Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
11.02.2018 19:06Snjór,bollur og fósturtalning![]() Allt var á kafi hjá okkur í morgun og eins og þið sjáið þá komst kisa greyjið ekki einu sinni út því kattalúan var á kafi. Hún auðvitað lét eigandann sinn kenna á því og gerði þarfir sínar í blómapottinn ansk.... kvikindið. ![]() Svona var þetta á laugardaginn en svo bætti talsvert á þetta yfir nóttina. ![]() Verið að moka á laugardaginn. ![]() Þurftum að moka bílinn út úr bílskúrnum. ![]() Séð út frá bílskúrnum. ![]() Búið að moka göng út úr húsinu og þá var að hefjast handa við að moka bílinn út. ![]() Hér er Emil að moka bílinn út. ![]() Emblu og krökkunum leiddist þetta nú ekki og fannst mjög gaman. ![]() Bói ætlaði að fara að gefa í hesthúsunum á sunnudags morgun og komst ekki lengra og sat fastur og við komum honum til aðstoðar. ![]() Þetta tók ágætis tíma en hafðist svo á endanum. Við fórum svo í kaffi til Freyju og Bóa og eftir það lá leið okkar í fjárhúsin en festum okkur rækilega við rimla hliðið hér hjá þeim og við tók hálftími í að losa okkur. ![]() Það var ekki mikill snjór í Tungu það hefur bara fokið allt í burtu en aftur á móti var búið að skafa rosalega mikið inn. ![]() Það var búið að skafa vel inn hjá rollunum. ![]() Það var líka vel á kafi inn í hlöðunni. ![]() Á laugardaginn fórum við í hinar árlegu bollur hjá mömmu og þær alltaf jafn gómsætar. ![]() Fósturtalning fór framm hjá okkur á laugardaginn fyrst út á Hellissandi og svo hingað inn úr. Það kom flott út hjá Gumma Óla, Marteini og Óla í Ólafsvík. Mest allt tvílembt og 4 held ég þrílembdar hjá Marteini og einhverjar hjá Gumma og Óla líka ég man bara ekki alveg töluna á þeim. Guðbrandur Þorkelsson kom að fósturtelja. ![]() Flottar forrystu gimbrar hjá Óla i Lambafelli. ![]() Hér erum við komin til Gumma. ![]() Þá erum við komin til okkar og spennan magnast. ![]() Siggi búnað hólfa allt niður. ![]() Embla búnað vera svo dugleg að skottast með okkur í allan dag og fylgjast með og núna er hún svo spennt að sjá hjá okkur. ![]() Guðbrandur leyfði Emblu að vera hliðina á sér og var svo að sýna henni hvernig hann myndi sjá fóstrin það fannst henni mjög spennandi þó svo að hún sæi ekki alveg hvernig hann sæi lömb út úr þessu he he. Hjá Sigga voru gemlingarnir allir með 1 nema einn var með 2. Veturgömlu voru held ég 2 með 1 og rest með 2 Rollurnar voru 2 með 3, 2 með 1, 2 geldar og rest með 2. Hjá okkur voru af þessum fullorðnu 33 með 2 6 með 1 10 með 3 1 geld og ein sem fékk rosalega seint svo það taldist ekki í henni. Veturgömlu 12 með 2 4 með 1 1 geld sem hefur farið fram hjá þegar hún gekk upp því ég er búnað reikna það út að ég var akkúrat í Rvk og lét gefa fyrir mig þegar hún hefur átt að ganga upp og þar af leiðandi lét ég ekki leita fyrir mig því Jóhanna gaf fyrir mig og treysti sér ekki til að fara með hrútinn svo ég lét það eiga sig og tók sénsinn á tveim dögum. Svo hefur liðið annað gangmál eftir það og þá var ég líka í Rvk og lét gefa fyrir mig og hélt þá að allt væri sloppið enda kominn 20 jan en þá var ekki leitað svo hún hefur farið framm hjá. Ömurlega svekkjandi svo ef þetta er rétt hjá mér ætti hún að ganga aftur núna næstu helgi en ég hugsa að ég nenni ekki að standa í því svo hún verður bara vera geld þetta árið. Gemlingarnir 4 með 2 10 með 1 1 geldur Við hleyptum bara eitt gangmál í gemlingana og létum það duga svo settum við engan hrút í þá svo það er allt í góðu þó einn hafi gengið upp og það þurfti endilega að vera Vaíanna gæfi gemlingurinn hennar Emblu. Af sæðingunum að segja þá komu þær bara vel út. Klettur var með 2 þrílembdar og 1 tvílembda Tvistur var með 1 þrílembda og 1 tvílembda Bergur var með 1 þrílembda og 1 gemling með 1 Bjartur var með 2 tvilembdar og 2 einlembdar Móri var með 1 þrílembda og 1 einlembda Drangi með 1 einlembda Gutti var með 3 tvílembdar Út frá þessu eru 5 sæddar ær þrílembdar af 10 þrílembum í heildina. Dröfn mamma hans Mávs hún er þrílembd og svo fékk ég fréttir af því að alsystir Mávs sem Auður og Jói á Hellissandi eiga sé þrílembd. Mjallhvít mamma Ísaks er þrílembd og Skvísa okkar sem var með 4 í fyrra hún heldur sinni uppskrift og kemur þrílembd núna. Fíóna er þrílembd þriðja árið í röð. Nál er ný þrílemba og er undan Tungu og Tvinna. Tunga er undan Dröfn og Garra. Skuggadís er svo þrílembd í fyrsta sinn. Hrifla er móðir Tvinna sem er faðir Ísaks og hún er þrílembd í annað sinn. Von og Ófeig eru þrilembdar í fyrsta sinn. Salka er þrílembd í annað sinn. Hér kemur svo smá úttekt af hrútunum sem voru notaðir og áætlaður fjöldi lamba út frá fósturtalningu. Sæðingshrútar Klettur 8 Móri 6 Bergur 5 Gutti 6 Tvistur 5 Bjartur 6 Drangi 1 Hrútar frá Bárði Hömrum Knarran 4 Skjöldur 2 Bónus 2 Bliki 3 Partur 4 Tinni hans Gumma Óla 6 Láfi Óla 2 Heima hrútar Hlunkur 9 Grettir 14 Glámur 7 Móri Sigga 11 Kaldnasi 8 Askur 13 Kraftur 10 Ísak 11 Svanur 22 Þá er það upptalið fjöldi fóstra á hrúta í ár. Það eru svo fleiri myndir bæði af snjónum,kaffi hjá mömmu og fósturtalningunni hér inni. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is