Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.12.2017 20:44

Gleðileg Jól

Gleðileg jól kæru vinir og ég vona að allir hafi átt jafn frábær jól og við. Við áttum yndisleg
jól saman í faðmi fjölskyldunnar. Við vorum heima hjá okkur og Freyja mamma Emils og Bói maðurinn hennar, Hulda mamma mín og Jóhanna frænka Emils voru hjá okkur. 
Við hjálpuðumst að við Emil fórum snemma í fjárhúsin og Jóhanna sá um að útbúa matinn
á meðan og hugsa um krakkana. Það komu svo allir saman og hjálpuðust að til að gera
jólin og jólamatinn eins frábæran og hann var þetta var svo kósý og æðislegt.
Við vorum með létt reyktan lambahrygg og svínahamborgarhrygg í matinn.
Mér finnst létt reykti lambahryggurinn alltaf geggjaður og með því besta sem ég fæ enda
lambakjöt he he það stendur alltaf fyrir sínu.

Við óskum ykkur öllum Gleðilegra jóla og 
takk kærlega fyrir árið sem er að líða og innlitið og kommenntin hér á síðuna okkar.

Krakkarnir orðnir heldur betur spenntir að bíða eftir jólunum.

Í náttfötunum fyrir aðfangadag.

Við erum með lifandi jólatré og Emil fór með krakkana að velja tré í ár og þau fengu 
rosalega stórt og fallegt tré.

Börnin okkar Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naómí. Besta gjöf í heimi.

Með ömmu Huldu.

Við fjölskyldan saman.

Freyja og Bói.

Jóhanna og Freyja.

Alveg yndislegt að sjá og upplifa gleðina hjá börnunum þau voru svo hamingjusöm.

Það eru svo fleiri myndir af aðfangadag hér inn í albúmi.


Á jóladag var jólaboð hjá mömmu.

Hér er hún með skvísurnar mínar.

Á annan í jólum var hangikjöt hjá Jóhönnu frænku Emils. Hér er Embla og Freyja og Bjarki
frændi þeirra.

Benóný að prófa nýju snjóþotuna sem var í risa pakkanum um jólin.

Bjuggum til snjóhús í sveitinni hjá ömmu og afa.

Það eru svo fleiri myndir af jólaboðinu hjá mömmu og hangikjötinu hjá Jóhönnu hér inn í 



Fengitíminn er í hámarki og er að taka enda. Seinasta rollan gekk núna 28 des og nú fer
að líða að því að sjá hverjar halda úr sæðingunum og vonandi halda sem flestar.
Hér er hann Svanur Máv sonur að sinna sínu starfi.

Það var svo frábærar fréttir fyrir okkur að Mávur sem við sendum á sæðingarstöð varð
mest notaði hrúturinn á stöðinni núna 2017. Það kom skemmtilega að óvart og okkur
finnst það rosalega mikill heiður bæði að hafa komið hrút inn á stöð og hvað þá að hann
yrði líka vinsælasti hrúturinn það er æðislegt og vonum framar.


Hér er linkur inn á síðu hjá Búnaðarsambandinu um greininna um notkun sæðishrútana.

Ég fékk mér virðisaukanúmer til að geta haldið gæðastýringunni enda er ég með 89 kindur
alls með hrútum og ætla bara vera mjög jákvæð með að sauðfjárræktin fari aftur á uppleið
og halda áfram í þeirri trú að þetta sé komið til að vera hjá okkur enda gengur þetta svo 
vel og það er alltaf gaman að hafa áhuga og metnað fyrir því sem maður elskar að gera 
og sjá vinnuna á bak við það skila góðum árangri.


Stelpurnar elska að koma með mömmu sinni í fjárhúsin og hér eru þær að spjalla við
vinkonur sínar Hröfnu og Möggu Lóu.

Alltaf gaman að finna svakalega stóran klaka fyrir utan fjárhúsin.

Hestarnir voru teknir inn rétt fyrir jól.

Embla er svo huguð og mikil hestastelpa að hún er alveg alsæl að þeir séu komnir inn og
missir ekki af því að fá að fara með Jóhönnu frænku sinni í hesthúsin og eins hefur hún
komið með mér öll jólin inn í fjárhús og er svo dugleg að hjálpa til við að gefa og allt sem
tengist því sem þarf að gera.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar