Freyja að hjálpa mömmu sinni að baka fyrir sauðburðinn.
Að byria fletja út fyrir skinkuhorn.
Fyllingin beikonostur,skinkumyrja og skinka.
Fékk svo fleiri aðstoðarmenn í hópinn.
Freyja að krydda ofan á með oregano.
Komið úr ofninum.
Búið að skella í poka og svo sett inn í frystir svo nú eru skinkuhornin klár.
Það var mjög sumarlegt á mánudaginn.
Allt leit vel út og farið að grænka með hverjum deginum sem sólin sést.
Svo á þriðjudaginn byrjaði að kólna aftur og orðið grátt i fjöllum.
Og það heldur áfram að vera svona kalt og í dag snjóar áfram.
Hestarnir að viðra sig.
Fyrir mokstur og stungu með skóflu í hesthúsunum.
Smá mundur þegar búið er að stinga í gegn.
Læt þetta duga af bloggi í bili.