Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.08.2018 22:28

Vestfjarðarævintýrið og langþráður draumur Benónýs rættist.

Jæja við vorum heldur betur hvatvís á föstudaginn síðast liðinn eftir að við vorum ný komin
heim að norðan og náðum að mála þakkantinn á húsinu sem var búnað bíða eftir að vera 
málaður í allt sumar en aldrei þurrkur eða tími til að sinna því en nóg með það og aftur að
hvatvísinni okkar. Eftir hádegi á föstudaginn datt okkur það brjálæði í hug að láta draum
Benónýs ekki líða þriðja árið í röð um að fara á Vestfirðina og prófa sundlaugarnar þar.
Svo við skelltum í töskur og hentum inn í hjólhýsi og rukum af stað. 
Við komum við í matarvagninum hjá Viði og Kollu á Breiðabliki og fengum æðislega fiskipylsu.
Svo fórum við upp Heiðdalinn og keyrðum fram hjá Hallkelsstaðarhlíð og mér fannst það
mjög gaman því ég man eftir henni síðan ég var barn að fara með Steina frænda í heimsókn
til Einars í Hlíð og mig langaði svo að sjá hvernig þetta liti út núna hvort minningin væri rétt.
Jæja við fórum svo í gegnum Búðardal og þar á eftir kom svakalega leiðinlegur malarvegar
kafli en þar var verið að laga og fara malbika. 

Keyrðum fram hjá Dunkárbakka í Dölum en þar býr frændi hans Sigga í Tungu og 
Gerða mamma hans Sigga er frá þessum bæ.

Hólmavík er fyrsti viðkomu staður.

Auðvitað var skellt sér í sundlaugina á Hólmavík Benóný langaði það mjög mikið.

Mynd af sundlaugarhúsinu á Hólmavík.

Gleymdi að taka eftir hvað þessi brú heitir en hún var mjög flott hún kom eftir að maður
var búnað keyra svolítinn tíma frá Hólmavík.

Eftir langa keyrslu inn alla firðina og skoða náttúrufegurðina í hverjum fjörð vorum við
komin á Súðavík.

Styttist óðum komin að Ísafirði.

Jey loksins kominn á áfangastað Bolungarvík hér komum við. Það tók við allsherjar þrif
því hjólhýsið var fullt af ryki eftir malarvegskaflann frá Búðardal. Svo hafði opnast 
hrásalat dolla og hún var út um allann ískáp voða stuð.

Svona var útsýnið út um dyrnar á hjólhýsinu daginn eftir, rennibrautin í sundlauginni.

Benóný gat ekki lýst gleði sinni yfir að fara loksins að prófa rennibrautina á Bolungarvík
sem hann er búnað dreyma um í þrjú ár.

Hann fékk mynd af sér og stóru plakkati sem er af Bolungarvík og var inn í sundlaugahúsinu.

Það var svo gaman að bróðir Emils hann Marinó var akkurrat staddur á Bolungarvík
og kíkti á okkur á tjaldstæðið.

Við fengum æðislegt veður sól og 14 til 20 stiga hita loksins rötuðum við á réttann
stað með gott veður.

Það var skellt sér í sund strax um morguninn og hún stóð alveg undir væntingum og 
Benóný fannst hún rosalega flott og skemmtileg. Mér fannst aðstaðan sú besta sem ég
hef farið í sturturnar voru æðislegar og hef ég nú farið í þær margar.

Það var líka frábært leiksvæði við skólann og sundlaugina og líka hoppudýna.

Freyja að klifra.

Benóný að gera æfingar he he.

Ísafjörður.

Sundhöllin á Ísafirði. Við skoðuðum hana bara en fórum ekki í sund þar.

Fallegt tjaldsvæðið á Ísafirði.

Göngin sem liggja til Flateyrar,Þingeyrar og Suðureyrar.

Sjáið þessa hæð á fjöllunum þvílík fegurð sem þau eru og dalirnir sem myndast inn í 
fjörðunum ég var alveg dáleidd af náttúrunni.

Svakalega tignarleg fjöll.

Komin á Suðureyri.

Bingó kominn til Suðureyrar.

Kort af bænum.

Skoðuð bryggjan.

Auðvitað vildi Benóný fá mynd af sér við sundlaugina á Suðureyri og honum langaði
geggjað mikið í hana en við vorum bara ekki með sundfötin okkar með því við vorum 
búnað fara í sund á Bolungarvík.

Krakkarnir á bryggju á vatninu við sundlaugina á Suðureyri.

Það var fallegt sveita kaffihús sem heitir Kaffi Sól á bænum Neðri Breiðdal á leiðinni
að Flateyri.

