Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

29.01.2018 16:12

Sumt fé er gáfaðara en annað

Já það má með sanni segja að sumar ær og sumir hrútar eru mun gáfaðari og meiri karektar
en aðrir og það gerir umgengnina svo miklu áhugaverðari og skemmtilega.
Hér er hann Kaldnasi sem er aðal dekurdýrið í hrútunum hann er alveg æðislegur
karekter og gæfari hrút hef ég ekki átt áður. Ég notaði hann til að leita í uppgöngunum
í restina og hann var svo vanur að ég gæfi honum fóðurbætir í lokin. Að núna er hann
búnað taka upp á því að klifra upp á hlerann og þegar ég er að sækja fóðurbætir fyrir
rollurnar og sníkja smá smakk og auðvitað fær hann það eftir þessa fyrirhöfn og áhuga
sem hann sýnir mér he he og auðvitað fær hann klapp og nudd líka.
Þetta var svo líka fastur liður hjá Drjóla hans Sigga að príla upp og biðja um klapp en
þegar hann uppgötvaði að hann gat fengið lúku af fóðurbætir þá var auðvitað alveg 
kjörið að príla upp á til þess. Þeir eru alveg yndislegir báðir tveir og fá smá smakk á 
hverjum degi plús klapp og nudd.
Rollurnar hans Sigga voru fljótar að sjá við þessu eða allavega sumar þeirra því þær
byrjuðu strax að príla upp á hlerann í von um að fá það sama og strákarnir he he.
Auðvitað verð ég að verða við bón þeirra og gefa þeim smá smakk líka ásamt klappi.
Sú hvíta hjá Sigga heitir Príla því hún er svo mikið fyrir að standa svona og gjóa augunum
yfir fjárhúsin.
Móra hans Sigga byrjaði á þessu að príla til að fá athygli mína þegar ég var að gefa
strákunum nammi og tala við þá og það varð til þess að hún fékk líka og svo komu
Soffía og Príla með henni.
Gemlingarnir hans Sigga .
Lambhrútarnir okkar og Sigga.
Það er komið ágætis hornahlaup á gemlingana.
Sú dropótta er undan Vin sæðishrút og Rjúpu og þessi hlíðina á henni með dökku hornin
er undan Part.
Gemlingarnir okkar og Benóný að tala við Vaíönnu.
Þessar skvísur komu líka í fjárhúsin Aníta, Freyja og Embla með risa stóran klaka.
Hérna eru þær að tala við Drjóla.
Við á leiðinni á Þorrablót.
Freyja og Bjarki að pósa.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 927
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557570
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:31:45

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar