Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
23.08.2018 10:32Rollu rúntur 17 ágúst![]() Þessi er undan Mjallhvíti minni og Hlúnk hans Sigga. ![]() Gimbrin á móti. ![]() Hér eru þau saman. Hlúnkur hans Sigga er undan Skessu hans Sigga og Máv sem fór á Sæðingarstöðina. ![]() Þetta er Svana með sín lömb undan Part hans Bárðar og ég held að þetta verði svakalega falleg lömb þau eru svo þykk að sjá. ![]() Þetta er Arena með hrútinn sinn hún var tvílembd í vor en hitt fæddist dautt. Hrúturinn hennar er undan Glám hans Sigga sem er Saum sonur. ![]() Þessi hrútur er undan Álft og Svan. Svanur er Máv sonur frá okkur. ![]() Hér er Álft hún gengur líka með fósturlamb sem er frá Jóhönnu. ![]() Flott gimbur frá Sigga undan Völu og Korra. Korri er Garra sonur frá Sigga. ![]() Hrúturinn á móti. Þetta verða falleg lömb það sást strax í vor þegar þau fæddust hvað þau voru þykk og mikil. ![]() Lotta gemlingur hans Sigga með gimbur undan Glám. ![]() Búrka gemlingur frá Sigga með gimbur undan Hlúnk. ![]() Gimbur og hrútur undan Kvíku og Klett sæðingarstöðvarhrút. ![]() Veturgamli hrúturinn minn hann Svanur hann er undan Svönu og Máv sem fór á stöðina. ![]() Lambhrútarnir að djöflast í þeim. ![]() Hlúnkur hans Sigga hann er líka veturgamal og undan Máv. ![]() Þessar blómarósir voru með mér á rollu rúntinum. Freyja,Embla og Aníta vínkona þeirra. ![]() Morgunstjarna hennar Jóhönnu með gimbrar undan kraft. Kraftur er undan Ísak. ![]() Búið að hrista brauðpokann fyrir Hnotu hennar Jóhönnu og hún lætur ekki segja sér það tvisvar og hleypur til okkar. ![]() Hún á þennan gula hrút sem er undan Berg sæðingarstöðvarhrút og svo er gimbur undir henni sem er undan Skvísu og Klett sæðingarstöðvarhrút. ![]() Hríma hennar Jóhönnu er líka mikið fyrir brauðið og kemur hlaupandi. Hún er með lömb undan Svan. ![]() Maggý hennar Jóhönnu er hérna aftast hún er líka með lömb undan Svan. ![]() Gola hans Sigga með hrúta undan Berg sæðingarstöðvahrút. ![]() Móheiður með hrútana sína undan Kaldnasa. Kaldnasi er Magna sonur. ![]() Hér sjást þeir betur sá hvíti virkar þykkri og fallegri. ![]() Gimbur undan Hosu og Grettir. Grettir er frá Sigga og er undan Svört og Máv. ![]() Hin á móti. ![]() ![]() Skuld með sín tvö undan Hlúnk. Það eru svo fleiri myndir af þessum rúnti hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is