Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
04.02.2018 10:17Fjárhús,renna og Embla missir tönn![]() Alltaf jafn gaman að tala við gemlingana og það er búið að bætast talsvert í hópinn sem ég er búnað spekja. Fyrst var það bara Vaíanna þessi kollótta móflekkótta en núna eru þær orðnar 5 til viðbótar svo þetta er allt á góðri leið. ![]() Alveg einstakur kærleikur milli þessara tveggja. Embla og Vaíanna. ![]() Verið að vigta haust ullina. ![]() Embla aðstoðar kona að skrifa niður þyngdina. ![]() Embla að máta alla hestana í hesthúsinu og hún gerir sér lítið fyrir og klifrar frá jötunni og lætur sig síga niður hálsinn. ![]() Svo lætur hún sig renna niður aftur og fer út úr stíunni og yfir í næstu alveg yndisleg. ![]() Vínkonurnar mættar í fjárhúsin Embla,Aníta og Freyja. ![]() Nóg að gera að klappa gemlingunum. ![]() Aníta að gefa Vaíönnu smá knús. ![]() Freyja líka. ![]() Og svo allar í hópknús. ![]() Og Benóný líka. ![]() Embla að fara gefa fóðurbætir. ![]() Aníta að fara aðstoða Emblu og gefa líka fóðurbætir. ![]() Og Freyja líka. Svo duglegar þessar stelpur og Benóný líka. ![]() Og gefa svo heyjið. ![]() Embla að fara gefa. ![]() Benóný hafði gaman að því að labba og láta þær elta sig. ![]() Benóný hafði gaman að Möggu Lóu sem langaði mikið í kókið hans. ![]() Jæja þá hófst gangan til að fara renna í brekkunni fyrir aftan hlöðuna. ![]() Benóný og Anita á leiðinni upp brekkuna. ![]() Freyja kominn upp og sjáiði hvað himininn er fallegur fyrir aftan hana. ![]() Hér renna svo Aníta og Benóný á fleygiferð rosalega gaman. ![]() Embla missti tönn númer 2 á fimmtudaginn. Rosalega lukkuleg. ![]() Myrra sá um þessa útstyllingu he he og kom sér vel fyrir á stofuborðinu. Það var svo vonsku veður hjá okkur á föstudagskvöldið og nóttina og ég svaf ekki mikið hélt að húsið væri að fara það var svo mikið brak og brestir en það slapp allt vel og ekkert fauk eða losnaði. Við fórum svo rúnt inn í sveit þegar við fórum að gefa og þá tók Emil eftir að það höfðu losnað þakplötur af hlöðunni í Mávahlíð og hann lét Sigga vita og Siggi reddaði því og náði að finna allar plöturnar sem fuku sem betur fer. Enda var þetta ekkert smá sprengju rokur sem voru. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is