Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
03.06.2018 23:28Stóra SauðburðarbloggiðJæja þá er loksins komið að því að ég gefi mér tíma til að setjast niður og koma sauðburðar blogginu niður. Sauðburður byrjaði mjög skart og það var mjög mikið að gera svo ég er núna fyrst að hafa tíma til að blogga. Það gekk mjög vel hjá okkur fyrstu dagana en svo komu auðvitað dagar sem ekki gekk vel og sérstaklega einn daginn þá misstum við 3 lömb í fæðingu sama daginn. Afleiðingin af því var mjög stór burður og eitt var afturfótafæðing. Eitthvað bar svo á því að það komu dauð og úldin fóstur sérstaklega hjá þrílembunum. í heildina voru 10 sem drápust á sauðburði hjá okkur og Jóhönnu og 6 fóstur. 152 lömb eru alls hjá okkur. 82 hrútar 70 gimbrar Við höfum aldrei átt jafnmikið af mislitum lömbum eins og núna í ár. Mórautt 7 Móflekkótt 5 Mókápótt 1 Móhosótt 1 Móbotnótt 1 Svartflekkótt 8 Golsótt 4 Svartgolsubotnótt 2 Svartbotnuflekkótt 1 Svartbotnótt 9 Svart 8 Grábotnótt 2 Grá 3 Tók saman að ganni hvað hver hrútur á mikið af lömbum. Partur 2 Bergur sæðishrútur 4 Klettur sæðishrútur 8 Móri sæðishrútur 6 Gutti sæðishrútur 6 Tvistur sæðishrútur 2 Bjartur sæðishrútur 6 Drangi sæðishrútur 1 ![]() Ísak 10 Askur 15 Kaldnasi 8 Móri 11 Glámur 6 Grettir 15 Svanur 20 Kraftur 8 Hlúnkur 7 Láfi hans Óla 2 Knarran frá Bárði 3 Skjöldur frá Bárði 2 Bónus frá Bárði 2 Bliki frá Bárði 3 Þá er það upptalið og á myndinni hér fyrir ofan má sjá hrútana frá okkur og Sigga í Tungu. ![]() Bifröst með sæðinga undan Gutta. ![]() Bakstur fyrir sauðburðinn. ![]() Stelpurnar að hjálpa til við að baða lamb sem á að venja undir. ![]() Magga Lóa kom með hrút og gimbur alveg dökkmórauð. ![]() Kolfinna er undan Myrkva sæðishrút og hún kom mér skemmtilega á óvart og kom með mókápótta gimbur. Hún fékk með Blika hans Bárðar sem er svartflekkóttur hrútur. ![]() Þennan lit fann ég í Kaupfélaginu í Borgarnesi og verður hann klárlega notaður til ásettnings í haust. Skærbleikur eins og mér finnst svo fallegur. ![]() Eftirréttur í tilefni að sauðburður sé hafinn. ![]() Kvika með tvo hrúta undan Klett sæðishrút. ![]() Embla og Aníta. ![]() Þráinn bróðir Anítu var alveg dolfallinn fyrir Kaldnasa hrútnum okkar. ![]() Embla Marína, Freyja Naómí og Benóný Ísak með móflekku. ![]() ![]() Stelpurnar alveg í essinu sínu með öll lömbin. Hér eru minar stelpur og tvær vinkonur þeirra Aníta og Freydís. ![]() Ég fékk svo loksins drauma litinn minn móhosótta með krónu og gimbur. Ég var alveg í skýjunum með hana því miður drapst hrútur á móti henni í fæðingu en hann var mórauður. ![]() Falleg lömbin hjá Þoku undan Grettir. Grettir er Máv sonur hjá Sigga í Tungu. ![]() Kindurnar fengu góða aðstöðu inn í Hlöðu þegar fór að þrengjast inn í húsum vegna leiðinda veðurs og því var ekki hægt að henda neinu beint út strax. Stelpurnar voru mjög ánægðar með það að hafa þær í hlöðunni og leika við lömbin. ![]() Hér sést aðstaðan inn í hlöðu. ![]() Sarabía með sæðisgimbur undan Móra og svo var vaninn undir hana svartur hrútur undan Sölku. ![]() Skvísa með þrílembingana sína þrjár gimbrar undan Klett sæðishrút. ![]() Gola hans Sigga í Tungu með þrílembingana sína undan Berg sæðishrút. ![]() Von með þrilembingana sína undan Móra sæðishrút einn var vaninn undir Móru hans Sigga. ![]() Þessi eyglótti er þriðja lambið frá Von og svo á Móra hans Sigga þessa mórauðu gimbur og hún er líka sæðingur undan Móra. Það var hrútur á móti henni sem var ný dauður fyrir kanski einum til tveim dögum. ![]() Dúfa hennar Jóhönnu með tvo hrúta undan Móra