Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
07.12.2017 11:37Búið að rýja rollurnar og taka þær alveg inn.![]() Guðmundur Þór frá Búðardal kom til okkar á fimmtudaginn 30 nóvember. ![]() Hann var skotfljótur að þessu. Búnað vera hjá Bárði á Hömrum um morguninn og svo kom hann til okkar um 4 leytið og var búinn um 11 leytið ekkert smá harka og dugnaður í honum og fer svo í annan eins dag ef ekki lengri næstu daga. ![]() Jæja nú eru allar komnar á sinn stað gemlingarnir eru úti i enda svo eru veturgömlu hér sér það hefur sýnt sig seinustu ár að frjósemin þeirra verður betri ef þær eru sér og fá eins mikið og þær vilja að éta. Eins og þið sjáið þá erum við með okkar sérmóníur að skilja eftir á rassgatinu ullina og kviðnum og finnst okkur það virka vel. Siggi byrjaði að gera þetta við gemlingana sína fyrst og við tókum alltaf allt af okkar og það var auðséð að hans urðu miklu þroskumeiri og fallegri en okkar svo við tókum þessa hefð upp hjá honum. Það getur líka verið kalt í húsunum og þá sleppur maður alveg við að þurfa plasta yfir sem við þurftum oft að gera þegar við tókum allt af og þá varð vinnan eftir það við að hreinsa grindurnar erfið og mikil. Við skyldum alltaf ullina eftir á gömlu rollunum og tókum allt af ungu en núna skiljum við eftir á öllum. Svo eru þær með smá vörn á vorin fyrir júgrin ef það verður kalt vor. ![]() Gemlingarnir. ![]() Gemlingarnir hjá Sigga í Tungu. ![]() Þessi gemlingur er frá mér og var vel sáttur við nýju klippinguna. ![]() Mávsynir frá Sigga og mér bíða í eftirvæntingu eftir fengitímanum. Ég ætla að byrja að sæða í næstu viku og byrja svo um næstu helgina að hleypa til. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is