Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

15.07.2018 21:55

Bjartsýniskast og byrjað að slá

Tókum sénsinn í gær og byrjuðum að slá. Siggi sló hjá sér og við slóum Mávahlíðina og svo
var bara látið liggja enda í bjartsýninni okkar þá rigndi hann eins og hellt væri úr fötu í dag.
En það var svo sem vitað en það spáir þurrk alveg fram á fimmtudag eins og spáin er núna
svo við urðum að taka sénsinn og byrja á einhverju enda langt liðið á júlí.
Emil og Siggi að græja tækin. 
Siggi byrjaður að slá í gær.
Það sést hér útsýnið yfir í Mávahlíð.
Siggi að slá.
Stóru hrútarnir fóru ekki langt í sumar og eru allir í túninu hjá Sigga.
Það er svo sem ágætt því þessi var í sjálfsmorðs hugleiðingum um daginn og var að
afvelta og Siggi sá til hans og gat velt honum við sem betur fer þetta er hann Kaldnasi sem
er svo mikið uppáhald hjá krökkunum og algert gæðablóð við alla og ekki skemmir fyrir
að hann kemur líka vel út og gefur falleg og vel gerð lömb. 
Korri hans Sigga hann er undan Garra sæðishrút og Svört hans Sigga.
Grettir hans Sigga hann er undan Máv sæðishrút.
Kaldnasi hann er undan Magna sæðishrút og Askur er undan Kalda sæðishrút.
Ísak er undan Tvinna heimahrút og Mjallhvíti.

Náði engum merkilegum lamba myndum núna en vonandi fer nú að haldast þurrkur hjá 
okkur svo hægt sé að ná að þurrka heyið sem er búið að slá og hefja heyskapinn af krafti.
Ég hef ekki náð myndum af lambhrútunum síðan við slepptum en þeir fóru eitthvað í burtu.
Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 7323
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 1570173
Samtals gestir: 77987
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 17:17:49

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar