Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
07.04.2018 22:04Páskar 2018Páska bloggið kemur heldur seint en við höfðum það rosalega gott í páskafríinu og höfðum í nógu að snúast. Emil fór með ullina og fór með restina af rúllum inn í hesthús. Birgitta gisti hjá okkur tvær nætur og Bjarki Steinn kom og var með krökkunum líka og það var rosalega gaman hjá okkur. Við fórum til Bárðar inn að Hömrum og fengum að skoða hænu unga og það fannst krökkunum æði. Við fórum svo suður á laugardeginum og Birgitta fór heim til sín og við áttum frábæran dag með Steinari bróðir Emils og Unni og krökkunum. Krakkarnir fóru í boltaland og svo fórum við með þau í bíó og sund. Daginn eftir 1 apríl átti Emil afmæli og það var páskadagur og við fengum Freyju og Bóa, Sigga í Tungu,Jóhönnu og Huldu mömmu mína í mat til okkar og það var auðvitað lambalæri og lamba fillet í páskamatinn og afmælis kaka í eftirrétt fyrir prinsinn minn. ![]() Gleðilega páska hér eru krakkarnir með hænu ungana hjá Bárði með Kirkjufellið í baksýn. ![]() Allir saman að borða súpu hjá Þórhöllu og Jóhanni. ![]() Popp og video hjá Bjarka, Birgittu, Emblu og Freyju. ![]() Birgitta búnað búa til pizzu. ![]() Og Freyja. ![]() Og Bjarki rosalega duglegur. ![]() Embla svo dugleg að hjálpa mér. ![]() Flottar vinnukonur með mér í fjárhúsinu. ![]() Benóný að kíkja á rollurnar. ![]() Í göngutúr með Messí og Pollý við erum að passa þær meðan Maja systir og Óli eru úti í Flórída. ![]() Emil með kátu frænku sína hana Kamillu Rún dóttir Steinars bróðir Emils og Unnar. ![]() Á leiðinni til Rvk. ![]() Svo gaman að fá að halda á Kamillu frænku. ![]() Svo gaman hjá Alex að fá að koma í stóra bílinn hjá Emil frænda. ![]() Fórum í bíó á teiknimyndina Lói rosalega skemmtileg. ![]() Emil afmælis prins 1 apríl sem var páskadagur núna í ár. ![]() Hér er Emil með afmælis kökuna og Siggi í Tungu. ![]() Allir búnað finna páskaeggin sín. ![]() Emil með prinsessunum okkar. ![]() Og Messí og Pollý voru líka með í afmælis partýinu. ![]() Kósý hjá krökkunum okkar að fá að borða inn í stofu. ![]() Páska skreytingin. ![]() Birgitta að tala við rolluna sína hana Snotru. ![]() Mættar í hesthúsin. ![]() Að kemba. ![]() Aw svo sætir ungar. ![]() Birgitta og Freyja. ![]() Benóný með unga. ![]() Gemlingarnir hjá Bárði. ![]() Benóný að tala við Golsu sem Bárður fékk hjá okkur. ![]() Skjöldur hans Bárðar þetta hefur örugglega verið síðasta myndin sem tekin var af honum því hann drapst því miður hjá honum um daginn. Ömurlegt þetta var skjaldhafinn 2017. Feikilega fallegur hrútur og það verður mikil eftirsjá að hafa misst hann. ![]() Hér eru svo lambhrútarnir hjá honum. ![]() Ég fór með rollur í þennan móflekkótta og er svo spennt að sjá hvaða liti ég fæ vona að það sé loksins komið að því ári hjá mér að ég nái að rækta móhosótt. ![]() Svo geggjuð á litinn gimbrin sem Bárður fékk hjá Sigga í Tungu með svarta slettu. ![]() Hér er hún Messí með mér í fjárhúsunum. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 927 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557570 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:31:45 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is