Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
14.08.2018 21:55Verslunarmannahelgin á Akureyri með fjölskyldunniByrjuðum á þvi að koma við á Hvammstanga en þar var Steinar bróðir Emils og fjölskylda og Jóhann bróðir Emils og fjölskylda í útilegu. Við fórum í sund á Hvammstanga og svo borðuðum við með þeim á tjaldstæðinu. Við héldum svo áfram og fórum á Skagaströnd. Útgerðin sem Emil vinnur hjá var að kaupa bát og hann er að fara róa með hann um miðan ágúst. Þetta er bátur með beitningarvél um borð svo þeir verða 4 á honum í staðinn fyrir að þeir hafa verið 3 á línu bátnum sem Emil er að róa núna á. Við gistum eina nótt á Skagaströnd og Emil fór aðeins að ræða við mennina sem eiga bátinn. Tjaldstæðið á Skagaströnd var mjög flott og flott leiktæki fyrir krakkana. ![]() Hér er báturinn sem er á Skagaströnd. Ég gleymdi nú alveg að við fórum fyrst í sumarbústað í Húsafelli áður en leið okkar lá norður og vorum við hjá Freyju og Bóa þau voru með nýja bústaðinn hjá Verkalýðsfélaginu og hann er rosalega flottur og stór. ![]() Hér er stór hluti af barnabörnum Freyju og Bóa saman komin í heitapottinum í Húsafelli. ![]() Kamilla Rún skemmti sér vel í útilegu í Húsafelli. ![]() Við geymdum hjólhýsið okkar í Deildartungu hjá Önnu Dís dóttir Bóa og hér fórum við að skoða kálfana hjá þeim. ![]() Það var mikið sport að klifra upp á háaloft í fjósinu. ![]() Flottar saman allar upp í tré. Vigdís,Embla,Freyja og Sesselja. ![]() Hér sést hjólhýsið okkar parkerað í Deildartungu. ![]() Fórum í sundlaugina á Kleppársreykjum og hún var rosalega kósý og fín. ![]() Hreppslaug var lokuð en við urðum að keyra upp að henni fyrir Benóný til að sýna honum hana það verður bara fara í hana næst. Jæja leið okkar lá svo norður á Skagaströnd eins og ég sagði áðan og þaðan yfir á Varmahlíð sem við fórum í sund og Benóný var svo ánægður og hissa þegar hann sá að það var komin ný rennibraut þar en því miður var ekki búið að opna hana strax það var en verið að gera og græja hana. Við létum það þó ekki stoppa okkur og fórum í sund þar og Benóný horfði bara á hana og skoðaði hana með aðdáunar augum. Við héldum svo áfram til Akureyrar og fórum á tjaldstæðið á Hömrum sem við höfum verið áður og er æðislegt að vera. Jóhann,Þórhalla og krakkarnir voru komin þangað og líka Steinar, Unnur og krakkarnir og þau voru búnað taka frá stæði svo við gætum verið öll saman. Þetta var alveg æðislega gaman hjá okkur og það var farið í sund alla dagana auðvitað Akureyri, Hrafnagil, Ólafsfjörð og tvisvar á Þelamörk sem er æðisleg sundlaug. ![]() Sundlaugin í Varmahlíð. ![]() Mikið um að vera á tjaldstæðinu á Hömrum nóg afþreying fyrir krakkana. ![]() Á leiðinni að fara í hjólabát sem var á Hömrum. ![]() Komin um borð. ![]() Hér sést hvað það var kósý hjá okkur hjólhýsið hans Steinars sést hérna fremst svo kemur hjá Jóhanni og svo glittir í okkar hér á endanum. ![]() Auðvitað var skellt sér á Kaffi Kú sem er alltaf viðkomu staður fyrir okkur þegar við förum norður við elskum þetta kaffi hús. ![]() Þessi kisa á Kaffi kú var alveg einstaklega gæf og alveg elskaði að láta krakkana klappa sér og meira segja þegar við opnuðum bílinn stökk hún inn ætlaði bara koma með okkur he he en svo tókum við hana auðvitað út aftur en ekkert smá fyndið