Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
11.10.2017 14:50Héraðssýning lambhrúta 2017Vill koma því á framfæri að Héraðssýningin vestan megin girðingar hefur verið breytt og verður haldinn á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru en ekki í Tungu eins og stóð til. endilega látið það berast Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2017 Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 13.október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl 20:30. Áframhald fer framm laugardaginn 14.október á Hömrum Grundarfirði og hefst kl 13:00. Á þeirri sýningu verða veitingar í boði geng vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar. Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu verður frítt fyrir börn. Það verður svo áfram lambahappdrættið sem vakti svo mikla lukku og skemmtun. Þeir sem hafa áhuga á að krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði. Engin posi verður á staðnum. Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu á Hömrum Grundarfirði fyrir báðar sýningarnar. Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt auðvitað kvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað. Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. * Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. * Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. * Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. * Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. * Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. * Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. Sjáumst hress og kát og eigum góðan dag saman. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is