Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
17.07.2018 00:15Þurrkað af krafti og sílaveiði með krakkanaÞað var þurrkað og þurrkað heyjið í dag og túnin eru ansi blaut. Ég þurfti að raka heilmikið af túnunum í Mávahlíð og fékk Freyju tengdamömmu með mér með krakkana. Hann er aftur búnað breyta spánni og nú á hann að fara rigna á miðvikudaginn svo það verður reynt að gefa allt í botn og binda það sem búið er að slá. ![]() Emil að tættla. ![]() Hér sést yfir Mávahlíðina og Siggi er að vinna við að skipta um þak með Jóni smið og Emil er svo að tættla þarna fyrir neðan við vaðalsbakkann. ![]() Það hefði mátt vera aðeins meiri sól í dag en það rættist þó úr því þegar leið á seinni partinn og þá kom líka gustur með þvi svo það hefur þurrkað vel. ![]() Hérna er Bói að raka saman. ![]() Það er mikið sport hjá krökkunum að fá að sitja í traktornum hjá Bóa afa en þar er spes barnasæti. ![]() Jæja nú er sólin loks farin að láta sjá sig. Hér er Alex stoltur í traktornum með afa sínum. Alex er sonur Unnar og Steinars bróðir Emils og eru þau hérna fyrir vestan núna. ![]() Hér er amma Freyja og Steinar að veiða síli með krökkunum. ![]() Steinar, Bjarki og Alex. ![]() ![]() Birgitta, amma Freyja, Embla og Alex. ![]() Freyja og Alex. ![]() Kamilla litla sú yngsta hjá Steinari og Unni fékk líka að koma með og var í bílnum hjá mömmu sinni. ![]() Rakst á þessar gimbrar þær eru sæðingar undan Klett og Skvísu. Fæddir þrilembingar en ganga tvær undir Skvísu. ![]() Skvísu gimbrar og svo hrútur frá Sigga þessi hvíti og þetta litla botnótta var vanið undir og rollan tók því ekki alveg svo það sést á vextinum að það fær örugglega ekki mikið að sjúga hana en fylgir henni. ![]() Jæja læt þetta duga af bloggi í bili . Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is