Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
17.12.2017 21:155 ára afmæli Freyju Naómí![]() Freyja Naómí okkar varð 5 ára þann 12 Desember. Hún er ekta jólabarn og syngur allann Desember jólalögin sem eru hennar uppáhalds lög. Hún var svo spennt að bíða eftir að afmælið hennar kæmi að hún er búnað telja niður síðan í byrjun nóvermber. Freyja er mjög dugleg stelpa og hjálpfús og gerir allt fyrir alla. Feimin og pínu lítil í sér en mikil grallari og elskar að láta atast í sér. Elskar dúkkur og fékk eina slíka frá okkur í afmælisgjöf og getur dundað sér við að leika með hana lon og don. Alveg yndisleg. ![]() Orðin afmælis fín og tilbúin í afmælis fjör með Bjarka Stein frænda sínum en þau héldu afmælið sitt saman í íþróttahúsinu. ![]() Kakan þeirra var Gurra Grís og Hvolpasveit. ![]() Stórfiska leikur í afmællinu. ![]() Frændsystkynin hér saman að fara blása á kertið og syngja afmælis sönginn. ![]() Allir að borða. ![]() Alsæl með gjafirnar eftir daginn. Það eru svo fleiri myndir af afmælinu hér inn í albúmi. ![]() Fengi tími er genginn í garð í fjárhúsunum hér er Embla og Aníta vinkona hennar með mér í fjárhúsunum. Við byrjuðum að hleypa til 12 Desember á afmælis deginum hennar Freyju. Það voru 10 að ganga þá. Emil fór með 7 í kerru til Bárðar á Hömrum og fékk að setja í Part, Flekkóttan og svo móflekkóttan hrút. Hinar fengu með hrútum hjá okkur. Ég byrjaði svo að sæða 13 Desember og þá voru 5 að ganga ein hjá Sigga og 4 hjá mér og þær sæddi ég með Bjart. 14. Desember sæddi ég með Dranga, Tvist og Móra kollótta. 15. Desember sæddi ég með Klett, Móra, Gutta, Bjart og Berg. Alls sæddi ég 6 fyrir Sigga 2 fyrir Jóhönnu og 23 fyrir mig. Svo nú er bara krossa fingur að þær haldi. 15. Desember var svakalega stór dagur þá gengu 19 svo þetta voru bara þrír dagar sem ég sæddi. Svo nú tekur við þetta náttúrulega að leiða hrútana í þær. Ég fékk lánaðan hrút hjá Gumma Óla í Ólafsvík sem er undan Dreka svo ég held að ég eigi eftir að slá metið hjá mér í að nota mjög mikið af hrútum. Hann fékk að fara á þrjár kindur. Það voru 8 að ganga í dag svo þetta gengur bara nokkuð hratt yfir. Ég hef líka verið svo heppin að Jóhanna hefur verið í fríi svo hún hefur komið með mér á hverjum degi og hjálpað mér enda ekkert smá mál að fara með þessa stóru hrúta og leita og hleypa svo til þeirra sem eru að blæsma. Ég er oft í loft köstunum á eftir þeim eða þeir rykkja mér á rassgatið þegar ég reyni að halda í þá he he. Með sæðingunum eru 43 fengnar. ![]() Benóný að klappa Urði. ![]() Búið að skipta niður í kró það sem átti að sæða. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is