Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
22.04.2018 20:37Gleðilegt sumar og Freyja byrjar að hjóla![]() Freyja duglega stelpan okkar gerði sér lítið fyrir um daginn og fór að hjóla eins herforingi án hjálpardekkja þegar mamman og pabbinn gáfu sér loksins tíma til að losa hjálpardekkinn og koma henni af stað. Hún er svo rosalega ánægð og hjólar á hverjum degi til að æfa sig meira og meira og við auðvitað að springa úr stolti af henni. ![]() Siggi sprautaði fyrir okkur seinni sprautuna fyrir lambablóðasótt og hér erum við búnað hólfa niður og allt orðið klárt svo það fari sem rólegast fram. ![]() Krakkarnir í Grunnskólanum voru að selja þessar fallegu rósir og þær standa heldur betur fyrir sínu og eru mjög tignarlegar. ![]() Aðalfundur Búa var haldinn 16 apríl. Við fengum verðlaunaskjal fyrir þriðja hæðst stigaða lambhrútinn og svo skjal fyrir veturgömlu sýninguna sem var í fyrra haust þar áttum við besta mislita og kollótta. Það má svo sjá nánari umfjöllun um fundinn hér inn á 123.is/bui En myndir af fundinum eru hér inn í albúmi. Það styttist nú óðum í sauðburðinn hjá okkur ég kláraði að vinna núna á föstudaginn ég er búnað vera í afleysingum á leikskólanum frá 8 til 12. Það hefur hentað mér rosalega vel því þá næ ég að fara svo beint inn í sveit að gefa og svo snögga sturtu og sækja börnin í leikskólann og skólann kl 2. Svolítið kapphlaup stundum en alltaf gengið vel upp. Núna ætla ég að gefa mér tíma í að undirbúa fyrir sauðburð sem hefst eftir næstu helgi. Fyrsta á tal 4 maí en gæti orðið eitthvað fyrr því það eru tvílembdir gemlingar sem eiga tal ásamt fleirum það eru 9 sem eiga tal þá. Svo byrjar þetta bara að krafti upp úr því. ![]() Þetta er Bliki frá Bárði og Dóru ég er mjög spennt að sjá lömbin undan honum ég á að fá 3 lömb undan honum. ![]() Bónus frá Bárði hann fékk hann hjá mér og hann er undan Bekra. Ég á von á að fá aðeins 2 lömb ég fór með eina kind í hann. ![]() Knarran frá Bárði. Ég er ómótstæðilega spennt yfir að fá lömb undan honum enda liturinn geggjaður. Ég á von á 3 lömbum undan honum. Krossa fingur að fá draumalitinn minn móhosótt með sokka. Ætla taka jákvæðnina á þetta Ég ætla að fá móhosótt ![]() ![]() Skjöldur hans Bárðar sem var Héraðsmeistari í haust. Því óláni varð Bárður fyrir að hann missti hann í vetur. Ég á von á 2 lömbum undan honum. ![]() Hlúnkur hans Sigga í Tungu hann er undan Skessu og Máv. Ég á von á 9 lömbum undan honum. ![]() Svanur frá mér undan Máv og Svönu. Við eigum von á 18 lömbum undan honum. ![]() Kraftur frá okkur og í eigu Emblu dóttur minnar og er undan Ísak. Við eigum von á 10 lömbum undan honum. Þessi er því miður ekki til lengur það kom eitthvað fyrir hann og við þurftum að lóa honum. en fáum allavega eitthvað af lömbum undan honum. Jæja langaði bara sýna ykkur smá innsýn inn í hvernig lambhrútarnir litu út sem við notuðum svo notaði ég líka svartan lambhrút frá Gumma Óla og á von á 6 lömbum undan honum. Flettingar í dag: 927 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557570 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:31:45 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is