Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.10.2017 11:26

Héraðssýning lambhrúta Hömrum 2017

Jæja Héraðssýningin heldur áfram og nú er kominn laugardagurinn 14 október og hún hófst
kl 13:00 og lauk um hálf fimm leytið. 

Sýningin var á Hömrum Grundarfirði hjá Bárði og Dóru og ég ákvað að hafa smá bleikt þema
í tilefni af bleikum október og skreytti fjárhúsin eftir því. 

Sauðfjárræktarfélagið okkar Búi og Sauðfjárræktarfélag Eyrasveitar og nágrennis sá um 
þessa sýningu og það gekk allt eins og í sögu það var vel mætt um 70 manns held ég með
börnum upptalið. Við héldum áfram með lambahappdrættið okkar og það gekk framar 
vonum við seldum 82 miða og svo var selt kaffi og með því fyrir 500 kr og frítt fyrir börn
svo við fáum vel upp í kostnað fyrir sýningunni.

Fangelsið á Kvíabryggju sá um að búa til kjötsúpu fyrir okkur sem vakti mikla lukku og var einstaklega gómsæt og með hollensku ívafi því kokkurinn þar er Hollenskur.
Það voru 11 kollóttir vestan girðingar, 18 mislitir og 22 hyrndir svo í heildina vestan girðingar
og austan voru alls 19 kollóttir, 29 mislitir og 37 hvítir hyrndir mættir á sýningu.

Jón Viðar og Lárus voru mættir aftur til að dæma og fara nú að raða hér eins og á hinni 
sýningunni í 5 í uppröðun í hverjum flokki sem keppa við hina 5 austan girðingar.

Það var svo dregið í lambahappdrættinu meðan dómararnir gerðu upp hug sinn.
Það var mikil spenna og dregið var um 2 gullfallegar gimbrar og egg frá Dóru og Bárði úr
Hamrabúinu þeirra. 

Jæja þá ætla ég að skella myndum hér inn og láta þær tala sýnu máli ásamt útskýringum.

Hér er Héraðsmeistarinn 2017 á Snæfellsnesi hjá Bárði og Dóru Hömrum.
Hér er Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi en hann á hluta af heiðrinum bak við
meistarann að miklu leiti bæði í móður og föður hrútsins.
Hér er svo hrúturinn sem er undan hrút hjá Bárði sem heitir Partur og er Kletts sonur.
Klettur var hrútur frá Óttari á Kjalvegi undan Kveik sæðishrút.

47 kg 109 fótl 36 ómv 1,8 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9,5 19 7,5 8 9 alls 88,5 stig.

Í öðru sæti var hrútur frá Snorrastöðum undan Njáll 16-480 frá Haukatungu.
Það er hrúturinn sem er fyrstur í röðunni og Magnús heldur í.

51 kg 110 fótl 36 ómv 2,6 ómf 5 lag

8 8,5 8,5 9,5 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig.

Kristján á Fáskrúðarbakka átti hrútinn í þriðja sæti og ég náði ekki mynd af honum.
en hér eru verðlaunahafarnir fyrir hvítu hyrndu 2017.

Í þriðja sæti hrútur undan Leki 14-003 

51 kg 103 fótl 35 ómv 3 ómf 5 lag

8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

Hér eru vinningshafarnir fyrir kollóttu hrútana 2017.
1 sæti Guðbjartur Hjarðafelli
2 sæti Ásbjörn Haukatungu Syðri 2
3 sæti Lauga Hraunhálsi

Besti kollótti hrúturinn 2017.

Frá Hjarðafelli undan Brúsa 53 kg 108 fótl 34 ómv 3,4 ómf 4 lag

8 9 9 9 9 18,5 9 8 8,5 alls 88 stig

í öðru sæti frá Haukatungu Syðri undan Magna.

59 kg 106 fótl 34 ómv 2,1 ómf 4 lag

8 8,5 8,5 9 9 18 9 8 8,5 alls 86,5 stig.

Þriðja sæti frá Hraunhálsi undan Hnallur.

51 kg 110 fótl 28 ómv 4,1 ómf 4 lag

8 9 8,5 8,5 9 18 8 8 8,5 alls 85,5 stig.

Vinningshafar í mislitu hrútunum 2017.
1 sæti Arnar og Elísabet Bláfeldi
2 sæti Guðmundur Ólafsson Ólafsvík
3 sæti Arnar og Elísabet Bláfeldi

Besti misliti hrúturinn 2017 frá Arnari og Elísabetu undan Hermil

50 kg 109 fótl 34 ómv 2,5 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig

Í öðru sæti frá Gumma Ólafs undan Tobba.

55 kg 111 fótl 32 ómv 4,6 ómf 4 lag

8 8,5 8,5 9 9 19 8 8 9 alls 88 stig.
Í þriðja sæti frá Arnari Bláfeldi undan Ask frá mér.

52 kg 108 fótl 33 ómv 2,8 ómf 5 lag

8 9 9 9 8,5 18,5 8 8 8,5 alls 86,5 stig.
Hér má sjá töfluna með stigunum á gimbrunum sem voru í vinning í happdrættinu.

Svört gimbur frá Bárði og Dóru sem var undan Part og Hlédísi.

47 kg 30 ómv 2,0 ómf 4 lag 8,5 framp 18,5 læri 8 ull

Flekkótt gimbur frá Hraunhálsi.

45 kg 28 ómv 2,5 ómf 3,5 lag 8,5 framp 18 læri 7,5 ull
Hér eru vinningshafarnir úr happdrættinu og það eru þeir Hallur á Naustum sem fékk
þá kollóttu og svo Guðjón frá Syðri Knarratungu sem fékk þá hyrndu.
Eins og myndin sýnir þá sýnist mér þeir vera hæðst ánægðir með gripina sína.
Hér má sjá betri mynd af happdrættis vinningunum.
Hér má sjá bleika skrautið í fjárhúsunum.
Kaffi borðið var líka með bleikum löber og verðlaunin með bleikum slaufum og borðum.
Ég teiknaði hrútamyndirnar og gaf í verðlaun og Jóhanna Bergþórsdóttir málaði fallega
vatnslita málverkið sem var líka í verðlaun.
Hér má sjá kræsingarnar sem voru í boði.
Verið að skoða kollóttu hrútana.
Mýsnar hjá Bárði vöktu mikla athygli hjá yngstu kynslóðinni.
Eins var með karið sem er inn í Hlöðu sem róla.
Bjargmundur lét sig ekki vanta á sýninguna og hafði miklar skoðanir á hrútunum.
Margir og fjölbreyttir litir voru í mislitu hrútunum.
Trausti og Hanna komu og skemmtu sér vel.
Dóra rík amma.
Kristinn Bæjarstjóri hér einbeittur að fylgjast með.
Verið að skoða hyrndu hvítu.
Dúllurnar mínar komu með ömmu Huldu.
Við Dóra að fara láta krakkana draga happdrættis vinningana.
Lárus Birgisson að segja frá þessum fallega verðlauna grip.
Gummi Ólafs prentaði svo út stiganir á öllum hrútunum sem voru skráðir á blað og það
vakti mikinn áhuga og pælingar til að fygjast með. Alveg þrælsniðugt.

Verið að skoða í Haukatungu.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í mynda albúmi.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar