Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
26.08.2018 11:13Rúntur 24 ágúst![]() Hér eru stóru hrútarnir frá Sigga Grettir og Drjóli. Grettir er undan Máv og Drjóli er undan Hæng. ![]() Glámur er Saumsonur frá Sigga og svo hin hvíti er Ísak Tvinna sonur frá okkur. ![]() Askur Kaldasonur og svo Korri Garrasonur frá Sigga sem liggur. ![]() Þetta er Bomba gemlingur orðin svo stór og falleg og hún er með hrút undan Ask. ![]() Dimmalimm gemlingur frá Jóhönnu með hrút frá Sigga sem gengur undir henni og hann er undan Mjöll og Grettir. ![]() Sami hrútur bara sést betur. ![]() Rakst loksins á Hriflu sem er afbragðs rolla hjá mér og hún er með sæðing undan Tvist og hún var með 3 en tvö drápust í fæðingu 2 fallegar gimbrar sem drukknuðu því hún var farin af stað og fór fram hjá okkur hvenær hún byrjaði svo það var gripið of seint inn í að tékka á henni og þá náðist bara þessi hrútur á lifi alveg ömurlegt en svona gengur þetta stundum en jæja svo fóstrar hún líka annan þrílembing sem er undan Skuggadís og Klett sæðingarhrút. Það verður gaman að sjá þessa í haust. ![]() Held að þeir verði flottir sérstaklega þessi hér fremsti. ![]() Rakel gemlingur er undan Hriflu hér fyrir ofan og Grettir og hún er hér með hrút undan Glám. ![]() Nál með gimbur undan Tinna hans Gumma Ólafs Ólafsvík. ![]() Hrúturinn á móti. ![]() Nál með lömbin sín. Það eru svo fleiri myndir af þessum rúnti hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is