Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
08.01.2018 09:28Þrettándinn og jólin kvödd![]() Flottur hópur á leið á brennuna og fara svo út að sníkja gott í gogginn. Það er sú hefð hér í Ólafsvík að sníkja á þrettándanum en ekki á öskudag eins og er á flestum stöðum á landinu. Við fengum frábært veður og krakkarnir svo spenntir yfir þessu öllu saman. ![]() Á brennunni sáu þau Álfadrottningu og kóng og einnig Grýlu og Leppalúða. ![]() Það var svo líka rosalega flott flugveldasýning. ![]() Hér eru þau svo lögð af stað að sníkja í gogginn. ![]() Þau fengu alveg fullt af nammi svo það þarf ekki að kaupa nammi á næstunni fyrir laugardagana he he. ![]() Rétt fyrir áramót slasaðist Emil út á sjó þegar hann fékk fiskikar ofan á þumalfingur og hér er verið að skipta um umbúðir og er þetta enn mjög viðkvæmt og bólgið og nöglin hangir enn á og má varla koma við hana þá finnur hann rosalega mikið til. Hann verður eitthvað frá vinnu út af þessu þetta tekur sinn tíma að gróa. ![]() Við skelltum okkur suður um daginn með krakkana í bíó. ![]() Það er alltaf mikið sport að fara í bíó. ![]() Benóný og Emil. ![]() Við skelltum okkur auðvitað í heimsókn til Steinars bróðir Emils og hans fjölskyldu. Hér eru þau öll að borða pizzu. Alexander,Freyja,Embla og Birgitta. ![]() Litla frænka þeirra dóttir Steinars og Unnar dafnar vel og stækkar í hvert skipti sem við sjáum hana hún heitir Kamilla Rún og er alveg yndisleg svo glöð og alltaf brosandi. Við kíktum svo líka á Dagbjörtu systir Emils og fjölskylduna hennar og þar var Benóný í essinu sínu að fá að fara í playstation hjá Kjartani og svo náði Kjartan í einhvern geimleik fyrir Benóný sem hann alveg elskar núna. Það er búið að vera mikið geimæði hjá honum núna þennan vetur. Við fjölskyldan erum einmitt búnað fræðast mikið um geiminn. Út frá þessum mikla áhuga hans á sólkerfinu og öllu sem tengist því. Við fórum svo einnig í heimsókn til Fríðu frænku minnar sem er systir pabba og hún og Helgi maðurinn hennar taka alltaf svo vel á móti okkur og gaman að koma til þeirra. ![]() Það er allt frekar rólegt í fjárhúsinu núna við settum hrútana í 3 janúar í sitthvora stíuna svo fer ég með hrút í stíuna hjá veturgömlu á hverjum degi framm til 20 janúar. ![]() Frekar hreyfð mynd en hér er ég með Glám Saum son hans Sigga að leita í veturgömlu hann er mjög þægilegur og stylltur við mig. ![]() Embla vinnukonan mín svo dugleg að hjálpa mömmu sinni að sópa grindurnar og gefa. Þær eru svo margar spakar hjá okkur að stundum erum við í vandræðum að sópa þvi þær eru svo uppáþrengjandi að láta klappa sér og nudda á sér bakið en auðvitað er ég búnað koma þeim upp á það. Annars væri þetta ekki eins gaman því það er svo gott að hafa þær svona gæfar og mikla karekta. Hrafna er uppáhaldið hjá Emblu og hún fær sér alltaf smá rollu bak og Hrafna kippir sér ekkert upp við það. Hrafna fylgir mér alla króna þegar ég er að sópa og ýtir á mig og stundum verð ég að ýta henni frá svo ég nái að sópa því hún stígur alltaf ofan á heyið sem ég er að sópa. Yndislegri kind hef ég ekki kynnst þó margar séu gæfar er þó engin eins og hún. Ég er líka svo stolt af henni Emblu minni hvað hún elskar að kom með mér að gefa og eins er hún hugfangin að því að fara í hesthúsin líka með Jóhönnu frænku sinni. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is