Það var rosalega kósý að fá sér kaffi og ostaköku og Emil fékk sér vöfflu og horfa svo
á þetta æðislega útsýni yfir Önundafjörðinn.

Næsti staður var Flateyri.

Það var keyrt fram hjá sundlauginni á Flateyri og skoðað hana fyrir Benóný.

Löbbuðum upp þar sem snjóflóðavörnin er fyrir ofan bæinn.

Hér sést útsýnið yfir Flateyri.

Það var líka hoppudýna á Flateyri þeir eru mjög duglegir á Vestfjörðunum að vera með
flotta aðstöðu fyrir börn. Við þurfum klárlega fara redda okkur svona í Ólafsvík.

Jæja þá er að fara skella sér á Þingeyri.

Embla kallaði þetta prinsessu kastala. Ég veit ekki hvað þetta er eða hvað þetta heitir.

Hér sést til Þingeyrar.

Jæja þá er komið að Þingeyri og svo förum við aftur til baka á Bolungarvík og gistum
aðra nótt þar.

Sundlaugarhúsið á Þingeyri.

Kort af stöðunu sem við eru búnað rúnta í dag út frá Bolungarvík.

Feðgarnir niðursokknir í að skoða kortin.

Skruppum í Gamla bakaríið á Ísafirði og mér fannst svo flott að sjá þetta skilti í 
miðbænum að ég varð að taka mynd af því.

Fórum í Raggagarð á Súðavík.

Marinó bróðir Emils og konan hans Fríða sýndu okkar Raggagarð og sonur þeirra var
líka með þeim hann Pétur og hann og krakkarnir náðu vel saman.

Hér eru þau öll saman svo gaman að leika og þetta er frábær garður.
Við ætluðum að fara sömu leið til baka vestur og fara heim í dag sunnudag en datt svo í
hug að koma Benóný á óvart og hafa það hluta af afmælisgjöfinni hans að halda áfram
og fara yfir á Tálknafjörð svo hann gæti farið í sundlaugina þar sem er líka búnað vera 
draumurinn hans ef hann færi á Vestfirðina. Það gekk svo allt upp þegar ég gat útvegað
okkur ferð með Baldri frá Brjánslæk að Stykkishólmi svo við myndum sleppa við að 
fara með hjólhýsið alla malarvegina svo við lögðum aftur af stað frá Bolungarvík og
fikra okkur í áttina að Tálknafirði.

Komin aftur að Þingeyri og förum upp á heiði og malarveg.

Þetta er Hrafnseyrarheiði og hún var gríðalega brött upp og hæðin að horfa niður eftir
henni vakti manni óhug alla vega mér. Þó ég geti smalað um öll fjöll þá á ég ekki gott með
að vera í bíl upp og niður svona fjöll og hvað þá með hjólhýsi í afturdragi.

Og Guð minn almáttugur þegar upp á toppinn var komið að fara svo að keyra niður ég
var alveg sturlast og Emil og krakkarnir hlógu bara af mér. Þetta var svakalegt ég er búnað
fara Hellisheiði og yfir á Vopnafjörð en mér fannst þessi svakaleg því hæðin á fjöllunum
er rosaleg en kanski er ég bara búnað gleyma hvað Hellisheiðin var svakaleg en þá var
ég líka á fólksbíl en ekki jeppa og þá situr maður svo hátt uppi.

Jæja eftir að vera búnað vera á bremsunni ,ríghalda í beltið og slátra tveim bjórum til að
róa mig lifði ég af þessa niður leið he he. Hér erum við komin að fossinum Dynjanda.

Og en er ein önnur heiðin og það er Dynjandisheiði en hún var nú mikið skárri.

Jæja nú fer þetta að styttast.

Þegar við komum svo neðar í áttina að Bíldudal sáum við þessa frábæru náttúrulaug
sem var alveg ævintýri fyrir okkur hún var æðislega flott.

Svo voru líka heitir pottar í læknum alveg geggjað og sá efsti var örugglega 42 gráður
en þessir neðri aðeins minna.

Þetta var það magnaðasta sem við gerðum í þessu ævintýri en Benóný fannst það 
auðvitað vera að komast á Bolungarvík í rennibrautina og hina sem er eftir á Tálknafirði.

Benóný vildi fá mynd af sundlaugahúsinu he he en þetta var klósett og svo stelpu og 
stráka klefi til að skipta um föt en engar sturtur en samt alveg æðislegt. Við hittum
þarna bandaríkjamenn sem spurðu okkur hvaðan við værum og þeir hlógu svo bara þegar
við sögðum að við væru íslendingar að túristast um Vestfirðina þeim fannst það mjög
skemmtilegt að heyra.

