Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
30.08.2017 09:34Mávahlíð rúntur 28 ágúst![]() Svo fallegur hrútur undan Sóldögg og Zorró. ![]() Gimbrin hennar líka mjög falleg. Ég er ótrúlega spennt að sjá hvernig þau koma út. ![]() Donna er enn mesta hjálpartækið mitt til að ná til lambana það er ótrúlegt leið og ég sleppi henni út þá æsast lömbin upp og hlaupa í áttina til hennar af mikilli forvitni og þá næ ég að ná svo nálægum og góðum myndum af þeim. ![]() Er alveg að dýrka litinn á honum og svo stendur hann svo fallega að hann verður pottþétt vel dæmdur ef innsæið mitt er rétt. ![]() Hér er Sóldögg hún er Þorsta dóttir og fæddur þrílembingur og móðir hennar er Gugga sem er af Hlussu kyninu mínu sem ég held svo mikið upp á. ![]() Bræla 15-010 er undan Bekra og Zeldu. ![]() Lömbin hennar hún á hrútinn og hann er undan Ísak en gimbrin var vanin undir hana því hitt lambið hennar fórst á burði. Gimbrin er undan Maístjörnu og Máv. ![]() Þessi eru undan Diktu og Kaldnasa hrútur og gimbur. ![]() Hér er Dikta. ![]() Íssól með 2 hrúta. ![]() Annar hrúturinn hennar þeir eru undan Ísak. ![]() Hinn á móti. ![]() Morgunstjarna veturgömul með gimbrina sína undan Ask. ![]() Snædrottning veturgömul með hrútinn sinn. ![]() Svakalega fallegt gemlingslamb undan Snædrottningu og Flekk frá Bárði. Ég hef haft trú á þessum frá fæðingu að hann verði fallegur hann var svo stór og þykkur þegar hann fæddist í vor. Ú þetta er allt að verða svo spennandi þrátt fyrir allar neikvæðu fréttirnar um sauðfjár ræktina sem er auðvitað bara sorglegt mér finnst að við verðum að vernda þessa frábæru auðlind sem sauðfjárræktin er fyrir okkur í landinu. Við verðum að reyna vera jákvæð og treysta á að jákvæð hugsun og hugsa í lausnum hafi vinning á þessu neikvæða. Við græðum aldrei á gremju og reiði hún lætur okkur bara líða verr en auðvitað er það erfitt eins og staðan er í dag. Læt þetta duga að sinni Kveðja Dísa Flettingar í dag: 927 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557570 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:31:45 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is