sæðing. ![]() Freyja með Hröfnu sína en hún er geld í ár hún gekk upp á öðru gangmáli allt í einu og hefur svo greinilega ekki haldið. ![]() Jæja loks var útilit fyrir að geta hent stóru hrútunum út. ![]() Þeir gáfu mér ekkert myndefni í ár og fóru ekkert að fljúast á heldur bara allt í róleg heitum. ![]() Freyja og Magga Lóa. ![]() Svakalega dökk mórauð og falleg undan Möggu Lóu. ![]() Móflekka hjá Glóð gemling að stækka vel. ![]() Krúttleg gimbur undan Móra sæðishrút. ![]() Freyja og Dröfn. ![]() Fjárhúsin í Tungu. ![]() Siggi að reka hrútana út úr túninu svo við getum farið að sleppa lambrollunum út í tún. ![]() Hér má sjá Drjóla hans Sigga sem er undan Hæng sæðishrút svo Askur sá golsótti undan Kalda og fyrir aftan hann er Ísak sem er frá mér undan Tvinna heimahrút. Korri hans Sigga er undan Garra svo kemur Grettir hans Sigga sem er undan Máv sæðishrút frá okkur. Sá kollótti er Kaldnasi og er undan Magna sæðishrút. ![]() Jæja þetta skeður hægt þetta vor en það er allavega farið að grænka vel inn í Mávahlíð. ![]() Hérna fer Von út með sæðingana sína undan Móra. ![]() Skvísa með gimbranar sínar undan Klett hún var með þrjár ein var vanin undan henni. ![]() Gló með lömbin sin undan Svan okkar. ![]() Gurra gemlingur með lömbin sín undan Hlúnk hans Sigga. ![]() Villimey með lömbin sín undan Ísak. ![]() Nál með lömbin sín undan Tinna hans Gumma Óla. ![]() Bifröst með lömbin sín undan Gutta sæðishrút. ![]() Árás með lömbin sín undan Gutta sæðishrút. ![]() Urður með lömbin sín undan Gutta sæðishrút. ![]() Kvika með lömbin sín undan Klett sæðishrút. ![]() Dúfa með boltana sína undan Móra sæðishrút. ![]() Salka var með þrjú eitt var vanið undan henni. Hún er með lömb undan Móra hans Sigga. ![]() Orabora með gimbur undan Kraft. ![]() Magga Lóa með mórauðu lömbin sín undan Móra hans Sigga. ![]() Eldey með móhosu undan Knarran hans Bárðar. ![]() Kolfinna með sín undan Blika hans Bárðar. ![]() Ísól með hrút og gimbur undan Bjart sæðishrút. ![]() Ýr með lömbin sín undan Bjart sæðishrút. ![]() Svana með lömbin sín undan Part hans Bárðar. ![]() Hrifla með lömbin sín undan Tvist sæðishrút. ![]() Móra hans Sigga með fósturlamb undan Von og Móra sæðishrút og svo mórauða gimbur sem hún á undan Móra líka. ![]() Skessa hans Sigga með gimbrina sína undan Ask og fósturlamb frá okkur sem er undan gemling sem var svo vitlaus að hann vildi ekki sjá lambið sitt. ![]() Litla Gul hans Sigga með gimbur undan Ask og svo fóstrar hún fyrir okkur gráan hrút undan Skuggadís og Klett sæðishrút. ![]() Grána hans Sigga með tvær gimbrar undan Bjart sæðishrút. ![]() Mikki hennar Jóhönnu svo fallegur. ![]() Hér er örn að svífa yfir það hefur verið mjög mikið um þá núna undan farið og hefur sést til þeirra 6 saman. Maður hefur pínu áhyggjur yfir því að sleppa lömbunum út því þeir gætu léttilega tekið þau þegar þau eru fyrst að koma út. ![]() Áfram heldur burður og hér er Bræla með hrút og gimbur undan Kraft. ![]() Stelpurnar með eina botnugolsótta gimbur. ![]() Ísbrá hennar Jóhönnu þurfti að fara í keisara hún fór aldrei almennilega af stað og við komumst ekkert inn í hana hún opnaði sig ekki.