Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

18.07.2018 01:53

Heyjað langt framm á nótt

Það byrjaði ekki vel hjá okkur önnur rúllan sem átti að fara í plast fór ekki strax í plast heldur
affelgaðist dekkið á plastaranum. Alltaf svo gaman þegar byrjar allt á afturfótunum og þá 
er engin sem andmælir því að bölva því.
Hér má sjá dekkið en til allra lukku tók ekki mikinn tíma að tjakka upp vélina og Siggi og
Emil kipptu því undan og svo náðist að koma því á og setja meira loft í dekkið.
Ég byrjaði auðvitað á að plasta fyrstu rúlluna og fór af stað á traktornum og fattaði 
ekkert að horfa eftir því hvort væri lint í dekkinu eftir að hann væri búnað standa í 
geymslu yfir veturinn svo það hefur örugglega verið orsökin fyrir því að dekkið fór svona.
En engin skaði skeður fyrst þetta reddaðist svona fljótt.
Ég fór heim að hugsa um krakkana og Bói var búnað vinna og kom til að hjálpa.
Hér er verið að byrja. Siggi á plastaranum, Emil á rúlluvélinni og Bói á rakstrarvélinni.
Allt komið í lag og verið að rúlla Mávahlíðina.
Farinn að þykkna upp með kvöldinu.
Benóný og Embla dugleg að hjálpa til.
Byrjað í brekkunum í Mávahlíðinni.
Stelpurnar duglegar að merkja rúllur.
Túnin eru ansi blaut á ýmsum stöðum í ár.
Það var fjör í sveitinni hjá Freyju ömmu þennan langþráða sólardag.
Auðvitað var tekið myndir af lömbum sem við rákumst á í dag. Hér eru tveir hrútar 
undan Hriflu og Tvist sæðingar hrút.
Hér er hún Hnota hennar Jóhönnu að koma hlaupandi til krakkana eftir að þeir voru 
búnað hrista brauðpoka.
Svo gaman hjá þeim.
Hér eru lömbin hennar hrúturinn er sæðingur undan Berg og gimbrin er undan Skvísu
og Klett sæðingar hrút.
Hrúturinn undan Berg sæðingar hrút.
Þrílembingur undan Skvísu og Klett sæðingar hrút.
Vala hans Sigga með gimbur undan Korra.
Hrúturinn undan Völu og korra. Korri er Garra sonur.
Jæja náði loksins mynd af veturgömlu hrútunum hér er Svanur undan Svönu og Máv.
Hlúnkur hans Sigga undan Skessu og Máv.
Hér eru þeir saman.
Nál með lömbin sín undan Tinna hans Gumma Óla.
Bifröst með lömbin sín undan Gutta sæðingar hrút.
Hér er Nótt hans Sigga með hana Emblu eins og dóttir mín skírði hana he he.
Embla er þrílembingur undan Klett sæðingar hrút.

Jæja ég er að klára þetta blogg núna klukkan hálf 3 um nótt 18 júlí og enn er Emil ekki
kominn heim svo þeir eru enn að klára heyja og nú ætla ég að segja þetta gott og segi
bara góða nótt .

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar