Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
18.01.2018 23:29Tenerife ferð 2016Ég var að uppgötva að ég hef aldrei sett inn myndir af Tenerife ferðinni okkar sem var fyrsta utanlandsferðin hjá krökkunum okkar. Þetta var dásamleg ferð við fórum með Freyju og Bóa sem sagt mömmu Emils og manninum hennar. Þetta var í þorskveiði stoppinu og það var hellingur af öðrum ólsörum á sama tíma og það var nánast undantekningarlaust að maður hitti einhvern sem maður þekkti á röltinu úti. Við vorum á frábæru hóteli sem var á Americas ströndinni og heitir Parque santiago V. Við fengum algjöra villu sem var á tveim hæðum og með álíka stórar svalir bæði uppi og niðri í kringum alla íbúðina þetta var alveg æðislegt fyrir krakkana. Okkur leyst ekkert á þetta fyrst þegar við fengum lykilinn þá sagði maðurinn í lobbýinu á hótelinu að við yrðum að fara yfir götuna til að finna herbergið og við fussuðum yfir því að þurfa að labba yfir götuna til að fara í sundlauga garðinn og héldum áfram að tauta um það þangað til við opnuðum íbúðina og þá sáum við hvað við fengum geggjaða íbúð beint fyrir ofan matvöruverslunina og lifandi músík og mannlíf , meira segja voru leiktæki niðri við verslunina fyrir börnin og eins minigolf völlur. Svo við gátum ekki fengið betri staðsettningu. Í hótel garðinum var svo fullt af rennibrautum fyrir rennibrauta sjúka strákinn okkar svo hann var alveg í himnaríki. bara leyfa myndunum að tala sínu máli. ![]() Fyrsti dagurinn. ![]() Leiktækin fyrir neðan hjá okkur. ![]() Freyja og Bói. ![]() Hluti af rennibrautunum sem voru í garðinum. ![]() Hinn hlutinn. ![]() Sætu mín. ![]() Og svo við á svölunum okkar. ![]() Þessi töframaður með blöðrur vakti mikla lukku og kátínu hjá krökkunum. ![]() Embla var svo ánægð að hitta Margréti frænku sína. ![]() Við fórum með Regínu og Ragga í dýrgarð. ![]() Þessi kerra var alveg nauðsynleg fyrir krakkana þegar maður var að labba svona mikið. ![]() Við fórum svo í Aqualand og þar var Benóný í himnaríki. ![]() Embla. ![]() Freyja. ![]() Við löbbuðum auðvitað og skoðuðum bátana og bryggjuna á leiðinni að heimsækja Dúdda og Bjöggu sem voru lika á Tenerife. ![]() Svo flottar skvísur Freyja og Bjagga. ![]() Sætu okkar að prófa sundlaugina í garðinum hjá Dúdda og Bjöggu. ![]() Flottir félagarnir Dúddi, Emil og Bói. ![]() Benóný var eitthvað pínu smeikur við hann he he. ![]() Hluti af svölunum okkar og svo voru alveg eins á efri hæðinni hjá okkur. ![]() Stóru börnin að leika sér he he. ![]() Í minigólfinu sem var fyrir neðan hótelið okkar. ![]() Flotta tengdamamma hún Freyja með svakalega flottan ís. ![]() Við skötuhjúin. ![]() Bói fann hreiður á svölunum hjá okkur og fyrst voru bara egg svo rétt áður en við fórum heim voru komnir ungar. ![]() Krúttsprengjurnar Freyja og Embla. ![]() Við fjölskyldan fyrir neðan hótel íbúðina okkar. ![]() Freyja og Bói. Þetta var alveg geggjuð ferð og æðislegur staður mæli alveg hiklaust með því við þá sem hafa ekki farið á Tenerife að fara þangað. Það er stutt að fara allt í dýragarði og vatnagarða það er bara 3 til 4 mín og eins í verslunarmiðstöðina að versla. Mér fannst alveg tilvali að rifja upp þessa mögnuðu ferð núna í skammdeginu og kuldanum til að láta sig dreyma um sumar og sól Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is