Þá kom í ljós að lömbin voru dauð inn í henni fyrir kanski 4 til 7 dögum síðan og þá gerist ekkert. ![]() Fíóna var sónuð með þrjú en kom með 2 og eitt úldið. Þau eru undan Ísak. Það má svo skoða fleiri myndir af þessum hluta hér inn í albúmi. Seinni Hluti sauðburðar ![]() Það gerði svo slæmt veður enn og aftur og við rákum allt inn í hlöðu aftur. ![]() Við höfum aldrei séð lömbin eins gæf eins og í ár þau eru nánast öll spök. ![]() Hér eru stelpurnar að nálgast Hnotu út á túni. ![]() Ég er svo hrifin af gráu gimbrinni undan Móra sæðishrút. ![]() Öskubuska með hrút og gimbur undan Ask. ![]() Stærðar þrílembingar undan Hrímu og Svan. Svanur er lambhrútur hjá okkur undan Máv. ![]() Ég alveg dýrka þessa móbotnóttu gimbur undan Eik og Móra hans Sigga hún er svo rosalega gæf að ég fæ engan frið þegar ég er að sópa grindurnar. ![]() Skemmtilega mikið af móruðu hjá okkur núna hér eru tveir hrútar undan Mónu Lísu og Móra hans Sigga. ![]() Móheiður er með tvo hrúta einn móflekkóttan og svo hvítan undan Kaldnasa. ![]() Svo gaman þegar þær eru svona gæfar hér er Vaíanna hennar Emblu og Dollý hans Sigga. ![]() Freyja og Gribba hans Sigga sem er gemlingur og er búnað vera svo stygg við Sigga í vetur en liggur svo killiflöt fyrir Freyju og leyfir henni að klappa sér. ![]() Birgitta frænka kom í heimsókn að kíkja á lömbin sín undan Snotru. ![]() Náði skemmtilegri hoppmynd af gimbrinni hennar Mjöll hans Sigga. ![]() Gimbur undan Botnleðju sú botnótta og svo flekkótt gimbur undan Þoku. ![]() Gimbrin undan Mjöll hans Sigga og svo undan Þoku. ![]() Gimbur undan Gersemi og Ask. ![]() Mikil litadýrð í þessari kró. ![]() Þetta krúttlega lamb er tvílembingur undan gemling og var vanið undir stærstu rolluna í húsinu sem missti lambið sitt he he og það er mjög fyndið að sjá þau saman. Hún alveg elskar þetta litla fósturlamb sitt og flóð mjólkar því svo það verður spennandi að sjá stærðina á því í haust. ![]() Mjallhvít með hrút og gimbur hún var sónuð með þrjú en eitt kom úldið fóstur. ![]() Morgunstjarna með gimbur og hrút undan Grettir. Það eru svo fleiri myndir hér af þessum hluta. Jæja sauðburðar lok nálgast ![]() Freyja með vinkonur sínar Vaíönnu og Möggu Lóu. ![]() Ég hef miklar trú á þessum svarta hrút undan Zeldu og Kraft hann fæddist alveg ofboðslega þykkur og mikill eins og sjá má á myndinni svo það verður spennandi að sjá hann í haust hvernig hann stigast. ![]() Ekki skemmir heldur fyrir hvað hann er rosalega gæfur eins og flest lömbin eru og það er svo yndislegt og svo gaman fyrir krakkana þegar kindurnar eru svona gæfar. ![]() Embla og Benóný með fallega botnuhosótta gimbur í sófanum. ![]() Krakkarnir ánægðir í sveitinni hjá ömmu Freyju og afa Bóa með hænu ungan sem þau voru unga út. ![]() Eini unginn sem kom úr útungunarvélinni hjá þeim sem þau keyptu af Aliexpress en það er líka spurning hvort haninn sé ekki nógu frjór. ![]() Skrýtla kom með móflekkótta hrúta undan Tinna hans Gumma Óla. ![]() Tunga með hrútinn sinn undan Bjart sæðishrút hann á eftir að verða flottur. ![]() Dröfn með þrílembingana sína undan Berg sæðishrút en eitt var vanið undan henni. ![]() Eik að fara út með flottu gimbrina sína. ![]() Þoka með flottu lömbin sín undan Gretti. ![]() Ófeig með þrílembingana sína undan Móra hans Sigga. ![]() ![]() Hexía með lömbin sín undan Ísak. ![]() Næla með lömbin sín undan Svan. ![]() Rósa með hrútinn sinn. ![]() Fía Sól með gimbrar undan Ask. ![]() Gemlingarnir komnir út með lömbin sín. ![]() Hríma með þrílembingana sína það var eitt vanið undan henni. ![]() Rakel gemlingur með lambið sitt undan Glám hans Sigga. ![]() Skuld með lömbin sín undan Hlúnk. ![]() Pæja með hrútana sína undan Kraft. ![]() Bræla með sín lömb undan Kraft. ![]() Þá er seinasta kindin komin út það er hún Sunna gemlingur með lömbin sín undan Glám hans Sigga. Jæja þá held ég að þetta sé nokkurn veginn komið hjá mér í bili og hér er restin af myndunum í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is