að hún skyldi fara á eftir krökkunum inn í bíl. Við kíktum svo auðvitað á góðvini okkar Birgittu og Þórð á Möðruvöllum en við gleymdum að fá mynd af okkur í þetta skipti en við eigum auðvitað mynd af okkur þegar við fórum til þeirra í júní því þetta er annað skiptið í sumar sem við förum norður enda elskum við allt fyrir norðan það er svo æðislegur staður. Við fengum að sjá nýja eldhúsið hjá Birgittu sem er alveg frábært og auðvitað fengum við kaffi og kræsingar í nýja eldhúsinu. ![]() Kósý hjá krökkunum í hjólhýsinu okkar. ![]() Rafmagnsbílar voru á Hömrum yfir verslunarmanna helgina. ![]() Embla að keyra. ![]() Freyja að keyra. ![]() Það voru líka svona hjól. ![]() Freyja rétt nær niður he he. ![]() Benóný. ![]() Benóný gerði sér lítið fyrir og massaði alveg þetta flekahlaup alla leið yfir. ![]() Embla að hlaupa yfir hún þurfti smá hjálp fyrst frá Unni en svo kom þetta alveg eftir eitt skipti og þá fór hún endalaust aftur yfir. ![]() Freyja að fara yfir hún fékk líka hjálp frá Unni og lét sér eitt skipti duga. ![]() Birgitta að fara yfir. ![]() Unnur var svo dugleg að hjálpa krökkunum yfir og óð alveg út í. Hér er Alexsander svo stoltur að fara yfir með mömmu sinni. ![]() Hér erum við komin í Daladýrð dýragarð fyrir norðan. ![]() Embla svo glöð að klappa kettlingunum. ![]() Freyja með kettling. ![]() Svo gaman hjá þeim. ![]() Kamilla að kíkja á kettlingana. ![]() Alexander með kettling. ![]() Embla og Freyja með kanínu. ![]() Birgitta og Alexander að hoppa í heyjið. ![]() Kara og Daníel komu líka með okkur í dýragarðinn og hér er hún með kiðling. ![]() Embla og Kamilla sætar frænkur. ![]() Embla og Birgitta að skoða folöldin. ![]() Sundlaugin á Akureyri. ![]() Sundlaugin á Ólafsfirði. ![]() Hér sést í nýju rennibrautirnar sem eru að koma á Dalvík. Það verður nóg fyrir okkur að prófa á næsta ári nýju rennibrautina í Varmahlíð og kannski á Sauðárkrók ef hún verður tilbúin og svo þessar í Dalvík strax komin ný markmið fyrir Benóny næsta sumar. ![]() Hann Benóný fann meira segja teikningarnar af nýju rennibrautunum á Dalvík því hann var svo spenntur að það væri að koma nýjar því þetta hefur alveg farið fram hjá honum því hann vissi ekki að það væru að koma nýjar þar. ![]() Kósý hjá þeim Birgitta,Embla ,Freyja og Benóný. ![]() Svo kósý hjá okkur hér er krakka hornið með kojunum. ![]() Hér er svo matarkrókurinn hjá okkur og svo sést inn í krókinn hjá krökkunum. ![]() Öll að kúra hjá pabba í hjólhýsinu. ![]() Birgitta svo stolt með litlu systir. ![]() Allar saman frænkurnar svo gaman. ![]() Öll búin í klippingu og fengu lita sprey í hárið svo mikið sport. ![]() Það var þó ekki lengi í hárinu því við fórum svo beint í sund og þá lak allt úr he he. ![]() Í bakaleiðinni komum við aftur við á Skagaströnd því Emil var að tala við mennina í sambandi við bátinn og þá fékk Benóný ósk sína uppfyllta að fara í sundlaugina á Skagaströnd. Hún var ótrúlega hlýleg og kósý og gaman að koma í hana okkur var boðið upp á kaffi í heitapottinum og alveg dekrað við okkur. ![]() Benóný vildi að ég tæki mynd af henni og heitapottinum líka. Þetta var flottur endir á góðri útilegu hjá okkur. Það eru svo fullt af myndum hér inn í albúmi af þessu öllu saman. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is