Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
25.01.2018 00:21Bústaðarferð í ÖlfusborgirVið skelltum okkur í bústað frá föstudegi til mánudags í Ölfusborgir. Það var mjög kalt og vindur en rosalega kósý og meira segja fengum við sól á laugardaginn og það var mjög gaman að fá að sjá hana því ekki sjáum við hana í Ólafsvík strax því hún er enn svo lágt á lofti að Ennið skyggir fyrir. Við fórum í göngutúr og út að renna með krakkana og það var mjög gaman. Svo var skellt sér í pottinn og það fannst krökkunum mikið sport að vera í heitapottinum en samt svo kalt og mikið rok úti. Á laugardeginum skelltum við okkur á rúntinn til Selfossar svo Eyrabakka og Stokkseyri. Benóný var mjög áhugasamur um umhverfið og auðvitað var skoðað sundlaugarnar á þessum stöðum. Maggi bróðir kíkti í heimsókn til okkar og borðaði með okkur á laugardaginn. Á sunnudeginum fórum við í bíó á Selfossi á Paddington 2 og svo í sund inn á Þorlákshöfn og hittum þar Edda og Sibbu vinafólk okkar sem býr þar. ![]() Úti að labba. ![]() Að koma á Eyrabakka. ![]() Stokkseyri. ![]() Freyja Naómí. ![]() Í pottinum. ![]() Að renna. ![]() Flott umhverfið og tunglið svo lítið og sætt. ![]() Rákumst á bátinn Dísu he he og mér fannst kjörið að taka mynd af honum. ![]() Fórum í Ísbúðina Huppu á Selfossi og fengum glæsilegan og góðan ís. ![]() Búnar að gefa pabba sínum bónda dags gjöf. ![]() Embla og hennar upphalds gimbur Vaíanna. Siggi tók hrútana úr 21 jan. Það gekk ein rolla upp hjá okkur leiðinlega seint eða 17 jan svo það mun lengja sauðburðinn talsvert en svona vill þetta oft vera bara. Annars er allt bara rólegt hjá okkur og bíðum bara spennt eftir 10 feb en þá held ég að hann komi að fósturtelja hérna á nesinu. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is