Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
28.08.2017 12:03Rúntur 25 ágúst og HestarnirJæja nú eru krakkarnir byrjaðir í skólanum og leikskólanum svo ég hef meiri timi til að fara á rúntinn og reyna ná góðum myndum af lömbunum. Ég rakst svo líka á hestana okkar sem eru inn í Tröð. Við eigum 2 hesta og Bói og Freyja 3 og svo Jóhanna frænka Emils restina. ![]() Þetta er ær frá Sigga held hún heiti Dropa en er þó ekki alveg viss en ef þetta er hún þá eru þetta lömb undan Gretti hrútnum hans Sigga en ef þetta er önnur þá leiðréttir Siggi mig bara hérna í kommennti vona ég. ![]() Stór og mikill hrútur frá henni. ![]() Grá falleg gimbur á móti. ![]() Það var ærslagangur í hestunum þegar ég var á rúntinum og hér er Máni minn og Ljóri hennar Jóhönnu. ![]() Svaka stuð á þeim. ![]() Máni. ![]() Hera meri sem við eigum. ![]() Já við eigum bara rauðskjótta hesta. ![]() Þessir hrútar eru frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík. ![]() Þessi virkar svaka boli og ekki skemmir fyrir hvað hann er fallegur á litinn. ![]() Það verður spennandi að sjá þá þeir virka báðir rosalega fallegir. ![]() Gimbrin hennar Eik svo falleg. ![]() Mórauður hrútur á móti. ![]() Hér er hún Eik með lömbin sín undan Móra hans Sigga. ![]() Ögn með lömbin sín undan Grettir. ![]() Þessi fallega gimbur er undan Rjúpu og sæðishrútnum Vin og ég er búnað vera spennt að finna Rjúpu til að taka mynd og sjá lömbin hennar en það vantaði hrútinn ég sá hann ekki í fljótu bragði en ég held í vonina að hann hafi verið einhvers staðar í grenndinni við hana og ætla ekki alveg að gefa hann upp á bátinn strax. Læt þetta duga að sinni. Kveðja Dísa Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is