Þessa bók gaf Irma Benóný þegar skólinn hætti það átti að fara hætta með þær og hún
var sko mikið notuð í sumar bæði fyrir sunnan,norðan og núna Vestfjörðunum.
Það var svo gaman að sjá hvað hann fylgdist með hvar við værum og svo gat hann sagt 
okkur til um nöfnin á fjöllunum og margt vissi hann því hann var búnað skoða það á 
kortavefnum inn á skólavefnum.

Bíldudalur.

Sundlaugar húsið á Bíldudal.

Bryggjan á Bíldudal. Tekið mynd af sundlaugum fyrir Benóný og bryggjum og bátum 
fyrir Emil.

Jæja þá er best að halda áfram í átt að Tálknafirði og þá er ein heiði eftir þangað það er
Botnheiði held ég.

Jæja þetta er að hafast.

Sundlaugin á Tálknafirði.

Við búnað koma okkur fyrir og komið kvöld. Krakkarnir spenntir að prófa sundlaugina
á morgun sem er hliðina á tjaldstæðinu.

Hér er minn maður kominn í sundlaugina og er að fara í rennibrautina á Tálknafirði.
Hann bræddi alveg konuna í sundlauginni og sagði við hana að þetta væri flottasta 
sundlaug sem hann hafi séð og það er mikið hrós því margar eru þær sem hann hefur
komið í. Ég þarf endilega að fara taka það saman hversu margar sundlaugar með 
rennibrautum við eigum eftir að fara í á íslandi ég held að það séu bara mjög fáar eftir.

Þetta er Pollurinn sem er fyrir ofan Tálknafjörð og er svona náttúrulaug ég tók bara mynd
af henni en við prófuðum hann ekki.

Hér sést Tálknafjörður nú erum við lögð af stað eftir sundið í áttina að Patreksfirði.
Við erum upp á Botnaheiði.

Jæja nú erum við komin á Patreksfjörð. Við náðum ekki að taka mynd af sundlauginni
þar því hún er svo upp í brekku. En hún er víst mjög flott og flott útsýni úr henni.

Sáum þennan á leiðinni frá Patreksfirði í áttina að Brjánslæk. Þetta er elsta stál skip
á Íslandi.

Áfram höldum við og förum yfir Kleifaheiði.

Komin niður og sjáum Barðarströndina.

Heilluðumst svo af ströndinni að við parkeruðum og hlaupum niður í fjöru.

Þetta var æðislegt frjálsæðið og frelsið svo mikið og ekki má gleyma æðislega veðrinu 
sem var búnað fylgja okkur alla ferðina.

Skrifað í sandinn. Kastað af sér skóm og sokkum og rokið af stað.

Emil dugnaðar maðurinn minn búnað keyra með okkur alla þessa leið og hlusta á 
hræðsluna i mér yfir heiðarnar he he. 

Jæja þá erum við komin að Brjánslæk og hér er Baldur ferjan.

Sundlaugin í Flókalundi við keyrðum að henni og tókum mynd og fórum svo á Hótel
Flókalund og fengum okkur að borða.

Þá er Emil að fara keyra um borð í Baldur.

Krakkarnir ótrúlega spenntir að fara um borð.
Það leynir sér ekki gleðin sem skín af þeim. Stelpunum fannst þetta mest skemmtilegt í 
ferðalaginu okkar að fá að fara í ferjuna heim.

Veðrið var náttúrulega bara æðislegt og siglingin tók aðeins 2 og hálfan tíma en er áætluð
rúmlega 3 tímar.

Freyja Naómí.

Benóný Ísak.

Embla Marína.

Flatey við komum við þar en engin fékk að fara frá borði nema hann væri að fara til vera
þar.

Benóný í leikherberginu í Baldri.

Farin að sjá Stykkishólm.

Emil búnað keyra út úr ferjunni og kominn í Stykkishólm.

Ein hér að lokum af krökkunum að nálgast Stykkishólm úr ferjunni. Þetta ferðalag var
alveg æðislegt og munum við öll eiga góða minningu um hversu frábært ævintýri þetta var.
Takk fyrir að skoða og upplifa þetta með okkur emoticon

Það eru svo fullt af myndum í viðbót af þessu ferðalagi fyrst hér úr myndavélinni og svo
með því að smella hér eru síma myndirnar.

Ég er svo búnað ná flottum lamba myndum og þær munu koma hér inn á næstunni því
nú er svo gaman að sjá lömbin það er farin að síkka ullinn og þau eru orðin svo stór og flott.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar