Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

18.06.2018 10:23

Ferðalag norður og austur í júní.

Við skelltum okkur í sumarbústað norður á Akureyrir þann 7 júní og fengum alveg yndislegt
veður. Á leiðinni norður stoppuðum við á Blöndósi og fórum í sund og þar var 20 stiga 
hiti og sól.

Sundlaugin á Blöndósi.

Glæsileg leiktæki sem voru á Blöndósi.

Við fórum svo áfram og inn á Akureyri og kíktum í Kjarnaskóg.

Auðvitað var svo kikt í jólahúsið sem er alveg ómissandi þegar maður fer norður.

Fórum líka á Kaffi kú sem krökkunum finnst svo gaman að fara. Enda æðislegt að koma
þangað á kaffi húsið og fylgjast með kúnum.

Hér erum við komin á Möðruvelli 3 til Birgittu og Þórðar.

Hér erum við að skoða kindurnar hjá Birgittu og krakkarnir eru að gefa þeim brauð.

Hér erum við komin upp í fjárhús að skoða heimalingana.

Hér er flotti mynda veggurinn hjá Birgittu með öllum kindunum. Auðvitað fékk ég hana
til að stylla sér upp við hann.

Benóný fékk að keyra fjórhjól hjá Birgittu og Þórði.

Hér er Embla að keyra.

Emil með Freyju á stóra hjólinu.

Hér er svo Þórður búnað fara með þau öll saman.

Við Birgitta fengum svo mynd af okkur sem er orðið árleg myndartaka því við erum búnað
fara á hverju ári norður síðustu ár. Enda alltaf stórkostlega gaman og eftirminnilegt að 
koma í heimsókn til hennar, Þórðar og Damians.

Við áttum yndislegan tíma í sumarbústaðnum á Akureyri.

Fórum í Lystigarðinn á Akureyri og tókum fallegar myndir af krökkunum okkar.

Benóný Ísak.

Emil og Benóný Ísak,Freyja Naómí og Embla Marína.

Embla Marína.

Freyja Naómí.

Benóný Ísak.

Freyja Naómí.

Embla Marína.

Benóný Ísak.

Blómarósirnar mínar.

Sundlaugar sumarið er hafið og var byrjað á því að fara á Blöndós í sund og hér erum
við komin inn á Hrafnagil í sund. Við fórum svo auðvitað líka inn á Akureyri í frægu
klósett rennibrautina sem er geggjuð.

Leikvöllurinn á Hrafnagili.

Þá erum við mætt í sundlaugina í Þelamörk og þar er búið að skipta um rennibraut hún var
rauð á litinn í fyrra en núna er hún orðin blá.

Við gerðum okkur svo dagsferð austur og gistum eina nótt hjá Ágústi bróðir og Írisi
á Felli í Breiðdal.

Leið okkar lá fyrst til Neskaupsstaðar því þar átti Benóný eftir að prófa sundlaugina og 
rennibrautirnar.

Hér má sjá sundlaugina og rennibrautirnar á Neskaupsstað.
Það er búið að vera langþráður draumur hjá Benóný að prófa þessar.

Áfram höldum við í átt að Breiðdalsvík.

Jæja nú er leið okkar að ljúka við erum stutt frá Felli núna þar sem Ágúst bróðir býr.

Þá erum við komin á Fell í Breiðdal.

Við fórum að kíkja á hana Baddý svínið hjá Ágústi.

Hún er ekkert smá stór. Hún var nývöknuð og frekar geðill við Ágúst og Emil og henni var
ekki vel við Emil og ætlaði að ráðast á hann.

Ágúst með kiðlingana sína en hann er með þrjá heimalinga.

Hjá Ágústi og Írisi er fastur liður að kveikja upp í eldstæði á hverju kvöldi og grilla 
sykurpúða.

Benóný var alveg að fíla það og fannst þetta geðveikt spennandi.

Freyja að borða sykurpúða.

Embla og Dalía. krakkarnir dýrka alveg frænku sína og eltu hana eins og lamb á eftir 
rollu allann tímann sem við vorum í heimsókn og auðvitað var Dalía svo góð við þau
og sýndi þeim allt það skemmtilega sem hægt er að gera í sveitinn.

Svo hrifnar af kiðlingunum.

Ágúst fór lengst upp í fjall að sækja geiturnar til að sýna okkur en þær máttu ekkert vera
að því að stoppa og þeyttust í gegnum hlaðið og aftur upp í fjall enda orðnar svo ánægðar
að vera komnar út í frelsið og hætta ekki á að láta ná sér. Hér er ein að gæða sér á brauði
og svo er hún rokin af stað.

Dalía Sif frænka alltaf svo kát og glöð.

Gaman að fá að halda á hænunum þær eru svo spakar hjá þeim.

Benóný að fylgjast með kiðlingunum að drekka.

Auðvitað var ég alveg sjúk í kiðlingana þeir eru alveg æði.
Flottar frænkur Freyja,Dalía og Embla.

Hér erum við komin í hestaleiguna hjá Írisi og hér eru krakkarnir búnað græja sig.

Benóný kominn á hestbak.

Freyja.

Embla svo dugleg.

Á leið okkar til baka var farið í sund á Eskifirði að ósk Benónýs því hann átti eftir að 
prófa bláu rennibrautina og fannst hún mjög skemmtileg og sagði að hún væri alveg eins 
og græna í Borgarnesi.

Þegar við komum svo aftur inn á Akureyri fórum við að borða á Greifanum og
það var mjög gott.

Það eru svo fleiri myndir af ferðalaginu okkar á Akureyri hér og Austur hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 648
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715603
Samtals gestir: 47196
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:23:33

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar