og virkilega væn lömbin hennar. Hún er veturgömul. ![]() Hrútur undan Bifröst og er tvilembingur. Bifröst er veturgömul. ![]() Bifröst. ![]() Gimbrin hennar þau eru sæðingar undan Vin. ![]() Frenja og Ýr með lömbin sín. ![]() Flottir hrútar frá Sigga að fá góðan félagsskap með gæsunum. ![]() Dásamlega Mávahlíðarfjaran í öllu sínu veldi með Snæfellsjökulinn glæsilegan bakvið. Ég elska að fá þessi forréttindi að geta séð þetta listaverk á hverjum degi. ![]() Hér er hún Skvísa mín hún hefur nú ekki enn viljað koma til mín í sumar en seinustu sumur hefur hún alltaf komið og heilsað mér. En haustið er rétt að byrja svo ég fæ smá tíma í viðbót til að reyna nálgast hana. ![]() Lömbin hennar þau eru fæddir fjórlembingar og eru undan Máv. ![]() Djásn með hrútinn sinn undan Zorró. ![]() Gimbrin á móti. ![]() Það er nú saga að segja frá því að Emil er byrjaður að hræra upp í flórinum áður en þeir fara að dæla út og þegar hann kom um daginn og ætlaði að fara losa um þá var þar haus með augu starandi af ótta og reyndist það vera hún Dúfa hennar Jóhönnu. Hún hefur ratað á opnar dyrnar inn í fjárhús þrátt fyrir stóra barka og slöngur lét hún sig hafa það að gægjast inn í leit af brauði og hefur húrrað ofan í flórinn og sitið föst þar en sem betur fer hafa lömbin hennar flúið í burtu. Emil þurfti að hafa sig allan við að ná henni og kláraði sig næstum en allt hafðist þetta af lokum. Hér er hann að smúla hana enda var hún alþakin skít. ![]() Greyjið. ![]() Þessi saga endaði þó vel hún fékk ókeypis bað í staðinn og var snyrt aðeins um ullina og fór svo strax að éta enda orðin sársvöng. ![]() Ég fann svo lömbin hennar stutt hjá en hér er annar hrúturinn. ![]() Hinn á móti. ![]() Bifröst með lömbin sín. Það eru svo fullt af fleiri myndum af þessum rúnti hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is